Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 21
„Stóri bróðir fylgist með þér"
„Stóri bróðir fylgist með þér"
um að fylgst var með því né
heldur hvaða upplýsingum lög-
reglan safnaði.
Bílnúmer voru skráö og
athuguö, kannaðir eigendur bíla,
fótgangandi menn eltir, nágrann-
ar hershöfðingjanna athugaðir og
gestir þeirra rannsakaðir, könnuð
atvinna og alltaf þegar minnsti
vafi lék á var maðurinn tekinn
fyrir. Óþekktur maður komst í
lífshættu við hús breska hers-
höföingjans Reynolds. Lögreglu-
mennirnir, sem fylgdust með
húsinu í sjónvarpi, sáu hvernig
hann gekk rannsakandi umhverfis
húsið og stefndi síðan í átt að aðal-
dyrunum. Rétt áður en lögreglan
hugðist ráðast á manninn kom í
ljós aö hann hafði skorsteins-
hreinsun að atvinnu.
Vinir og gestir allra sem bjuggu
á eftirlitssvæðinu urðu tilefni
lögreglurannsókna. Ekki er
kunnugt hve margir voru mynd-
aðir og skráðir með ýmsum
persónulegum upplýsingum í
tölvubanka vestur-þýsku rann-
sóknarlögreglunnar.
Hér var ekki um að ræöa venju-
lega lögreglurannsókn. Menn voru
dæmdir eftir félagslegri hegðun
sinni. Þeir sem á einhvern hátt
sýndu afbrigöilega hegðun voru
athugaöir. Og Heidelberg er ekki
einstakt dæmi. Vestur-þýska
rannsóknarlögreglan hóf vorið
1980 framkvæmd víðtækrar
áætlunar um „járnbrautaleit”.
Byrjað var á því að þjálfa 500
lögreglumenn frá öllum helstu
borgum og hefur þessi áætlun nú
höfuöstöðvar í Hamborg, Frank-
furt, Miinchen og víðar.
Starfsmenn áætlunarinnar eru
samtengdir með síma, fjarritum
og myndasenditækjum. Þeir
fengu einnig aðgang aö sjónvarps-
tökuvélum sem þegar hefur veriö
komið upp víðsvegar á vestur-
þýskum járnbrautastöövum til
eftirlits með umferðinni. En þær
vélar sjást, svo að lögreglumenn-
irnir létu fela myndavélar til að
fólk gæti ekki vikið sér undan
auga vélarinnar.
Tilefnið var ný aðferð rann-
sóknarlögreglunnar við leit að
grunsamlegu fólki. Þýska heitið
„Rasterfahndung” má útleggja
með orðunum „leit eftir flokkun”.
Hún fer þannig fram að lögreglu-
maður velur ákveðna flokka upp-
lýsinga, sem hann lætur tölvu
síðan leita uppi. Til dæmis eru
valdar íbúðir þar sem margir
jafnaldrar búa saman, allir sem
borga rafmagnsreikninga með
reiðufé, allir sem hafa vissa
nærsýni og svo framvegis. Þessi
flokkun skilur kannski eftir
nokkur hundruö manns, sem síðan
eru flokkaðir nánar eftir öðrum
persónueinkennum og eftir eru
þeir sem leitaö er aö — eöa
enginn.
Engin takmörk
Eftirlitskerfinu eru í raun engin
takmörk sett. Svo vitnað sé í orð
Herolds, fyrrverandi yfirmanns
vestur-þýsku rannsóknarlögregl-
unar: „Tölvutæknin gerir tak-
markalausa upplýsingaúrvinnslu
mögulega. Það er hægt að geyma
yfirlit yfir alla ævi einstaklings-
ins, fá lýsingu á honum eins og
hann er í dag, heildarmynd eða
hluta af persónuleikalýsingu, skrá
allt hans atferli, lífshætti og fram-
komu. Það er hægt að fylgjast
með og líta eftir og allar upplýs-
ingarnar verða að eilífu
ógleymdar, alltaf til taks.”
Á járnbrautarstööinni í Frank-
furt fór þessi „leit eftir flokkun”
Fólk gat verið með grunsamlegan
svip__
... keypt grunsamleg dagblöð...
... eða talað við ókunnuga.
fram á nýjum nótum: Með lita-
sjónvarpsvélum var fylgst meö
öllum vegfarendum í því skyni að
finna þá sem keyptu dagblöð sem
gefin eru út í öllu Vestur-Þýska-
landi (hermdarverkamenn eru
taldir tilheyra þeim hópi). Fylgst
var náið með hegðun fólks við
farangursgeymsluhólf, allir
skoðaðir sem skiptu um föt á
salernum, gefinn gaumur að
merkjum sem ungt fólk gaf hvert
öðru. Könnuð var hegðun þúsunda
manna sém höföu ekkert sér til
sakar unnið. Tilgangurinn var að
finna hegðun sem gæti leitt til
grunsemda.
Algjört eftirlit: A vegum ríkis-
ins voru skráðar allar tegundir
hegðunar, þær geymdar og síöan
metnar. Persónuleg, tímabundin
og léttvæg samskipti einstaklings-
ins við annað fólk, við hluti, staöi
eöa jafnvel texta voru tekin á
myndbönd og túlkuð. Þarna var
ráðist inn í einkalíf fólks og
persónufrelsiö skert svo um
munaði.
Innrauð mynd af manni með skot-
vopn í buxunum. Byssan er Irtið eitt
knldari en likaminn.
Skynjari sendi allar hreyfingar á mynd-
segulplötu. Seinna var svo hægt að
skoða bilnúmer og annað.
Alsjálfvirk sjónvarpslert að grunuðum
— hágæðatækni...
Þessi gífurlega aukna vitneskja,
sem ríkið fær meö þessu móti um
einstaklinginn, er ekki óviljandi
afurð tölvualdarinnar. Lögreglu-
yfirvöld hafa þaulhugsaö og lagt
drög að þessu víðtæka eftirlits-
kerfi sem sífellt fer stækkandi.
Sem dæmi má nefna friðsamlega
kröfugöngu 120.000 manna sem
söfnuðust saman í Wiesbaden 14.
nóvember 1981, þegar yfirvöldum
voru afhentar 220.000 undirskriftir
til að mótmæla byggingu stórrar
bílabrautar þar um slóðir.
Allar sjónvarpsmyndavélar
umferðardeildar Wiesbaden-
borgar voru afhentar rannsóknar-
lögreglunni til umráða, þrátt fyrir
að einungis væri lögum sam-
kvæmt heimilt að nota sjónvarps-
kerfið til að stjórna umferðinni.
Ennfremur voru settar upp vélar
og leysigeislakerfi til að fylgjast
meö fundinum í lok göngunnar.
Myndavélarnar voru búnar
aðdráttarlinsum svo að hægt var
að ná andlitsmyndum af hverjum
sem var, jafnvel í þyrlum voru
faldar myndavélar. Hægt var að
fylgjast með hvaöa einstaklingar
töluðu saman og á hvaöa kröfu-
spjöldum þeir héldu.
I þetta skipti var ekki veriö að
leita að hugsanlegum eða þekkt-
um hermdarverkamönnum.
Þarna safnaðist saman fólk sem
nýtti sér stjórnarskrárréttindi til
aö safnast saman með friðsam-
legum hætti. „Faldar sjónvarps-
vélar sér enginn,” segir vestur-
þýska fréttatímaritið Der Spiegel.
„Hægt er að fela þær á bakvið
glugga í háhýsum og fylgjast með
vistarverum, háskólabyggingum,
flugvallarbyggingum, kjarnorku-
verum, samkomustöðum ungl-
inga, fundarsölum, skrifstofum
stjórnmálaflokka, skemmtistöö-
um, torgum og öðrum stöðum.
Síðan er hægt að draga saman
upplýsingar sem er safnað yfir
langt tímabil og búa til yfirlits-
mynd af ákveönum einstaklingi.
Það veröur ekkert einkalíf til ef
Stóri bróðir vill það ekki.”
Innan skamms verður hægt að
gefa tölvum upp andlitsmynd af
einstaklingi og síðan finna sjón-
varpsvélarnar hann á förnum
vegi. Tölvan ber saman fyrir-
myndina og þaö sem sjónvarps-
vélarnar sjá og á fáum sekúndum
er maöurinn fundinn. Frásögn
Der Spiegel lýkur á þessum
oröum:
Síðan er handtakan framkvæmd
af mönnum. > m
8. tbl. Vikan 21