Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 17
Ný fræðigrein:
poppiandafræði
Ástralía heimsótt
Texti: Árni Daníel
A næstunni mun Vikan birta röð
greina um rokktónlist í ýmsum
löndum. I öllum löndum heims
sækir popptónlist á hvort sem
okkur líkar betur eða verr, allt frá
Rawalpindi til Falklandseyja.
Venjulega er aðeins fjallað um
tónlist frá Ameríku eða Bretlandi,
ef skrifað er um útlenda
popptónlist hér á landi, en víða eru
bflskúrabönd og víða eru stór-
stjörnur. Fyrsti þátturinn er um
Astralíu.
Astralía
Hljómsveitin Men at Work varð
skyndilega fræg vestanhafs seinni
hluta nýliöins árs. Lögin Who can
it be now og Down Under, ásamt
stóru plötunni Business as Usual,
náðu toppnum á bandaríska
vinsældalistanum. Þessi tónverk
voru þau fyrstu sem út komu með
hljómsveitinni. Líklega vita fáir
að Men at Work eru frá Astralíu
enda tónlistin ekki þjóöleg á
neinn hátt. Down Under og Who
can it be now eru samin undir
áhrifum frá Police og eru ekki
annað en mjög frambærilegt
vinsældapopp.
Vinsældapopp er það sem tón-
listariðnaðurinn lifir á. Nú, þegar
æ daufara verður yfir vinsælda-
poppi Ameríkana sjálfra, er
eölilegt að þeir leiti út fyrir land-
steinana. Algengt er að ástralskar
hljómsveitir reyni fyrst fyrir sér í
Kanada áöur en ráðist er á USA-
markaðinn, til dæmis hafa Mental
as Anything, Split Enz, Icehouse,
Mi-Sex og Men at Work allar selt
mikið af plötum í Kanada, en
þetta eru þær hljómsveitir sem
hæst ber í áströlsku poppi um
þessar mundir.
Svo virðist sem Astralía sé að
verða aöalinnflytjandi tónlistar til
USA í stað Englands. Rick Sutton,
ástralskur umboðsmaður, segir:
„Ameríkanar eru loks orðnir leið-
ir á sinni eigin tónlist. Hún er
oröin geld, stöðnuð og kemst ekki
lengra. Bretar framleiöa ekki það
sem Kanar vilja vegna þess hve
menningin hefur þróast í ólíkar
áttir í þessum löndum. Eng-
lendingar framleiöa atltöf haröa
músík eða þá of frumlega.
Astralía hefur ekki lent í sömu
kreppu og til dæmis England. Viö
erum enn svolítið jákvæð hér.”
Hann bætir því viö að fyrir
nokkrum árum hafi aðeins á
fjögurra ára fresti komið fram
áströlsk hljómsveit sem hafði
möguleika erlendis, nú gerist
þetta fjórðu hverja viku.
Astæöan fyrir gróskunni er su
sterka staða sem popptónlist
hefur í Astralíu. Popp og rokk er
mikilvægasti hluti ástralskrar
menningar, fær mest rúm 1
sjónvarpi, blöðum og útvarpi.
Oteljandi klúbbar eru í hverri
borg þannig að hvaða hljómsveit
sem vill hefur næg tækifæri til að
spreyta sig. Venjan er sú að þegar
áströlsk hljómsveit nær
vinsældum erlendis er hún búin aö
fá mjög góöa og harða þjálfun 1
Astralíu, jafnmikla eöa meiri en
breskar og amerískar hljóm-
sveitir sem keppt er við. Ef hægt
er að tala um sér-ástralska stefnu
í rokktónlist þá er þar helst um að
ræða gróft og öflugt rokk af
rythm’n blues gerö sem spilað er á
pöbbum þar sem bjórinn flýtur.
Engin afgerandi áströlsk
stefna er til í rokktónlist. Astralir
hafa frekar tekið sér stööu á
sviðum sem þegar hafa mótast.
Dæmi um þetta er AC/DC, vinsælt
þungarokkband, og Olivia
Newton-John, Grease-stjarnan
fræga. Aður hafa verið nefndar
hljómsveitirnar Men at Work,
Mental as Anything og Icehouse,
sem allar spila traust vinsælda-
rokk af ýmsu tagi. A hinn bóginn
hafa ýmsar hljómsveitir leitað
fyrir sér í Bretlandi með tónlist
sem ekki hefur gengið í Astrali
eöa Kana. Má þar nefna Birthday
Party, Go-Betweens og Laughing
Clowns. Sú síðastnefnda var
stofnuð af aðalmanni hljómsveit-
arinnar Saints, Ed Kuepper.
Saints var frá Brisbane og var ein
af fyrstu pönkhljómsveitunum.
Hún náði miklum vinsældum í
Frakklandi og Bretlandi en
leystist upp árið 1978. Ný plata
með Laughing Clowns hefur
fengið mjög góða dóma 1 bresku
músíkpressunni. Birthday Party,
sem er frá Melbourne, kom til
London 1980. Þar hefur hún gefið
út tvær LP plötur á 4AD-merkinu
og nokkrar litlar. Tónlistinni má
lýsa sem samblandi af Cramps og
the Pop Group, ef einhver skyldi
kannast viö nöfnin. Þetta er rock-
’n roll á amfetamíni, serlega
hressandi og vekjandi tónlist.
Söngvarinn Nick Cave syngur eins
og Neanderdalsmaður (að
minnsta kosti eins og ég hugsa
mér að þeir hafi sungið. Eg hef
aldrei heyrt Neanderdalsmann
syngja. Látið vita ef þið hafiö
heyrt í þeim). I kjölfar Birthday
Party spratt upp nýr hópur pönk-
sveita i Bretlandi, hljómsveitir
eins og Southern Death Cult, Sex
Gang Children og Danse Society
sem allar eru áberandi á breska
independent-listanum. Birthday
Party yfirgaf London nýlega og
hélt til Berlínar, sem þeim hljom-
sveitarmönnum fannst bjóöa upp
á jákvæðara umhverfi fyrir ton-
listarsköpun.
Astralskar kvikmyndir hafa
vakiö mikla athygli að undan-
förnu. Þær hafa sýnt sterkari
þjóöleg einkenni en ástralskt
rokk, til dæmis myndir eins og
The Last Wave og Picnic at the
Hanging Rock. Þessar myndir
byggðu á sérstæöri nátturu
landsins og arfleifð frum-
byggjanna. Nú nýverið hafa frum-
byggjar Astralíu farið aö spiia
reggae-tónlist. Það er hljóm-
sveitin No Fixed Adress sem
þekktust hefur orðið. Kannski er 1
frumbyggjunum að finna svariö
við spurningunni um þaö hvort
Aströlum tekst að finna
sérþjóðlega tónlistarstefnu.
Annars er áströlsk tonlist sígilt
dæmi um alþjoðlegan og sam-
mannlegan tónlistarmarkað
seinni hluta 20. aldarinnar.
(Byggt á Billboard o. fl.)
Staðreyndir um Ástralíu
Ibúafjöldi: 14milljónir. Meirihluti
íbúanna býr í 12 borgum.
Stærð: 8 millj. km2 (80 sinnum
stærra enlsland).
Gróðurfar: Eyðimerkur að mestu,
skógar og grassléttur út við
strendurnar.
Mál: Enska. Ibúarnir komu frá
Bretlandseyjum á 19. öld.
Þjóðfélagsgerð: Ríkt, vestrænt
iðnaðarþjóðfélag.
Frumbyggjar: 40.000 árum áður
en Bretar námu land í Astralíu
settust þar að þjóðflokkar
veiöimanna og safnara. Þetta
voru hinir svokölluðu Astraliu-
svertingjar, sem eru dökkir á
hörund en óskyldir Afríkunegrum.
Þeim fækkaöi viö landnámiö, var
víða útrýmt, en hefur fjölgað á ny
og eru nú hættir veiðiskap að
mestu.
8. tbl. Vikan 17