Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 48
Steini og O/íi
Gög og Gokke
Laurel and Hardy
Félagarnir Stan Laurel og Oliver Hardy,
sem nú eru kallaðir Steini og Olli á íslensku,
eru frægustu og vinsælustu tvímenningar
kvikmyndasögunnar. Þeir hafa komið mörg-
um til að hlæja með vitleysunni 1 sér og kjána-
legustu uppákomum. Kvikmyndir þeirra voru
hreinir og klárir farsar. Atburðarásin er ein-
föld og nokkuð svipuð frá einni mynd til ann-
arrar og tvimenningarnir leika sömu mann-
gerðirnar í þeim öllum. Steini er sá mjói og
Olli sá feiti. (Eg kann reyndar ekki nógu vel
við þessi nýju nöfn, hefði kunnað því betur að
kalla þá áfram Gög og Gokke, en hvaö um
það?)
Steini (Stan Laurel) er einfaldur og barns-
legur 1 lund og það sem börnin myndu kalla
innilega fattlaus. Hann á afskaplega erfitt
með að setja hlutina 1 samhengi. Ef kumpán-
arnir ætla að brjótast inn i hús labbar Steini
upp aö útidyrunum og hringir dyrabjöllunni. I
einni kvikmyndinni eru þeir meö geit uppi á
hótelherbergi en það er auðvitaö bannað. Þeir
þurfa að fela geitina áður en þjónninn kemur
og Olli bendir undir rúmiö. Steini skilur ekki
viö hvaö er átt og skríður sjálfur undir rúmiö.
Steini er eins og barnið sem segir í strætis-
vagninum: „Mamma, við skulum tala um
nefið á þessum kalli þegar viö komum heim.”
Olli reynir meö litlum árangri að hafa vit fyr-
ir Steina, eins og þeir fullorðnu fyrir börnun-
um. Hann er dálítill kvennabósi og reynir aö
laöa aö sér dömurnar en það gengur yfirleitt
ekki vel. Steini setur upp einfeldningslegan
undrunarsvip og Olli lítur beint framan 1
myndavélina (áhorfendur) og andvarpar
þungt.
Olli heldur að hann sé sá greindari af þeim
og foringi þeirra og því verður fall hans oft
hátt. Ahorfendur finna til samkenndar með
þeim, þekkja sjálfir mörg svipuð atvik, en
Steini og Olli taka út yfir allt eins og sannir
trúðar og það sem ef til vill er dapurlegt 1
raunveruleikanum verður unaðslega
skemmtilegt í þeirra meðförum þegar þeim
tekst best upp.
Stan Laurel var Englendingur, fæddur 1890.
Hann var sonur leikarahjóna og byrjaði
snemma aö fóta sig á fjölunum. Hann kom
fyrst til Bandaríkjanna með leikflokki 1910 og
aftur 1913, en eftir það settist hann þar aö.
Hann vann sem leikari, hugmyndasmiður og
leikstjóri viö ýmis kvikmyndaver í Hollywood
áöur en leiðir hans og Oliver Hardy lágu sam-
an.
Oliver Hardy fæddist í Atlanta i Georgíu-
fylki Bandaríkjanna 1892. Hann dreymdi um
að verða lögfræðingur en rak kvikmyndahús.
Þannig lá leiö hans í kvikmyndirnar.
Laurel og Hardy hittust fyrst áriö 1926 þegar
Hardy lék þjón í kvikmynd sem Laurel var
aðstoðarleikstjóri við. Framleiðandinn, Hal
Roach, sem var þá í óða önn að koma kvik-
myndaleikflokki sínum, Comedy All Stars, á
laggirnar, fékk þá hugmynd aö láta Laurel
mjóa og Hardy feita leika saman í mynd. Þeir
léku þó saman í 10 myndum í aukahlutverk-
um áður en þeim voru falin aðalhlutverkin.
Rétt er að benda á að allar myndimar (eins
og svo algengt var á þessum árum) voru
stuttar, 20—40 mínútur. Blómatímabil Laurel
og Hardy var á árunum 1928—1935, en eftir
það fór að halla undan fæti. Þeir léku samt
sem áður í mörgum myndum eftir það og
voru alla tíð góðir vinir. Þeir auðguðust ekki á
kvikmyndaleik sínum og sagt er að þeir hafi
ekkert fengið i sinn hlut þegar Hal Roach
seldi sjónvarpsréttinn að myndunum fyrir 750
þúsund dollara árið 1951.
Hardy var tvígiftur. Hann lést í sárri fátækt
árið 1957. Laurel kvæntist fjórum sinnum, þar
af tvisvar sömu konunni. Hann var sá félag-
anna sem var greindari og hugmyndaríkari.
Mörg bestu atriðin í myndum tvístirnisins eru
frá honum komin og framlag hans til sögu
gamanmyndanna er stórt. Arið 1960 fékk
hann sérstök óskarsverðlaun fyrir þennan
þátt sinn og hann lifði aö sjá Laurel og Hardy
rísa úr gleymsku og veröa vinsæla á ný, ekki
síst fyrir tilstuölan sjónvarpsins. Laurel lést
1965.
LS
48 Vikan 8. tbl.