Vikan - 22.09.1983, Síða 15
BRAGGATIMABILIÐ I
SÖGU REYKJAVÍKUR
III hluti
texti: fríða björnsdóttir
Hér hlúir faðir að barni sinu i vagni utan við bragga í mars 1947. Hefur þetta
barn goldið þess í umtali og áiiti að borgin var þess vanbúin að taka við öll-
um þeim fjölda fólks sem flutti ,,á mölina" eftir striðið?
ÞAD FER ALLTAF
SLÆMT ORÐ AF
FÁTÆKRAHVERFUM
Þeir sem sökina eiga þvo hendur sínar og klína
skömminni á fórnarlambið
- RÆTT VIÐ ÞÓRUNNI MAGNÚSDÓTTUR, FORMANN SAMTAKA HERSKÁLABÚA,
OG GUÐRÚNU JÖNSDÓTTUR, RITARA SAMTAKANNA
Næsta sunnudag á eftir, 28.
nóvember, var aftur haldinn fund-
ur og þá í húsakynnum Fæöis-
kaupendafélags Reykjavíkur í
Camp Knox. Þá voru mættir full-
trúar úr öðrum braggahverfum og
á þessum fundi litu dagsins ljós
Samtök herskálabúa sem störfuöu
af miklum krafti allt fram til 6.
apríl 1960 þegar félaginu var
formlega slitið.
En til hvers var verið aö stofna
þessi samtök? Var einhver þörf
fyrir þau og geröu þau eitthvert
gagn þann tíma sem þau störf-
uðu? Um þetta spurðum við Þór-
unni Magnúsdóttur, formann sam-
takanna, og Guðrúnu Jónsdóttur,
sem var ritari þeirra og gjaldkeri
um skeið, en báðar þessar konur
Sunnudag einn seint í nóvember árið 1953
komu tíu manns saman til fundar í bragga í Camp
Knox í Reykjavík. Fundarmenn bjuggu allir í her-
skálahverfum en til fundarins hafði boðað Þórunn
Magnúsdóttir og var hann haldinn á heimili henn-
ar. Umræðuefnið var möguleiki á stofnun samtaka
sem hefðu það markmið að berjast fyrir byggingu
mannsæmandi íbúða handa þeim sem byggju í
bröggum og bættri aðbúð fólks þar á meðan þeir
enn væru við lýði.
bjuggu mörg ár í bröggum og geta
því vel lýst lífinu þar og afstöðu
fólks til braggabúanna.
Fólk hafði ekki
mikla trú á að sam-
staða næðist
— Áttir þú hugmyndina að
stofnun samtakanna? spyrjum við
Þórunni.
„Ætli megi ekki segja það. Það
var þó satt að segja ekki mikil trú
á því hjá neinum að hægt væri að
ná samstöðu um þetta, en mér
fannst um talsvert mikið vanda-
mál að ræöa og óhjákvæmilegt
annað en reyna að skapa ein-
hverja samstöðu og efna til sam-
eiginlegs átaks til að vekja áhuga
38. tbl. Vikan 15