Vikan


Vikan - 17.02.1983, Síða 63

Vikan - 17.02.1983, Síða 63
Pósturinn ast undir að gegna þeim störfum heima og erlendis sem þeim eru falin (af utanríkisráðherra). Fólk með mikla starfs- reynslu að baki í utanríkis- þjónustunni er yfirleitt skipað í sendiherrastöður, en dæmi eru þó til um að fyrrverandi stjórnmála- menn stökkvi inn í sendi- herraembætti alskapaðir, ef svo má segja. Ef þér er fullkomin alvara skaltu því byrja á aö taka stúdentspróf og há- skólapróf og fylgjast síðan vel meö hvenær auglýst er eftir fólki til starfa í utan- ríkisþjónustunni. Þaö er án efa vænlegri leið en hin ótrygga leiö stjórnmál- anna. Um myndir og efni í Vikunni Gamlagóda Vika. Alltaf les ég þig og kaupi þótt ég hafi nú aldrei beini afráöiö að gerast fastur áskrifandi, að minnsta kosti ekki ennþá. Ég er oftast nokkuð ánœgð meö þig en þó kemur fgrir að mér þykir þú svona heldur þunnleit. Samt hefur það nú skánað í seinni tíð. Það eru ekki mörg viðtöl sem hefur verið verulega gaman að lesa fyrr en í síð- ustu Viku, en þá voru tvö glimrandi viðtöl. Sérstak- lega þótti mér gaman að við- talinu við hana Bergþóru Árnadóttur, hún er svo einstaklega skemmtilegur persónuleiki. Eg var ein af þeim sem keyptu gömlu plöt- una hennar og mér þykir hún alltaf jafngóð. Ég hef líka fylgst með henni í gegn- um árin og er alveg stórhrif- in af nýju plötunni hennar. Mér þótti hins vegar leiðin- legt að hún skyldi ekki vera með félögum sínum úr Hálft í hvoru á miðopnumyndinni í Vikunni á undan. Þótt hún sé hœtt að spila með þeim hefði nú verið í lagi að hafa hana með á myndinni, svona fyrir okkur sem höfum fylgst með þeim og hlustað á þau syngja. Þið hefðuð að minnsta kosti getað haft lit- mynd í opnunni af Bergþóru í stað þessarar svarthvítu, þó hún vœri nú annars alveg ágœt. En þetta er nú bara smánöldur, ég var nokkuð ánœgð með hana og viðtalið við Bergþóru var bara nokkuð liressilegt eins og við var að búast. Vonandi heldur Vik- an áfram á sömu braut eftir- leiðis. Bestu kveðjur til alls starfsfólks. ,,Ein sem fylgist með þótt gömul sé. ” Pósturinn þakkar bréfið og nöldrið, og kveðjurnar til starfsfólksins. Þaö er alltaf gott að heyra álit les- enda á efni blaðsins. Plakötin eru alltaf stórt mál og þaö var í samráði viö Hálft í hvoru og Berg- þóru aö plakatiö var haft af þeim sem skipuðu flokkinn þegar blaðið kom út. En það voru fleiri en þú sem söknuöu Bergþóru, því hún er greinilega vinsæl víða. Svo er það þetta meö lit- myndir og svarthvítar. Pósturinn hefur áður fjall- að um það því þaö er mikiö matsatriði hvort eitthvað er unnið við að fá litmynd og í þessu tilfelli varð svarthvít mynd fyrir valinu af því hún þótti koma best út. En þaö er alltaf hollt að fá ábendingar frá lesend- um og því þökkum við einni sem fylgist með fyrir að fylgjast svona vel með og vonum að blaðið verði sem allra sjaldnast þunnleitt að hennar mati. Út úr heiminum Kœra Vika. Ég er hér ein sem er út úr heiminum og langar að fá að vita hvernig hœgt er að kom- ast inn í hann aftur. Sko, ég er hrifin af strák og ég held hann elski mig líka. Hann er einu ári eldri en ég. Hann er ofsalega sœtur og skemmti- legur en ég er svolítið feimin við hann því að hann lœtur stundum svo bjánalega. Kannski er það af því að hann er feiminn líka. Við erum saman. Ætti ég að hœtta við hann eða halda áfram ? Hvað á ég að gera til að vera ekki svona feimin við alla? Hvernig losnar maður við stóran RASS og FEIT lœri? Hvað lestu úr skrift- inni? Hvað heldur þú að ég sé gömul?Hvernigpassa vog (stelpa) og hrútur (strákur) saman? En vog (stelpa) og vatnsberi (strákur)? Bœ, bœ. P.S. Helga hefur ekki gott af þessu bréfi. Ein sem vonast eftir góðu ráði. Pósturinn telur aö vanda- mál þitt, og ef til vill ykkar beggja, sé feimni og hún sé hugsanlega hreinlega bara af því aö þið séuð reglulega skotin hvort í öðru. Ekkert, í bréfinu minnsta kosti, bendir til þess að samband ykkar sé í hættu fremur en önnur sambönd. Þú hefur áhyggjur af því að þú sért út úr heiminum en þaö er algengur fylgikvilli þegar maður er ástfanginn. Þú þarft varla að hafa áhyggjur þó strákurinn láti bjánalega, það er stundum erfitt að vita hvaö maður á af sér aö gera þegar byrjað er að vera saman. Því miður er ekkert algilt ráð til viö feimni en gott getur verið að spyrja sjálfan sig hvort fólkiö í kringum mann sé nokkuö öruggara meö sig. Meira aö segja þeir sem virðast hressastir eiga oft á tíðum viö mikla feimni að stríöa. Svo er prýðilegt aö hressa upp á sjálfan sig meö því að rifja upp skemmtilegar minn- ingar þegar feimnin hvarf um stund, því að allir losna við feimni stund og stund. Hvað er þaö sem gerði þig ófeimna þá og er ekki hægt aö endurtaka það? Annars líst Póstinum bara vel a sambandið sem stendur, en auðvitað geta öll sambönd tekið enda og ÞAÐ getur stundum veriö erfitt. Þá er um að gera aö einangra sig ekki heldur fara út meö félögunum. Þeir eru oftast dauöfegnir og jafnfeimnir og þú. Feitan rass og feit læri getur verið strembið að losna viö og fyrst er að huga að mataræðinu, borða ekki sælgæti og sætar kökur og reyna síöan leikfimiæfingar sem eru góðar fyrir rassinn og lær- in. Hlaup og boltaleikir geta líka hjálpaö. Póstur- inn les ekki úr skrift og er ekkert sérlega stjörnu- fróður, en þú ert sjálfsagt á besta unglingsaldri og öll merki eiga meira eða minna saman ef fólk er reiðubúið að meta hvort annaö með kostum og göll- um. HEFUR ÞU LESIÐ VANDAD MANAÐARRIT SEMER íSÉRFLOKKIÁ ÍSLANDI 7. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.