Vikan


Vikan - 17.02.1983, Síða 47

Vikan - 17.02.1983, Síða 47
Á hægri síðunni gefur að lita sýnis- horn af Audrey-tískunni i meðför- um breskra tískuhönnuða. Ungi maðurinn með leikkonunni á mynd á vinstri siðunni er sonur hennar, Sean, en eldri maðurinn er vinur hennar, Robert Wolders. Hún þótti standa sig afburða vel í Gigi og var boðið aöalhlutverk í bandarískri kvikmynd, Roman Holiday. Mótleikari hennar var Gregory Peck. Fyrir leik sinn í þessari kvikmynd fékk Audrey Hepburn óskarsverölaun áriö 1954. Síðar var hún fjórum sinnum útnefnd til sömu verðlauna, meöal annars fyrir The Nun’s Story og Wait Until Dark, báöar vel þekkt- ar hérlendis. Audrey Hepburn giftist leikar- anum Mel Ferrer 1954. Þau voru gift í fjórtán ár, skildu áriö 1968. Ari seinna giftist Audrey ítalska geölækninum Andrea Dotti en það hjónaband fór einnig út um þúfur. Hún á tvo syni, Sean Ferrer, 22 ára, og Luca Dotti, 12 ára. Sambýlismaöur Audrey Hepburn nú er leikarinn Robert Wolders. Hann er sjö árum yngri en Audrey og ekkjumaður. Fyrri kona hans, Merle Oberon, var vellauðug og arfleiddi Wolders aö eigum sínum.Hún var tuttugu og sex árum eldri en maður hennar og hjónabandiö var langt og hamingjusamt. Aö sögn kunnugra var hjónaband Andrea Dotti og Audrey Hepburn ekki sem best síöustu árin og leikkonan oröin nokkuð taugaveikluö og óörugg. Myndir sem teknar hafa verið af henni óviðbúinni og án þess að förðunarmeistarar hafi sparslað í hrukkurnar sýna aö áhyggjur og óhamingja hafa markaö sín spor. En nú er hún farin að brosa á nýjan leik. Wolders sér ekki sól- ina fyrir henni og ber hana á hönd- um sér, ólíkt Dotti sem var mjög svo veikur fyrir ööru kvenfólki og skildi eiginkonuna oft útundan. Nýleg könnun sem American Film Institute (Bandaríska kvik- myndastofnunin) gekkst fyrir leiöir í ljós aö af núlifandi leikkon- um sjötta áratugarins nýtur engin leikkona jafnmikilla vinsælda og Audrey Hepburn. Hin löngu látna Marilyn Monroe varö ein ofar á lista þegar tekið var miö af öllum leikkonum sjötta áratugarins, lífs og liönum. Til viðbótar má nefna aö fleiri vildu fara aö sjá gamla mynd með Audrey Hepburn en nokkurri annarri stjörnu undir sjötugu. Auk áöurnefndra mynda, sem Audrey Hepburn lék aðalhlutverk í, má telja frægastar Stríö og frið (1956), Funny Face og Love in the Afternoon (1957), Breakfast at Tiffany’s og My Fair Lady (1964). Wait until Dark var gerð 1967 en eftir þá mynd liðu níu ár þar til Audrey Hepburn sást aftur í nýrri mynd. Þaö var í mynd um Hróa hött, Robin and Marian (1976). Marian var fyrsta hlutverk hennar sem miðaldra kona. I næstu mynd, Bloodline (1979), lék hún konu á fertugsaldri og þótti gera það mjög sannfærandi. Nýjasta mynd Audrey Hepburn er They All Laughed. Leikstjórinn er Peter Bogdanovich og segir hann myndina eins konar nútíma út- gáfu af Roman Holiday. „Róman- tísk og falleg kvikmynd sem höfðar til kvenna á öllum aldri,” segirleíkkonan. Astæðan fyrir því aö Audrey Hepburn hvíldi sig frá kvik- myndaleik i svo mörg ár var ekki sú að henni byðust ekki hlutverk. Kvikmyndageröarmenn kepptust við að bjóða henni hlutverk en hún hafnaöi öllum, fyrst og fremst vegna sonar síns, Luca, sem hún vildi ekki að kynntist móður sinni aðeins af afspurn. Kvikmyndirnar krefjast þess oft að leikararnir þeytist heimshorna á milli og dvelji langdvölum aö heiman og er því vandkvæðum bundið að sameina foreldrahlutverk og kvik- myndaleik. Nú er yngri sonur Audrey orðinn stálpaöur og móðir hans hefur lýst því yfir að hún sé síður en svo sest í helgan stein. Hún hefur áhuga á að leika undir stjórn yngri leikstjóra og þá eink- umkvenna. Hvaö snertir útlit og klæðaburð segist Audrey Hepburn hafa gaman af að klæðast glæsilegum fötum og henni finnst sem hún geti borið þau núorðið af nauðsynlegu öryggi og án þess aö líta út eins og uppstilling úr Vogue. Hún er enn mjög grönn og hættir ekki til að fitna. Uppáhaldsklæðnaður hennar eru síðbuxur og peysa, lát- laus og þægileg. Leiöir hennar til aö halda sér í formi eru einfaldar, hollt mataræðí og ruu tíma svefn á nóttu. Hún segir að hamingjan sé fólgin í aö njóta augnabliksins, vera ástfangin og njóta þess sem aldur og þroski hafa kennt. 7. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.