Vikan - 22.09.1983, Síða 18
en það fékk varanlegt húsnæði.
Þannig varö þetta nánast píslar-
ganga hjá fólkinu. Og þaö sem
meira var, það sem olli því aö
braggarnir lögðust af og voru rifn-
ir var kannski ekki áhugi af hálfu
borgaryfirvalda á að útrýma
heilsuspillandi húsnæði heldur
ásókn byggingaraðila í lóöir innan
bæjarins, en eins og viö vitum
voru flestir kamparnir innanbæj-
ar. Það var hagsmunamál borgar-
innar að nýta betur bæjarlandiö.
Augljóst dæmi um þetta eru blokk-
irnar sem risu þar sem Camp
Knox stóö og hin eftirsóttu bygg-
ingarsvæði þar sem Þórodds-
staöakampurinn var, einnig lóð-
irnar viö Háteigsveginn og iðn-
aöarlóðirnar þar sem Múlakamp-
ur og Herskólakampur voru.”
Þórunn Magnúsdóttir sagði í
framsöguræðunni, sem hún hélt á
ráðstefnunni um útrýmingu
braggahverfanna í borginni, að ís-
lendingar hefðu áður sýnt að þeir
gætu lyft grettistökum ef þeir
stæðu saman, um það bæri vitni
útrýming holdsveikinnar, sig-
urinn yfir berklaveikinni og slysa-
varnarstarfiö. Næsta stórátak
væri að útrýma braggaíbúðunum.
Það mál væri ekki sérmál her-
skálabúanna sjáifra heldur mál
allrar þjóðarinnar.
Bröggunum og braggahverfun-
um hefur verið útrýmt en ekki eru
allir sammála um hvort dvölin í
þessum íbúöum, ef íbúöir skyldi
kalla, hafi ekki skilið eftir sig ein-
hver sár sem tíminn einn getur
læknað. Þeir sem þekktu vel til
fólksins í braggahverfunum vita
þó að foreldrar lögðu hart aö sér
til þess aö börnin sem ólust upp í
bröggunum fengju ekki síöri
menntun en jafnaldrar þeirra. Al-
mennur hreyfanleiki á milli stétta
og hreyfanleiki í búsetu lands-
manna hefur komið í veg fyrir aö
börnin úr bröggunum yrðu varan-
lega merktur hópur.
Fannst ég hafa
„pottbotn fyrir himin"
- SEGIR ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR
SAGNFRÆÐINGUR SEM VAR FOR-
MAÐUR SAMTAKA HERSKÁLABÚA OG
FRUMKVÖÐULL AÐ STOFNUN SAMTAK-
ANNA
Og Þórunn heldur áfram: „Okk-
ur sem fluttum inn í þessa bragga
fljótlega eftir að hermenn höföu
verið í þeim var dálítið fast í huga
að þetta voru ekki íbúðir fyrir Is-
lendinga — ekki fjölskylduíbúðir
— heldur herbúðir. Þetta hafði sín
áhrif. Braggarnir minntu á allt
mögulegt annað en venjulegt
íbúðarhúsnæöi. Margir þeirra
voru ákaflega dimmir enda glugg-
arnir litlir. Ég man að þegar ég
flutti þarna inn sumarið 1951 var
ákaflega sólrík tíð. Það var
glampandi sóJ þegar veriö var að
bera húsgögnin inn en þegar inn
var komið í þetta gímald var eins
og maöur væri kominn ofan í jörð-
ina. Þetta voru ákaflega erfiöar
stundir.
Ég bjó í heilum bragga, mjög
stórum og rúmgóöum, en venju-
legast voru tvær íbúðir í hverjum
bragga. Fyrir framan minn
bragga og tvo aðra var timbur-
skáli og var þar gengiö inn í þá
alla. Ég man vel hvernig fyrstu
dagarnir og næturnar voru og það
hefur áreiðanlega veriö svipað hjá
mörgum öörum. Mér féllust alveg
hendur við að búa um mig þarna.
Veggirnir voru engir, heldur bog-
ar niður í gólf, nema reyndar í
fremri stofunni. Þar voru viðar-
þiljur sem höföu verið þar frá upp-
hafi. Einhvern veginn var það svo
aö manni fannst ekki hægt að
koma húsgögnum neinn veginn
upp frásögn ömmu minnar sem
tengdist því aö ótrú hafði veriö á
því að beygja sig yfir pott eða
súpa af pottbarmi á þeim tíma
sem mjólk var flóuð í pottum og
fólk lítt haldið af mat. Amma
inlega vera í sporum þessarar
konu, sem potturinn hafði verið
borinn yfir, og að ég hefði „pott-
botn fyrir himin”.
Maður bjó þarna leigufrítt en
kyndingarkostnaöurinn var svo
gífurlegur að það var á borö viö
leigu á venjulegri íbúð. Oft á tíð-
um var kyndingin enn dýrari en
þótt búið hefði verið í leiguíbúð.
Og svo var þetta alltaf þvingun,”
segir Þórunn.
„Ég innritaði mig í byggingafé-
lag en þar losnuðu aðeins tveggja
herbergja íbúðir og það nægði mér
ekki með fjögur börn, og það
fimmta átti eftir að bætast viö eft-
ir að ég fór úr bragganum. Það
var veturinn 1958.
Annars finnst mér þaö sem
skáld og rithöfundar hafa verið að
skrifa um braggabúa mjög svo
misvísandi. Og orðróm um að
drykkjuskapur hafi verið meiri í
bröggum en annars staðar tel ég
eiga viö lítil rök að styðjast. Við
lifðum þarna fyrir opnum tjöld-
um, líkast því að vera á tjaldstæði.
Ef einhvers staöar voru læti í stór-
um kampi hljómuðu þau út yfir
allt. Þá var erfitt að greina hvort
heimamenn framleiddu hávaðann
,,Það var tilgangslítið á þessum tíma fyrir fólk
með stóran barnahóp að leita sér að leiguhúsnæði.
Háar fyrirframgreiðslur voru farnar að tíðkast fyrir
1950 og við þær réð barnafólk ekki, ’ ’ segir Þórunn
Magnúsdóttir, sagnfræðingur og kennari, sem
eitt sinn var formaður Samtaka herskálabúa. ,,Ég
bjó í Camp Knox, í bragga sem áður hafði verið
samkomuhús.”
fyrir í þessu ólögulega húsnæði. haföi þekkt gamla konu sem háði
Ekki var hægt að láta rúm barn- langt dauðastríð og haföi sagt
anna standa við útveggi og inn- henni að hún væri hrædd um að
veggir voru ekki margir þegar allt hún gæti ekki dáið af því að hún
var svona á lengdina. hafði hvolft potti yfir sig. Baö hún
Fyrstu nóttina sem ég var þarna ömmu aö sjá til þess að borinn
lá ég andvaka og horfði upp í yrði yfir sig pottur ef hún ætti erf-
þessa hvelfingu. Þá fór ég að rifja itt dauðastríð. Mér fannst ég eig-
18 Vikan 38. tbl.