Vikan - 22.09.1983, Page 13
Litla stelpan hans
Ryan O'Neal er orðin stór
- ekkert ofboðslega stór
en nógu stór til að vera
talin kona með mönnum.
Þegar hún lætur mynda
sig með „konuhatt" er
haft á orði að hún sé ekk-
ert ósvipuð Fassbinder-
stjörnunni Hönnu
Schygulla. En sjálf hefur
hún eitt og annað um
sjálfa sig að segja:
„Ég hef áhuga á að
koma til Evrópu, ferðast
þar um í fríinu, en í eðli
minu er ég fyrst og
fremst Kaliforníubúi. Ég
er ekkert hrifin af lofts
laginu þarna í Evrópu, þar
er allt of kalt og hrá-
slagalegt. (Hvað skyldi
hún segja um ísland,
blessuð stelpan?)
Ég lifi og dafna í
sóiinni. Sólin er ein af
meginástæðunum fyrir
því hvað ég þrífst vel í
Kaliforníu."
Tatum er umhugað um
aó vera ekki talin litla
stelpan úr Paper Moon
lengur og ekki sættir hún
sig heldur við þann
orðróm að hún búi núna
hjá mömmu sinni. Sagan
hefur sjáifsagt orðið vin
sæl af því að hún þótti
hugljúf, sagan af litlu
stúlkunni hans pabba
síns sem skammaði flest-
ar vinkonur hans og fór
seinast heim til mömmu.
Tatum leiðréttir söguna
og segist búa ein með
sjálfri sér. Hún stundar
Jane Fonda leikfimi af
miklum móð eftir
videospólu og er
einlægur aðdáandi Diönu
Bretaprinsessu.
„Ég vonast til þess að
fá fleiri fullorðinshlut-
verk í framtíðinni. Mig
langar að vinna með góð-
um leikstjórum og ég
ætla að reyna að blanda
námi og vinnu hæfilega
saman á næstunni."
19 ára og rétt að verða
tvítug dama afneitar
Tatum æringjanum í sér,
en kannski verður hún
einhvern tíma nógu
gömul til að finna hann
aftur.
38. tbl. Vlkan 13