Vikan - 17.02.1983, Page 43
um sem skein í stjörnubjartri
nóttunni, en það hafði greini-
lega engin áhrif á þau.
— Við getum auðvitað skellt
okkur í Hit Hot House. En það
er næstum vonlaust að vera þar á
laugardagskvöldum. Og svo er
diskótekarinn alveg vonlaus!
Þau sátu og störðu hálfdaufleg
fram fyrir sig.
— Hvernig eyddir þú kvöld-
unum þegar þú varst hérna með
mömmu þinni og pabba einu
sinni? spurði Benni allt í einu.
— Horfðirþú líka á sjónvarpið?
— Hvað áttu við, drengur?
Það var nú ekki einu sinni komið
sjónvarp þá. Og þökk sé guði
fyrir það! Nei, Lárus hijómsveit-
arstjóri var með hljómsveitina
sína hér á strandpallinum. Hann
var með yndislega hljómsveit,
fiðlu, píanó og selló, og hún sá
okkur fyrir unaðslegri tónlist, öll
gömlu sígildu konsertstykkin.
Fyrir framan hljómsveitarpallinn
var stétt með hvítum steinvöl-
um, þar voru léttir stólar og hvít-
máluð borð og maður sat við þau
yfir kaffibolla og naut tónlistar-
innar. Það var alveg dásamlegt!
Og á laugardögum voru þeir allt-
af með einhverja góða söngkonu
sem skemmti með þeim.
— Þetta hljómar ansi stíft!
Það lá við að Benni fnæsti.
— Dönsuðuð þið aldrei?
spurði Yvonne.
— Jú, á sunnudagskvöldum
færði hljómsveitin sig inn í stóra
salinn og þá var fenginn saxó-
fónn í staðinn fyrir sellóið. Svo
voru allir nýjustu amerísku fox-
trottarnir spilaðir og slowfox og
allir valsarnir sem voru alltaf í út-
varpinu og „Suður um höf-
in...” og ,,Hulda spann”,
„Amorella” og öll þessi gömlu
góðu lög eins og....
— Hvað með kvikmyndir?
greip Benni fram í. — Voru
engar myndir sýndar hérna í bíó?
Hann orðaði spurningarnar
stundum einkennilega.
— Jú, jú, við fórum í bíó. Það
voru auðvitað ekkert nema tré-
bekkir, 50 aurar miðinn, en
myndirnar voru dásamlegar. Tal-
myndirnar voru komnar til sög-
unnar, þú skilur hvað það mun-
aði miklu. Ég gleymi A1 Jolson
aldrei, „Sonny Boy” og „Djass-
söngvarinn ”, og svo var það stór-
myndin Ben Húr, biblíumynd í
tali og tónum. Stórkostleg lífs-
reynsla!
— Trébekkir, sagði Benni og
hrollur fór um hann.
— Var þetta virkilega allt og
sumt sem þið gátuð valið um?
spurði Yvonne. — Það hlýtur að
hafa verið dauðleiðinlegt!
— Já, svo fórum við auðvitað í
gönguferðir í rökkrinu, sagði ég,
á tunglskinsbjörtum og hlýjum
sumarkvöldum. Og svo settumst
við á bekk og horfðum á mánann
og horfðum á sæinn. En nú eru
tímarnir breyttir. Rómantíkin er
dauð. Nú er það bara rokk og ról
og diskó og litlir gulir sportbílar,
spilakassar, hraðbátar, bretti,
tjöld, fegurðarsamkeppni og
grillsteikur, kjúklingar á skyndi-
bitastöðum og hávaðatónlist úr
hátölurum! Ég vorkenni þessum
villuráfandi ungdóm nú á dög-
um, hann veit ekki af hverju
hann missir.
Yvonne hafði greinilega ekki
hugsað sér að sóa meiru af æsku
sinni á forngrip eins og undirrit-
aðan.
Þýðandi: Anna
— Eigum við kannski að
skella okkur á diskótekið? spurði
hún Benna.
Benni kinkaði kolli og svo fóru
þau.
Ég sat í klukkustund og lét
hugann reika yfir koníaksglasinu
mínu. Svo kom Maríanna út úr
sjónvarpsherberginu.
— Eigum við að skreppa í
smágönguferð? spurði hún og
tók niður gleraugun sem hún
notaði þegar hún horfði á sjón-
'varpið.
Við fórum í smágöngutúr. Það
voru ekki margir aðrir á ferli.
Rétt í því að við komum út á
tangann sem við vorum vön að
fara út á kom ég auga á Benna.
Hann sat á gamla bekknum mín-
um með stúlku, sem ég minntisi
ekki að hafa séð áður.sér við hlið.
Áður en við snerum við og
laumuðumst til baka heyrði ég
hann segja við stúlkuna — og ég
verð að viðurkenna að hann var
mjög sannfærandi að heyra:
— Þú gefur kannski skft í það,
Lólíta, en ég held að ég hafi
aldrei hitt eins frábæra stclpu og
b‘g!
Hraðnámskeið
Fyrir þá sem aöeins hafa skamman tíma, en vilja bæta ensi ukunnáttu sína,
mælum viö meö hraönámskeiði hjá Richmond Private College English.
Sérkennari fyrir hvern nemanda.
Eg var við nám í King ’s School of
Eng/ish í Boumemouth t ágúst s/.
Eg hafði bœði gagn og gaman af
dvöl minni þar, bætti enskukunn-
áttu mtna til muna, naut þeirrar
frábæru aðstöðu sem borgin hefur
upp á að bjóða fyrir sumardvalar-
gesti og kynntist lífi hins almenna
breska borgara.
Eg mæli eindregið með King 's
School fyrir fólk á öllum aldri sem
hefur hug á að sameina enskunám
og sumarfrí á ánægjulegan hátt.
Kristín Pétursdóttir
Tungumálanám erlendis
Um árabil hefur Utsýn annast fyrirgreiðslu til tungumálanáms víðsvegar í
Evrópu, aöallega í Englandi og Þýskalandi.
Lærið ensku í Englandi
King’s School of English í Bournemouth, Lo idon og Wimbnrne.
Námskeiö standa frá tveimur vikum upp í heilt ár og er gist á einkaheimilum.
Þessi skóli nýtur mikils álits sem einn besti enskuskólinn fyrir útlendinga og
mikilla vinsælda hjá Islendingum, sem þar hafa náö ágætum árangri.
Auk enskukennslu er boðiö upp á námskeið í hagnýtum skrifstofu- og
viðskiptagreinum.
Lærið þýsku í Þýskalandi
Humboldt-Institut í Ratzenried-höll í þýsku Olpunum. Námski iö standa frá
þrem vikum upp í heilt ár og er hægt aö velja um gistingu hjá fjöL'kyldum eða í
heimavist.
Humboldt-Institut býöur einnig hraðnámskeið.
Vinsamlegast leitið upplýsinga
á skrifstofu okkar
Ferðaskrifstofan
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
Austurstræti 17, Reykjavík, sími 26611.
OTSÝN
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN
Hafnarstræti 98, Akureyri, sími 22911.
7* tbl. Vtkan 43