Vikan


Vikan - 22.09.1983, Síða 14

Vikan - 22.09.1983, Síða 14
Þessar tvœr myndir eru teknar þar sem Herskólakampurinn stóð, meðfram um muna áreiðanlega eftir bragganum með ,.bíslaginu" sem er hór fremst á Suðurlandsbrautinni. Þetta hverfi hefur eins og öll hin skipt mjög um svip, mynd Stefáns Nikulássonar og stóð alveg niðri við Suðurlandsbraut. en þeir sem oft áttu leið um Suðurlandsbrautina áratugina tvo frá striðslok- BRAGGABYGGÐ í REYKJAVÍK — tímabi! sem aldrei kemur aftur Með þeim viðtölum sem hér birtast lýkur þessari úttekt sem Fríða Björnsdóttir gerði fyrir Vikuna á braggatímabil- inu í sögu Reykjavíkur. Þess hefur orðið vart að lesendum hafa þótt þessi viðtöl og frásagnir forvitnileg og þá ekki síður myndirnar sem fylgt hafa. Raunar er það svo að erfiðara reyndist að hafa uppi á myndum af braggabyggð í Reykjavík en við bjuggumst við. Fyrirfram töldum við víst að til væri mikill fjöldi af þeim í skjalasafni Reykjavíkur eða á minjasafni borgarinnar, Hann hefur óteljandi innbrot á samviskunni. — Hann á íslandsmet i innbrotum . . . Jón er Reykvíkingur, alinn upp i braggahverfi í Reykjavík. . . Svona hófst grein í blaði nú í vor og vera kann að þessi orð hafi vakið furðu sumra, ýft upp gamlar sársaukatilfinningar hjá öðrum, hneykslun og fordæmingu hjá enn öðrum . . . við hverju var að búast úr því að hann var úr bragga? En einhverjir hafa þó lesið þetta án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að það gæti skipt máli, að einhverra mati, að Jón Jónsson væri úr bragga eða bara úr Laugarásnum eða utan úr Arnarnesi. Hvað var líka braggi? Varla gat það hafa skipt sköpum um velgengni hans ílífinu, eða hvað? Eitt sinn bjuggu þúsundir Reykvikinga i bröggum. Þetta fólk hafði i neyð sinni orðið að flytjast inn í herskálana sem breskir og bandarískir hermenn höfðu reist hér á stríðsárun- um. í Reykjavík -.ar nánast ekkert leiguhúsnæði að fá og þegar bæjaryfirvöld opnuðu braggana fyrir bæjarbúum fluttust þeir þangað inn. Þeir áttu ekki annarra kosta völ, margir hverjir. Árbæjarsafni. Svo reyndist þó ekki.vera. En með því að maður spurði mann tókst að hafa uppi á þeim myndum sem hér hafa birst í síðustu blöðum, og flestar þeirra eru úr safni Stefáns Nikulássonar sem hefur verið iðinn við myndatökur og haldið safni sínu vel til haga. Vikan kann Stefáni, og öðrum þeim sem iögðu hönd á plóginn við að gera þetta efni myndarlega úr garði, innileg- ar þakkir fyrir hjálpina. Við íslendingar höfum löngum talið okkur frjálslynt og ekki síður umburðarlynt fólk. Við fordæmum kynþáttahat- ur og misrétti hjá öðrum þjóðum og þykjumst ekki skilja orðið stéttaskipting. En hvernig má það vera að þeir sem af- neita þessu þrennu hafi einhvern tíma getað hugsað sem svo: Hann var alinn upp í bragga . . . og við hverju var að búast? En er það kannski bara imyndun að fó/k hafi goldið þess að það neyddist til að búa í bröggum einhvern hluta ævinnar? Nei! Börn urðu fyrir aðkasti í skólum, skólamenn jafnvel bentu þeim á að það væri ekki fyrirþau að leggja út í langskólanám. Það væri ekki við hæfi. Fólk, sem sleit barnsskónum í braggahverfum, leið svo mikið fyrir það að enn þann dag i dag treystir það sér ekki tilað rifja upp árin i bragganum. Og þótt það treysti sér til þess sjálft eru ættingjar eða venslafólk sem ekkigetur eða villláta tala um þennan tíma og því er ekki um hann rætt. 14 Vikan 38. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.