Vikan - 22.09.1983, Side 2
_________________________í þessari Viku
0 ■
VIKM
38. tbl. — 45. árg. 22. sept. 1983. — Verð 75 kr.
GREINAR OGVIÐTÖL:_______________________________
4 Maraþonhlaup og glerlist fara ótrúlega vel saman.
— Viðtal við Ingunni Benediktsdóttur.__________
8 Andrés og andaborgin.________________________
14 Braggatímabiliö í sögu Reykjavíkur, III hluti.
20 Það er ekki hægt að bera saman að dansa og að
semja dans. — Viötal við Hlíf Svavarsdóttur.
SÖGUR:_______________________________________
24 Tréfótur skipstj órans — smásaga._________
40 Fimm mínútur með Willy Breinholst: Gráu hárin.
42 Framhaldssagan: Stjúpan, 8. hluti.
27-38 LJÖSMYNDABLAÐIÐ.
ÝMISLEGT:________________________________
12 Gamli rauði sófinn sem varð heimsfrægur.
13 Tatum O’Neal.________________________
26 Plakat: Ullarkanína.__________________
49 Eldhús Vikunnar: Ravíólí og lasanja.
51 Draumar.______________________________
62 Pósturinn.
VIKAN. Útgafandi: Frjóls fjölmifllun hf. Ritstjóri: Sigurflur Hreiflar Hreiflarsson. Ritstjórnar-
fulltrúi: Hrafnhildur Sveinsdóttir. Blaflamenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Árni Daniel
Júlíusson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurflsson, Þórey Einarsdóttir. Útlits-
toiknari: Sigrún Harflardóttir. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurflsson.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 33, sími 27022. AUGLÝSINGAR. Geir R. Andersen, simi 85320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, simi 27022, pósthólf 533. Verfl í lausasölu 75 kr.
Áskriftarverfl 250 kr. ó mónufli, 700 kr. 13 tölublöfl órsfjórðungslega efla 1.450 kr. fyrir 26 blöð
hólfsórsloga. Áskriftarverfl greiflist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ógúst.
Askrift i Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Um málefni neytenda er fjallað i samráði við Neytendasamtökin.
Forsíðan:
Ingunn Benediktsdóttir gler-
listamaður er fjölhæf kona og
leggur stund ó svo óskyld
áhugamál sem glerlist og mara-
þonhlaup. Við erum með viðtal
við hana inni i blaðinu, auk þess
sem hún skreytir forsíðuna hjá
okkur þar sem hún situr heima i
eldhúsinu sínu.
Ljósm. RagnarTh. Sigurðsson.
í þessari Viku birtum við brandara
frá Böðvari Jónssyni í Njarðvík. Hann
er verðlaunahafinn að þessu sinni og
fær næstu fjórar Vikur heimsendar.
Hér er skammturinn:
Maður nokkur beið eftir lyftu í
fjölbýlishúsi og þegar hún kom
niður var í henni ung kona og
sagði glettnislega við manninn:
Ert þú nokkuð á leið til mín?
Nei, nei, svaraði maðurinn um
hæl. Ég er að fara upp á aðra.
Hafnfirðingurinn kom inn í
verslunina í þriðja skiptið á einni
viku til að kaupa batterí í útvarpið
sitt.
Hvað er þetta, maður? spurði
kaupmaðurinn. Slekkurðu aldrei á
tækinu? Ha, ég? Gera þeir það
ekki alltaf niöri í útvarpi?
Hafnfirðingur kom inn í
magasín erlendis þar sem rúllu-
stigar voru upp á aðra hæð. Þegar
hann ætlaði upp rak hann augun í
skilti þar sem stóð: Haldið á
hundum.
Það tók Hafnfirðinginn tvo tima
að finna hund.
Fótboltaliö FH er á leiðinni
heim eftir tapaðan leik og þjálfar-
inn rífst og skammast. — Þetta
gengur ekki. Við verðum aö byrja
á nýjan leik. Hann beygir sig nið-
ur, tekur bolta upp úr töskunni og
segir: Þetta er bolti eða fótbolti.
Úr aftursæti rútunnar kemur
skræk rödd: Ekki svona hratt,
maður.
Hani nokkur velti strútseggi inn
í hænsnabú, kallaði allar hænurn-
ar saman og sagði: Ég er ekki að
setja út á neitt en mér fannst rétt
að sýna ykkur framleiðsluna á
öðrum stöðum en hér.
Ungur maður kom þjótandi inn
á bensínstöð og heimtaði fimm
lítra af bensíni á brúsa sem hann
hafði meðferðis, í einum grænum.
Um leiö og brúsinn var fullur henti
hann hundraökalli í búðarmann-
inn og hljóp aftur að ökutæki sínu.
— Það var brunabíll í útkalli.
Karótína heiðursskáti
Eftir að Karólína
Mónakóprinsessa tók við
skyldum móður sinnar í
litla dvergríkinu hefur
henni gefist lítill timi til
að klæðast venjulegum
hversdagsfötum og
slappa af í faðmi nátt-
úrunnar. Hún tók því
boði stúlknaskátanna í
Mónakó fegins hendi
þegar þeir buðu henni að
vera heiðursskáti á skáta-
móti sem haldið var
nálægt París á dögunum.
Hún og 56 aðrir skátar
slógu upp tjöldum og
lifðu útilegulífi í vikutíma.
Karólína var skáti þar til
hún varð fimmtán ára og
sagði: ,,Þetta var alveg
eins og að fara tólf ár aft-
ur í tímann. Því miður gat
ég ekki verið lengur því
skyldurnar kölluðu."
Karólína varð að kveðja
bæði skátastúlkurnar og
búninginn því stuttu
seinna mætti hún veislu-
klædd við hlið bróður síns
á hinn árlega Rauða
kross dansleik í Mónakó!
Z Víkan 38. tbl.