Vikan


Vikan - 22.09.1983, Side 7

Vikan - 22.09.1983, Side 7
því aö ég er svo óþolinmóð aö eðlisfari að ég verð alltaf að sjá árangur af því sem ég er að gera. I kennslustarfinu getur maður lagt sig allan fram. Mér finnst ég vera nokkuð vel undirbúin og að krakkarnir eigi að taka vel á móti því sem ég er að segja. En svo leggur maður fyrir þau verkefni og þá gapa þau bara og hafa ekk- ert tekið eftir. Það eru svo mikil vonbrigöi. Þá finnst mér gott að hlaupa úr mér vonda skapið, oft fæ ég þá góðar hugmyndir í sam- bandi við glerið eöa ég tala við sjálfa mig á frönsku. Þetta harmonerar því allt mjög vel. Ég ætla að vera með fáa hluti á sýningunni í Norræna húsinu og nýta mér þessa glugga sem eru til. staðar, ekki vera að hrúga þangaö öllu sem ég hef gert í gegnum ár- in. Ég verð með nokkra spegla og og þótt það hljómi einkennilega þá var það eiginlega þessi svokallaða vaxtarrækt sem kom þeirri hug- mynd af stað. Ég er mikið fyrir heilsurækt en mér finnst vaxtarræktin vera komin út í algjörar öfgar. Þegar fólk er farið að standa tímunum saman fyrir framan spegil og hnykla vöðvana finnst mér það bera vott um svo mikla hnignun og sjálfsdýrkun að mér finnst það óhuggulegt. Eg hugsaði því með mér að í stað þess að vera alltaf að horfa á sjálfan sig í speglinum þá væri vit í því að horfa á eitthvað fallegt. Svo ég fléttaði inn í spegil- inn dálitlu augnayndi. Þá geta all- ir fundiö pínulítinn blett til að kíkja á sjálfan sig en geta um leið notið listrænnar fegurðar. Svo er bara að sjá hvort fólki fellur þetta velígeð!” ,,Það er svo gaman að steinda glerinu því að aðferðin sem er notuð er svo frumstæð, eiginlega sú sama og notuð var á miðöldum. Þetta er allt handgert. Glerið er munnblásið, skorið í höndun- um, blýlagt I höndunum og lóðað saman í höndunum. Aðrar aðferðir hafa bara einfaldlega ekki nýst eins vel. ” SlSiffi

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.