Vikan


Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 20

Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 20
„Samanburöur hefur verið geröur á vísbendingum viö- víkjandi ameríska hverfinu í og nálægt Heidelberg, þar á meðal Patrick-Henry þorpinu, þar sem mörg hugsanleg fórnarlömb búa. Líta veröur á fyrirliggjandi niöurstööur sem beinar sannanir fyrir áform- um um aö ráöast á aðsetur herstjórnarinnar og leiötoga hennar.” Þegar í staö var hafist handa að koma fyrir tæknibúnaöi til aö fylgjast meö og hafa eftirlit meö heimilum þessara hershöfðingja. A einni af meðfylgjandi myndum sjáum viö starfsmenn vestur- þýsku rannsóknarlögreglunnar koma fyrir leynilegri sjónvarps- tökuvél í götuljósavita. Bíllinn er merktur verktakafyrirtæki en til- heyrir í raun og veru vestur-þýsku leyniþjónustunni. Þaö er veriö að setja upp eina af þrettán töku- vélum sem notaöar voru til aö fylgjast meö öllum mannaferöum í námunda við NATO-hers- höföingjana. A þrjátíu ferkílómetra svæði fór eftirlit fram, sjónvarpstökuvél- arnar voru samtengdar í höfuö- stöðvunum í miöborg Heidelberg. I sex mánuöi var fylgst með öllum mannaferöum og grafist fyrir um allt atferli sem talið var aö gæti bent til undirbúnings morðárása. Kerfiö var sett saman úr öllum nýjasta og besta tölvubúnaði á markaönum. Oll framkvæmdin kostaði rúmlega 80 milljónir nýrra króna. Sjónvarpstökuvélarnar voru vel faldar, þeim var komiö fyrir í götulömpum, ruslakörfum, á húsaþökum og í götuvitum. Þetta voru Newvicon-vélar, sérstaklega ljósnæmar þannig aö þótt úti væri fölt mánaskin varö sjónvarps- myndin eins og um hábjartan dag. Tökuvél, sem var komið fyrir hátt uppi í reykháf, gat numið inn- rauða geisla og var af þeim sökum hægt aö sjá með henni í niða- myrkri. Slík vél greinir mjög litlar hitabreytingar. Byssa er þaö miklu kaldari en mannslíkaminn aö innrauöa-vélin sýnir byssuna á sjónvarpsskerminum. Nærmyndir Hægt var aö beina tökuvélunum í ýmsar áttir meö fjarstýringu og einnig mátti skoða tiltekiö atriði með aðdráttarlinsu. Þannig var „Stóri bróðir fylgist með þér" hægt aö ná andlitsmynd af fólki sem var þarna á ferli og var sú mynd geymd í höfuöstöðvunum. Tíföld stækkun meö aðdráttar- linsunum geröi lögreglumönnun- um í höfuðstöövunum kleift að greina svipbrigði gangandi fólks. Allt kerfið var í litsjónvarpi. Við tilraunir með móttökuloftnet í bíl kom í ljós aö hægt var aö ná full- komnum gæðum á litsjónvarps- skermi í 500 metra fjarlægö frá sendistaðnum. Og þegar athugun leiddi í ljós aö móttökuskilyrði voru ónóg í miöborg Heidelberg voru myndir upptökuvélanna fyrst sendar meö leysigeisla til fjarskiptamasturs bandaríska hersins í tveggja kílómetra fjar- lægð. Þaöan voru myndirnar sendar áfram meö leysigeisla til höfuðstöðva lögreglunnar. Raunar bentu tæknimennirnir á að myndirnar mætti senda hvert á land sem væri og þær væru „algjörlega leynilegar ” þar eð leysigeislar væru notaöir. V vu- rWmMl Götuljósavítanum með upptöku- vélinni komið fyrir. Ruslakarfa fyrir laufblöð hentaði vel til að fela myndavél. Myndavélarnar sem beindust að húsi bandaríska yfirhershöfðingj- ans sendu afburöagóðar myndir og var þess vegna hægt aö tengja sjálfvirkan hreyfingavara viö þær. Tækiö virkaöi þannig að þaö tók aðeins myndir af þeim bílum sem beygðu inn á Wolfbrunnen- steige-hliðargötuna, á sérstakt geymslu-myndband, en festi ekkert á band ef engin hreyfing sást. Lögreglumenn fóru síöan yfir atriöin á bandinu og skráöu bílnúmer og bílategundir. Frá Bandaríkjunum var fenginn sérstaklega hannaöur myndplötu- búnaður sem getur geymt myndir frá 15 sjónvarpsvélum samtímis, þannig að hægt er aö bera saman sama augnablikiö í öllum 15 vélunum. Hægt var að finna eitt augnablik úr upptökunni og spila aftur þaö sem allar vélarnar 15 höföu tekiö upp. Einnig mátti velja úr einstakar vélar. Lögreglumenn voru á vakt allan sólarhringinn og höfðu til umráða myndavélar. Úr þyriunni voru sendar sjónvarps- myndir af mótmælagöngu. * Örin vísar á eina af leynilegum mynda- vélum á brautarstöðinni í Frankfurt. nokkra bíla til aö kanna allar grunsemdir sem upp komu í höfuöstöðvunum, þar sem fylgst var með öllu sem skeöi á 12 sjón- varpsskermum. Oll bílnúmer voru athuguð sem vitað var aö til- heyröu ekki íbúum á svæöinu sem var undir eftirliti. Fótgangandi vegfarendur voru eltir til síns heima og safnað myndaalbúmum þar sem allir þeir lentu sem sáust oftar en einu sinni á ferli á svæðinu. „Frábært kerfi" Þegar loks allar myndavélar voru komnar í gang og sendingar á upptökunum og varðveisla þeirra virkaöi fullkomlega kom háttsettur hershöföingi frá banda- ríska varnarmálaráöuneytinu í Pentagon til að skoöa meistara- verkiö. Yfirhershöföinginn var yfir sig hrifinn, taldi kerfiö alveg frábært og hældi hönnuöunum á hvert reipi. Hann var sammála Giinter Ermisch, þáverandi varaforseta vestur-þýsku rannsóknarlögregl- unnar, og ýmsum yfirmönnum vestur-þýsku leyniþjónustunnar að hér væri komin frummyndin af eftirlitskerfi sem gerði um alla framtíö kleift aö hafa vakandi auga með svo til öllu mannlegu at- ferli. Hönnuöirnir staöfestu aö tæknilega væri hægt að stækka kerfiö algjörlega aö vild og aö rekstraröryggi þess væri í engu áfátt. Vestur-þýska fréttatímaritið „Der Spiegel” spyr í lýsingu á þessu víötæka eftirlitskerfi hvort ekki sé rétt að staldra við: Getum viö réttlætt algjört sjónvarpseftir- lit, meö því að segja aö það henti vel til aö góma innbrotsþjófa og sé eðlilegt vinnutæki lögreglunnar? Eöa dylst þarna vísirinn aö gífur- lega víðtæku persónunjósnakerfi sem stangast á við mannréttindi og stjórnarskrá? Hér er um aö ræða grundvallarspurningar sem varða réttarkerfi, stjórnmála- vitund almennings og í raun þær hugmyndir sem viö gerum okkur ummanneskjuna. Saklausir grunaðir * Sjónvarpseftirlitskerfiö í Heid- elberg starfaöi í sex mánuði. Hundruö saklausra manna voru undir eftirliti, án þess aö vera grunaðir um nokkurn skapaðan hlut. Þessu fólki er hvorki kunnugt „Stóri bróðir fylgist með þér" 20 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.