Vikan


Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 27

Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 27
Umsjón: Sigurjón Jóhannsson W LJOSMYNDABLAÐ í síðasta Ijósmyndablaöi féll niður nánari skýring á því hvernig viö ætlum aö dæma Úrvalsmyndirnar og því varö frásögnin dálítið snubbótt. Víö leggjum n atriöi til grundvallar dómnum og gefum frá 1—5 fyrir hvert atriöi, þannig aö lægsta tala gæti oróið 11 en sú hæsta 55. Þær myndir sem hljóta stig á bilinu 30—35 hljóta aö teljast góöar og myndir sem fá hærri stig mjög góöar. Auövitaó veröur okkur vandi á höndum aö vera fyllilega réttlátir, en viö munum gera okkar besta. Veriö óhrædd viö aö senda okkur myndir því aó ef þær eru ekki nógu góöar aö okkar mati sendum viö skoðun okkar til ykkar persónu- lega en komum ekki til meö aö birta myndir sem viö teljum allt til foráttu. Hvernig dæmum viö ÚRVALS- MYNDIRNAR? Fjórar Ijósmynda- sýningar í byrjun árs Hér fyrir neöan er nán- ari útlistun á þeim hugtök- um sem viö komum til meö aö dæma myndirnar út frá: FRUMLEIKI: Er myndin gædd ferskleika eða frum- leika, eða ert þú að eltast við gamlar hugmyndir og feta troðnar slóðir? ÁHRIFAMÁTTUR: Vekur mýndin forvitni eða frekari áhuga á fyrirmyndinni? Eru það listræn/skáldleg tök sem vekja áhugann eöa eitthvað annað? TÚLKUN MYNDARINNAR: Hér kann að vera vandasamt að dæma um hvort fyrirmynd- inni eru gerð góð skil eöa ekki. Fyrirmyndin kann í raun að vera mun áhugaverðari en túlkunin gefur til kynna. BOÐSKAPUR — FRÁSÖGN: Hefur myndin einhvern boðskap, eitthvað sem ýtir við tilfinningum þínum eöa skoðunum (stikkorð: reiði, gleði, rómantík, trú, efi, hræösla, hryllingur)? DÝPT — PERSPEKTÍV: Hér kann að skipta máli samspil forgrunns og bakgrunns, hvort línur í myndinni undirstrika aðalatriði eða draga athygli frá þeim. Hvort myndin andar af ró og dýpt. FORM MYNDFLATAR: Er gott samræmi/samspil í myndfletinum? Eru aðalform- in í góðu jafnvægi eöa er myndin ruglingsleg og í ójafn- vægi?Hér spila vissulega inn í notkun grátóna í sv/hv mynd- um og notkun litanna í lit- myndum. LÝSING: Það getur aukið áhrifamátt myndar, eða dreg- ið úr honum, hvernig Ijósið er notað (dagsljós eöa leiftur- Ijós). Röng lýsing, of sterk eða of veik, getur eyðilagt annars áhugaverða mynd. SAMSPIL TÓNA OG LITA: Það skiptir verulegu máli hvernig þú notar grátónaskal- ann í sv/hv myndum, hvort myndin er „flöt" og muskuleg eða hið gagnstæða. Sama gild- ir um meðferð litanna í lit- myndum. SKERPA (TÆKNILEG): Er myndin skörp eða óskörp, viröist filman oflýst eða undir- lýst, yfirframkölluð eða undir- framkölluð? Eru kornin of gróf? SKURÐUR: Hefurðu útilokað aukaatriði í myndinni eða gert allt til að draga fram aðal- atriði myndarinnar? Mundi myndín batna við öðruvísi skurð? TÆKNILEGUR FRÁGANG- UR: Endanlegur frágangur skiptir miklu. Er glansinn góður? Hefur þurrkunin tekist vel? Eru nokkrir blettir eöa rispur sjáanlegar? Eru mynd- irnar vel merktar og frágang- ur að öðru leyti góður? Þeir sem hafa áhuga á Ijós- myndasýningum þurfa ekki að kvarta um þessar mundir því að á stuttum tíma, í janúar- og febrú- armánuði, voru opnaöar fjórar Ijósmyndasýningar. Sú fyrsta, Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo 82, stóð í 3 vikur í Lístasafni alþýöu, en á sama tíma var opnuð I jósmyndasýning í Nor- ræna húsinu þar sem tveir Norð- menn sýndu verk sín. Þeir tóku myndir sínar niður og héldu af landi brott áður en almenningi gafst ráðrúm til að skoða sýning- una. Ástæðan hefur verið rakin í dagblöðum og er samúö mín með stjórnendum Norræna hússins sem auðvitað eiga að hafa síðasta orðið um það hvers konar sýning- ar eru settar þar upp á veggi. Þar sem þessi þáttur er unninn fram í tímann verður 30 ára af- mælissýning áhugaljósmyndara, með þátttöku erlendra aðila, liðin þegar þetta blaö kemur út og get- um við því ekki annað en vænst þess að sú sýning hafi gengiö aö óskum. Nú í lok mánaðarins opna Samtök fréttaljósmyndara sýn- ingu á Kjarvalsstöðum, en þeir hafa áður sýnt í Norræna húsinu við góðar undirtektir. Fréttaljós- myndarar okkar hafa að undan- förnu sýnt samstööu og dugnað sem mætti vera meiri meðal þeirra sem fást við Ijósmyndun. Þeir ætla að krydda sýninguna með fyrirlestrahaldi og tónlistar- flutningi. Þetta er sama þróun og er að gerast í nágrannalöndum okkar og þóttu það tíðindi í Noregí nú í ársbyrjun að Kunstnerens Hus, sem er samsvarandi Kjarvals- stöðum hér, hleypti í fyrsta skipti inn í sali sína Ijósmyndara með einkasýningu. Það er kona að nafni Henny Líe sem varð þessa heiöurs aönjótandi, en hún hefur vakið á sér mikla athygli fyrir skemmtileg og frjó vinnubrögð í lifmyndum. SJ 8. tbl. Víkan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.