Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 19
og samherjarnir Willy Brandt,
Arthur Koestler og Alfred
Kantorowits bindur Orwell vonir
viö samfylkingar vinstri manna.
Þessar vonir reyndust tálsýn
ein: A sama tíma og lýðveldis-
sinnar, kommúnistar, jafnaðar-
menn og stjórnleysingjar flykkj-
ast til spánska lýðveldisins að
verja það gegn fasistum strá-
drepa kommúnistaleiðtogarnir
alla fyrirliða samherjanna i
POUM. Þetta skeði 16. júní 1937,
mitt í sjálfu borgarastríðinu.
Orwell komst undan. A meðan
hann liggur særður á sjúkrahúsi
berst honum viðvörun, hann flýr,
felur sig í kirkjurústum og heldur
til Frakklands. Hann er — eins og
Brandt og Koestler — áfram jafn-
aöarmaöur. En hann gerist nú —
eins og hinir — harður andstæð-
ingur kommúnista.
Tvær bækur skrifar Orwell til
viðbótar á þessum tíma. Onnur
f jallar um reynslu hans í borgara-
stríðinu á Spáni og í hinni varar
hann við yfirvofandi stríði við
Hitler. Tímaritið „Tribune”, sem
vinstri jafnaðarmenn gefa út í
London, ræður hann sem bók-
menntaritstjóra og ritar hann
fasta þætti í blaðiö.
Arið 1943 skrifar hann bókina
víðfrægu „Animal Farm”. Sögu-
þráðurinn er ekki flókinn: A
breskum bóndabæ gerast þau tíð-
indi að dýrin gera uppsteyt og
reka fólkið á brott. Um leið lýsa
þau yfir jöfnuði allra dýra. Oll
dýrin efna þetta heit nema annar
gölturinn. Hann gerist sjálfskipaö-
ur drottnari allra svínanna og þau
sölsa undir sig völdin á bænum.
Þau læra því næst að ganga á aft-
urfótunum, drekka áfengi og að
lokum aröræna þau hin dýrin á
svívirðilegri hátt en bóndinn hafði
áður gert. Slagorð svínanna er
þetta: „Öll dýr eru jöfn, en sum
eru jafnari en önnur. ”
Það fer ekki milli mála að „Ani-
mal Farm” felur í sér nístandi háð
um Stalín og kommúnista. Af
þeim sökum vill fyrst í stað enginn
taka að sér útgáfuna. Bretar hafa
gert bandalag við Sovétmenn í
stríöinu gegn Hitler. Þegar hillir
undir stríðslok tekur útgefandinn
Fred Warburg að sér að gefa bók-
ina út haustiö 1945 í litlu upplagi,
en það seldist upp á fáum vikum.
Fleiri útgáfur og þýðingar fylgdu í
kjölfarið. I einu vetfangi var
Orwell oröinn sá frægi rithöfundur
sem hann hafði ætíö langaö til að
verða. Tekjurnar af „Animal
Farm” tryggja auk þess efnahag-
Orwell þjáist af berklaveiki.
Konan hans er dáin. Samt byrjar
hann á nýrri bók, sem varar við
„Stóra bróður”.
Sú bók lýsir lífi ósköp venjulegs
manns sem býr i London árið 1984.
Winston Smith er 39 ára gamall,
meðlimur í Einingarflokknum og
starfar hjá „Sannleiksráöuneyt-
inu”. Heima hjá honum er sjón-
varp sem verkar í báöar áttir og
það er ekki hægt að slökkva á því.
Sjónvarpið vekur Smith á morgn-
ana og hvetur hann til að fara á
hatursfundi síödegis, til að bölva
ímynduðum óvinum. „Astarráðu-
neytiö” notar sjónvarpið á hinn
bóginn til að njósna um alla þegn-
ana allan sólarhringinn.
Smith gerir samt sem áður upp-
reisn. Hann byrjar að færa dagbok
(stranglega bannaö), tekur upp
ástarsamband við stúlku eina (af-
brot) og les rit dr. Goldsteins um
gervi-jafnaðarstefnu þá sem felst
í kúgunarkerfi „Stóra bróður”
(dauðasök).
Varúðarráðstafanir Smiths
stoða ekki. I sögu Orwells um árið
1984 tekst þjóðfélagsþegnunum
ekki að fela neitt fyrir ríkisappa-
ratinu. Hugsanalögreglan flettir
ofan af Smith. Hann er handtek-
inn, pyntaður, ljóstrar upp um
vinkonu sína, vísar á bug þeirri
þekkingu sem hann hafði aflað sér
og snýr aftur til „hinna sönnu
fræöa”. Smith hlýtur líflát að
launum.
Orwell skrifar „1984” á rúm-
stokknum. Hann getur aðeins ver-
iö nokkrar klukkustundir á fótum,
læknarnir hvetja hann til að hvíl-
ast og taka jafnvel ritvélina frá
honum um tíma. En hann neyöir
sig til að halda áfram, uppnuminn
af hugsýn sinni.
Aftur verður bók eftir Orwell
metsölubók. Milljónum saman
finna lesendur þar framtíöarsýn
sem þá grunaði og þeir óttast.
Bertrand Russell hefur þessi orð
um Orwell: „Olíkt flestum svo-
nefndum raunsæismönnum eða
hugsjónamönnum gat Orwell
raunverulega gert sér grein fyrir
hlutunum.” Sjálfur samdi Orwell
bókina til að vara viö
kommúnismanum.
En: íhlutun í einkalífið, njósnir
um heimilislíf íbúanna fyrir til-
stilli sífellt fullkomnari tækni, ein-
skorðast síöur en svo viö vald-
níðslustjórnir Austurveldanna. Sú
frásögn sem hér fylgir á eftir syn-
ir aö sams konar ríkiseftirlit
hreiðrar þegar um sig á Vestur-
löndum.
Orwell ætlaði að skrifa enn eina
bók. Hún átti að benda á undan-
komuleiöina. En hann dó áður en
úr því varð af völdum berklaveik-
innar 21. janúar 1950. Síöasta bók-
in hans hefur haft mikil áhrif a
milljónir manna undanfarna þrja
áratugi. Því nær sem áriö 1984
færist þeim mun meir líkist raun-
veruleikinn spádómum Orwells.
„Þótt eitt ár sé eftir til 1984 er öll
tæknin þegar fyrir hendi. Heimur-
inn getur orðið nákvæmlega eins
og sá sem George Orwell lýsti,”
sagði nýlega í leiðara bandaríska
kvikmyndablaðsins „American
Film”. Ritstjórn blaðsins mælir
meö að öllu skólafólki, frá og með
grunnskólanemum, verði kennt að
bera skynbragð á fjölmiðla. „Fjöl-
miölaþekking” verði lögö til jafns
við reikning og lestur.
„Tæknin er fyrir hendi.” Hér
verður lýst kerfi sem vestur-
þýska lögreglan kom sér upp fyrir
tveim árum. Það er ekki laust viö
að hroll setji að manni við aö sjá
hve stutt gæti verið í notkun þessa
alsjáandi kerfis til aö koma til
dæmis upp um „svipglæpi” eins
og þá sem Orwell lýsti.
Að gefnu tilefni
Vestur-þýska rannsóknar-
lögreglan hafði ærið tilefni til að
koma upp eftirliti meö NATO-
hershöföingjum í landinu. Ymsar
upplýsingar bentu til þess haustiö
1980 að RAF-hópurinn hygðist
myrða einhvern af þessum hers-
höföingjum. Það kom í ljós að
grunsemdirnar voru réttmætar.
15. september 1981 var skotið
skriðdrekasprengju að bíl banda-
ríska hershöfðingjans Kroesen,
þegar hann var á leiö frá heimili
sínu. Sprengjan hitti afturhluta
brynvarins bílsins og kastaðist
burt án þess aö saka þennan yfir-
hershöföingja bandaríska her-
aflansíEvrópu.
I leyndarskjali vestur-þýsku
rannsóknarlögreglunnar segir
Zabel, yfirmaður leitardeildar-
innar, 8. janúarl981:
„Risavaxiö andlit, meir en einn
metri á breidd. Þetta var fjörutíu og
fimm ára karlmaður — stórskoriö,
myndarlegt andlit og áberandi, svart
yfirskegg. ... alls staðar þar sem yfir-
sýn var góð skimaði þetta andlit um
allt.” Með andlitinu stóðu alltaf þessi
orð: „Stóribróðir fylgistmeð þér.”
„Á almannafæri eða í námunda við
sjónvarpsskerm var stórhættulegt að
láta hugann reika. Minnsta feilspor gat
komið upp um mann. Ósjálfráð
hreyfing, ómeðvitaður kvíðasvipur,
jafnvel muldur í eigin barm — allt gat
orðið vísbending um frávik, það að
maður hefði eitthvað að fela. Óviðeig-
andi svipbrigði voru refsiverð (svo sem
undrunarsvipur, þegar sigrar voru
tilkynntir). Nýmálið átti jafnvel orð
um slík afbrot: þau nefndust
SVIPGLÆPIR.”
— George Orwell, 1984
Svipglæpir
itóri bróöir fylgist með þér" o ,S óri bróðir fylgist með þér"
8. tbl. Vikan 19