Vikan


Vikan - 17.02.1983, Síða 62

Vikan - 17.02.1983, Síða 62
POSTURIM Blinduð af ást og afbrýðisöm mamma Háttvirtur Póstur. Ég œtla aö byrja á því aö þakka þér fyrir að birta síö- asta bréf mitt. Ég er líka bundin og á börn svo aö ég skil alveg af- stööu mannsins, en ég er aö vísu ekki gift. Hann hringir í mig þegar hann fœr tœkifæri og þá finn ég alltaf meira og meira hvaö ég sakna lians. Móöir mín veit alveg (aö ég held) aö viö erum saman svona í laumi og hún er al- veg snarbrjáluö og þrœl- öfundsjúk og afbrýöisöm vegna þess aö liún er alveg þrœlhrifin af honum. Hán iöar á beinunum þegar hún sér hann og svo þegar lián talar viö hann í síma er hún svo smeöjuleg. Ég hef líka veriö meö gömlum séns en ég elska hann ekki en er svolítiö hrif- in af honum. Eg er ekki meö honum nema svona tvisvar tilþrisvar á ári. Ég hef oft reynt aö gleyma þeim gifta en þaö tekst bara alls ekki vegna þess aö ég elska hann svona mikiö. Eg er blinduö af ást til hans. Ég vona aö þá viljir gefa mér meiri vísbendingu vegna þess aö ég er oröin alveg ringluö íþessu máli. 321—123 Pósturinn ráölagði þér á sínum tíma að tala um mál ykkar viö manninn í fyllstu einlægni en óttast að svo hafi ekki verið gert eöa hvaö? Þú talar um aö þú getir ekki gleymt honum. Þetta segja allir. En þú verður að horfast í augu viö staðreyndir. Pósturinn tel- ur sáralitlar líkur á því aö maöurinn skilji viö konu sína. Ef þú getur ekki sætt þig viö ástandið eins og þaö er, þaö er að hitta hann bara endrum og eins (og það er í sjálfu sér ekkert óeölilegt) ættir þú aö slíta öllu sambandi viö manninn strax. Þaö kostar átök og viljastyrk en þú getur ekki haldiö áfram aö kvelja sjálfa þig. Þaö sem þú þarft er að reyna aö lifa í sátt viö sjálfa þig. Láttu karlmenn í friöi ef þú hefur ekki áhuga á þeim en svo má líka benda á aö ástin kemur sjaldnast af sjálfu sér alveg strax í sambandi fólks. I hreinskilni sagt ráö- leggur Pósturinn þér aö gefa þann gifta alveg upp á bátinn og þaö sem fyrst. Aö lokum biður Pósturinn afsökunar á þeim drætti sem hefur orðið á að birta bréf þitt. Framtíðarstarf Ég er 17 ára og farin aö hugsa alvarlega um framtíö- arstarf, kannski ekki seinna vœnna. En þaö sem mig langaöi aö fá aö vita er hvort maöur þarf ekki aö komast í utanríkisráöuneyt- iö til að gerast sendiherra. Hvaöa kröfur eru geröar? Vonandi getur þú svaraö þessu því aö ég veit eiginlega ekki hvert ég á aö snúa mér í leit að upplýsingum svo aö ég vona að þú getir hjálpaö mér. A.M.J. Fyrst er rétt að geta þess aÓ sendiherrastarf er ekki starf sem maður velur sér, heldur skipar utanríkisráö- herra alla sendiherra. En ýmislegt er hægt að gera til að veröa líklegt sendi- herraefni og það er rétt hjá þér aö leið flestra liggur gegnum utanríkisþjónust- una. Fólk sem ræöst til starfa í utanríkisþjónustu er meö margs konar menntun og/eöa starfs- reynslu aö baki, en segja má aö flestir þeir sem fara til diplómatastarfa þar séu með háskólapróf í ein- hverri grein. Diplómatar í utanríkisþjónustunni gang- 62 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.