Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 37

Vikan - 17.02.1983, Side 37
 fram, upp í stiga í götuskóm meö tösku. Hún gerði sér ekki grein fyrir slíkum undirbúningi né heldur hvernig hún var þar komin. Andardrátturinn var eðlilegur aft- ur. Hana verkjaði í handleggina en fæturnir báru hana möglunar- laust upp stigann. Þegar hún nálgaðist stigapallinn á annarri hæð sló á móti henni ærandi drununum sem engin leið virtist að ráða viö. Hún stansaði á pallinum og staröi á dyrnar. Ut um bréfalúguna stóð bleikt horn af auglýsingabæklingi eins og rekin væri tunga framan í hana. Tréverkiö kringum hurðina var sviplaust. Hún steig feti fram- ar. Um leiö varð dúnalogn. Hún hikaði við þessa skyndilegu þögn, útauguð. Þetta var ofvaxiö hennar skilningi. Hún sneri aftur niður stigann, alla leiö niður á jarðhæð, að útidyrunum og út á götu. Hún gekk ofsahratt í átt að miðborginni. Þegar hún kom að kvikmynda- húsi keypti hún miöa og fór inn. Konan í miðasölunni gjóaði augunum á sljólega stúlku sem seldi sælgætiö: „Sumir eru ekki að vanda valið.” Sælgætisdaman saug upp í nefiö. 4. KAFLI Hádegissólin var sterk og ostur- inn í samlokunni bráðnaði. Lindy lagði hana til hliðar og breiddi peysuna yfir. Af gömlum vana haföi hún klætt sig í hana þegar hún fór út í almenningsgaröinn en farið úr henni strax og hún fann lausan bekk (þann einasta með baki) og nú lét hún sólina skína á bera handleggina. Hver þurfti á hádegismat að halda sem átti völ á slíkri næringu? Hún lokaði augunum og hallaði sér aftur á bak. Eftir nokkrar mínútur varð hún þess vör að hún var ekki lengur ein. Hún andvarp- aöi lágt og ákvaö að þykjast ekki taka eftir því. Hún hafði litla reynslu í að hrista af sér ókunnuga og viðbrögö hennar voru álíka óörugg og gagnvart öðrum utan- aðkomandi truflunum. Eftir nokkra stund neyddist hún til að skipta um stellingu vegna sólar- hitans. Hún forðaðist að líta í kringum sig. I stað þess beindi hún öllum áhuga sínum að því að opna nýjasta blaöið af Girl’s Guide, breiða úr því á bekknum viö hliðina á sér og teygja hálsinn til að reyna að lesa. Og nú skulum við sjá hvernig þú bregst við, hugsaði hún reiðilega með sér. Skuggi féll á blaðsíðuna. „Afsakaðu ónæðiö, en ert þú Belinda Craig?” Hún hrökk við, leit upp og fram- an í mann sem henni fannst hún kannast við eða ætti að kannast við. Nokkur viöeigandi svör þutu um hug hennar en var jafnóðum hafnað og staðreyndirnar urðu þyngri á metunum. „Jú, það er rétt.” Og hún bætti við ströng á svip: „Hef ég ekki séð þig í Observer- byggingunni?” Hann sat hinum megin við tíma- ritið, sneri sér að henni og lét handlegginn hvíla á bakinu á bekknum. „Það er ekki ólíklegt. Eg hef elt þig um gangana. Þú vinnur á auglýsingadeildinni, er það ekki? Eg er á ritstjórn. Adrian Hacker. Sæl.” „Sæll,” sagði hún bjálfalega. Hún togaði laumulega í peysuna og ýtti lyktandi brauðsneiðinni inn í plastpokann aftur. „Eg vona að ég trufli þig ekki? ” „Nei, alls ekki.” Með snöggu átaki tókst henni aö koma brauðsneiðinni ofan í töskuna sína og loka henni. „Mér datt í hug fyrst ég sá þig hér aö nú væri tækifæri að tala við þig. Doug minntist á þig viö mig. „Doug?” „Barker. Yfirmaður þinn.” „Nú.” Hún minntist þess aö hafa einhvern tíma heyrt skírnar- nafn hans. Hún sá sjálfa sig í anda ganga kæruleysislega inn á skrif- stofuna hans og ávarpa hann með því. „Smávegis vandamál hérna, Doug. Hvað leggur þú til?” Hvern- ig myndi hann bregðast við? Það fengi hún aldrei að vita. „I hvers konar sambandi minnt- ist hann á mig? ” spurði hún. „Þú haföir lent í einhverjum vandræðum heima fyrir. ” Hún leit gapandi á hann. „Fyrirgefðu,” sagði hann, „Eg ætti kannski aö oröa þetta öðru- vísi. Nágranni þinn hefur valdiö þér óþægindum, er þaö ekki sanni nær?” „Herra Barker hefði ekki átt að breiða þetta út,” sagði hún alvar- lega. „Hvers vegna ekki? ” „Eg kæri mig ekki um að allt mögulegt fólk. . .”húnhikaði, „ég skil ekki að öðrum komi einka- vandamálmín viö.” , ,Hvers vegna ekki ? ’ ’ Hann brosti vingjarnlega um leið og hann endurtók spurning- una. Hún endurgalt brosið dauf- lega. „Hvar myndi það enda ef ég hlypi út og suður með fréttirnar í hvert sinn sem syöi upp úr potti hjá mér eða ég missti egg á gólfiö?” „En þú gerir það ekki,” sagði hann friösamlega. „Og satt aö segja, elskan, hef ég ekki mikinn áhuga á á því nema þá aö kviknaði í húsinu út frá pottinum. Eg hef áhuga á því fréttnæma og vand- ræöi þín gætu heyrt undir það. Þaö skal ég viöurkenna. Auk þess vil ég gjarnan hjálpa.” „Hversvegna?” Hann yppti öxlum. „Hvers vegna ekki?” Hún varð að hlæja en hristi síöan höfuðið. „Þú ætlar að gera þér fréttamat úr þessu. Það er úti- lokað.” „Auðvitað. Alveg rétt hjá þér. Sjáöu til, ég skal útskýra þetta fyrir þér. Málið hefur tvær hliðar.” Hann byrjaði að telja og blimskakkaði augunum á einn fingur. „I fyrsta lagi sérstök fréttaklausa. Einkalífi ógnað í háhýsunum. Stórborgarbrjálæöið. Undirrót taugaveiklunar tuttug- ustu aldarinnar.” „Finnst þér ég vera taugaveikl- uð?” „Hvernig á ég að vita það, elskan? Persónuleiki þinn er mér lokuð bók þangað til ég fer að vinna aö þessu. En.afsakaðu aö ég skuli segja það, þú ert örlítiö við- kvæm fyrir málinu. ” Hann brosti aftur svo skein í tennurnar. Þaö dró úr reiði hennar. „Og hinhliðmálsins?” „Hvað? Jú, eins og ég sagöi, bara hjálpfýsi. Eg er hjálpsamur að eölisfari. Það hlýtur að vera þess vegna sem ég var settur í stjórn stéttarsamtakanna. Hack- er, sögðuþeir. . .” „Ert þú í stéttabaráttunni?” Hann hrökk frá henni með ýkt- um hreyfingum. „Það er ekki smitandi. Eg geng bara með vírusinn í mér og ber á bólguna ööru hvoru.” „Fyrirgeföu. Eg meinti ekkert með þessu. Eg er ekki einu sinni í þínu stéttarfélagi.” Hann færði sig aftur nær á bekknum. „Það kemur meö æfing- unni.” Hún bandaði hendinni óákveöin. „Þaö hljóta aö vera hundruð íbúðablokka á þessum slóðum. Auk þess bý ég ekki í háhýsi. Eg bý á annarri hæö og allt hefur verið með kyrrum kjörum þar til fyrir tveimur, þremur vikum og jafnvel núna er þetta aðeins einn furöufugl svo ef þú ert á höttunum eftir þekktu fyrirbrigði. . .” „Einn furðufugl,” endurtók 7. tbl. Vikan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.