Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 31
Þegar ég sá í fyrsta skipti mynd af ABC
sagöi ég viö sjálfa mig: „Guö, hvað þetta er
ljótur maöur,” og meinti Martin Fry sem var
í forgrunni myndarinnar, stórskorinn og bólu-
grafinn, í einhverjum gulum glansgalla.
Nokkrum mánuöum seinna var ég tilbúin aö
viðurkenna aö þetta væri gasalega myndar-
legur maður, svona líka vel dressaður, í silki-
fötum og ég veit ekki hvað. En það breytist nú
líka margt á styttri tíma og aldrei heföi ég
neitað því að Martin Fry heföi eitthvaö viö
sig. Þetta eitthvað, sem menn veröa að hafa
við sig til þess aö geta orðið poppstjörnur, er
vandskilgreint. Tónlistarhæfileikar skaða oft
ekki en hugmyndaflug, dirfska og rétt utlit a
réttum tíma er venjulega vænlegra til árang-
urs. Það einkenndi að mörgu leyti síðasta
poppár í Bretlandi, þar sem allt byrjar, að
umbúðir tónlistarinnar voru fjölbreytilegri en
oft áður. Þeir tónlistarmenn sem hvað mest
bar á voru í útliti og klæðaburði jafnólíkir og
landbúnaðarverkamennirnir hans Kevin
Rowland í Dexy’s og silki- og kjólfataklæddu
piltarnir í ABC.
Arið 1982 verður að teljast harla gott ár fyr-
ir ABC. Ef við færum áramótin til um einn
mánuð eða þar um bil má segja að ABC hafi
sent frá sér fjórar smáplötur sem allar seld-
ust mjög vel og breiðskífu sem seldist enn bet-
ur og vermdi efsta sæti breska vinsældalist-
ans um nokkurt skeið. Lögin á smáplötunum
voru Tears Are Not Enough, Poison Arrow,
The Look of Love og All of My Heart, en öll
þessi lög eru á breiðskífunni The Lexicon of
Love.
ABC er nokkuð umdeild hljómsveit. Marg-
ir, og þar á meöal sú sem þetta skrifar, eru á
því að ABC sé mjög svo áheyrileg popphljóm-
sveit. Tónlist hennar sé, eins og útlit og fram-
koma hljómsveitarmanna, vönduð og fáguö.
Hvorki tónlist né textar eru líkleg til að koma
róti á hugi manna eða valda straumhvörfum í
lífi einstaklinga eða þjóðfélagsins í heild, en
fyllilega þess virði að hlýtt sé á.
Þeir sem ekki þola ABC segja tónlistina
vera innantóma, stolna og stælda. Martin Fry
neitar ekki aö lög, textar, útlit og vídeómynd-
ir sveitarinnar séu yfirfull af tilvísunum í all-
ar áttir, textarnir eru dramatískir eins og
framhaldsþættir í sjónvarpi eða sakamála-
mynd frá árinu 1946.
ABC er frá Sheffield i Norður-Englandi
(þaðan ér Human League einnig). Fyrir um
tveimur árum breytti hljómsveitin um nafn,
haföi áður heitið Vice Versa. Hljómsveitin lét
þá lítiö yfir sér, var bara ein af þessum
elektrónísku popphljómsveitum sem enginn
nennti að hlusta á nema einhverjir sérvitring-
ar. I ár stefnir hljómsveitin að því aö sigra
heiminn. Eftir að hafa lagt Bretaveldi aö
fótum sér hélt hún til meginlands Evrópu og
varð vel ágengt í Þýskalandi, Frakklandi,
Belgíu og Hollandi. En Bandaríkin eru fyrir-
heitna landið sem forðum. Þar eru hausarnir
flestir og plötusalan mest mæld í peningum.
ABC hefur orðið nokkuð ágengt í Ameríku og
plötur hennar komist á lista. Það er eins og
risinn sé aðeins aö taka viö sér og átta sig á
aö það eru til fleiri hljómsveitir en Foreigner
og félagar.
Söngvarinn Martin Fry er forsprakki ABC,
talsmaður hljómsveitarinnar og sá sem best
er þekktur. Mark White er gítarleikari hljóm-
sveitarinnar, David Palmer leikur á trommur
og Steve Singleton blæs í saxófón.
L3
7. tbl. Vikan 31