Vikan


Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 19

Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 19
eöa hvort einhver aðvífandi var kominn í braggahverfi til aö sletta þar úr klaufunum. Viö vorum því mjög undir smásjá umhverfisins. Ég vil þó nota tækifærið til aö þakka næstu nágrönnum okkar, í Blátúni, Sauðageröi og Skálholti, fyrir góöan grannskap. Þarna bjó gott fólk sem hefur eflaust verið ami aö bröggunum en þaö amaðist aldrei við fólkinu sem í þeim bjó.” Svipmynd frá Camp Knox kringum 1960. Um það leyti var mjög farið að fœkka bröggum i Reykjavik. Eins og myndin ber með sér var ekki þð frekar en endranœr gert mikið til að þokka til í kringum þá eða gera þá i sjálfu sér aðlaðandi mannabústaði. Olnbogabörn voru braggarnir frá upphafi og fáir söknuðu þeirra er þeir voru horfnir. En vissulega voru þeir tákn ákveðins tíma i sögu borgarinnar. Ljósm. Stefán Nikulásson. Fékk braggann aðeins vegna þess að ég áttí von á barni GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, FULLTRÚI HJÁ STARFSMANNA- FÉLAGI RÍKISSTOFNANA: „Mér leist ekkert illa á aö flytja í braggann en þaö var aldeilis ekki auðhlaupið að fá hann leigðan. Viö þurftum aö ganga frá einum til annars, en þaö var húsaleigu- nefnd borgarinnar sem leigöi út braggana. Þetta haföist ekki fyrr en eftir langan tíma og þaö var vegna þess aö ég átti von á barni. Annars heföi ég ekki fengið bragg- ann, svo mikil var eftirspurnin.” Guörún flutti inn í Selby-bragg- ann í nóvemberbyrjun 1945, en önnur fjölskylda haföi búiö í hon- um áður. „Borgin átti braggann sjálfan en innréttinguna varö að kaupa og fyrir hana greiddum viö 1975 krón- ur. Selby-kampur var inni í Soga- mýri og bragginn, sem ég bjó í, stóö þar sem Hlíöargerði 25 stend- ur í dag. Þarna voru fjórir bragg- ar neöst í brekkunni en svo voru nokkrir fleiri ofar. Þetta var frek- ar lítill kampur en sjálfsagt hafa þó braggarnir verið einir 20 tals- ins. Ég haföi skrifað mig í Bygg- var skrifuð niður og þangaö til ég fékk íbúö. Viö vorum þarna í 9 ár en viö hjónin skildum eftir fimm og hálft ár svo aö ég var ein meö strákinn í nokkur ár. Svo fékk ég leigða aðra ibúð áöur en ég komst í verkamannabústaðina. ” — Var slæmt að búa í braggan- um? „Nei, alls ekki. Það var hægt að hafa þetta reglulega gott og þaö ,,Það var enga íbúð að fá í Reykjavík. Kunningi mannsins míns, sem bjó í bragga, benti okkur þá á að hálfur braggi væri laus í Selby-kampi og við fórum að athuga málið.” Sú sem þetta mælir er Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi á skrifstofu Starfs- mannafélags ríkisstofnana. Hún starfaði lengi í Samtökum herskálabúa, bæði sem ritari og gjald- keri, og segir okkur hér svolítið frá kynnum sínum af herskálabúskapnum. ingafélag verkamanna og var bú- in aö bíða ein sex ár þegar þetta var og bjóst viö íbúð á hverri stundu. En þaö liðu 17 ár frá því ég var hægt aö kynda mjög vel. Við vorum fyrst meö kolaofn en létum svo setja upp einn af þessum stóru olíuofnum, hermannaofn, eöa hvaö þeir voru nú kallaðir. Bragg- inn okkar, sem var eins og ég sagöi aöeins hálfur braggi, var ein stofa og lítiö svefnherbergi, gang- ur og eldhús. Þetta voru vel byggðir braggar. Tiinburgólfið og járniö gott, sem var óvanalegt. En braggarnir voru auövitaö mjög misjafnir. Þarna var þó hvorki vatn né skolplögn fyrsta áriö. Fólkið í þessum fjórum bröggum, sem stóðu saman viö Sogaveginn, tók sig svo saman og lagði vatns- og skolplögnina. Klósettið var þó ekki fært inn því aö þaö var ekkert pláss fyrir þaö. Kamrarnir voru nokkuð langt í burtu í byrjun en síðar færði bærinn þá á milli bragganna. Þaö var til mikilla bóta. Ég man líka eftir því aö einu sinni lét bærinn setja nýja útidyra- hurö og laga glugga, annaö var ekki lagfært af hans hálfu. Þetta var ágætt,” segir Guörún. „Maöur átti meö sig sjálfur og gat hugsaö um braggann sem sína eign og síöan selt innréttinguna þegar maöur flutti. Bærinn keypti innréttinguna af mér og þegar ég fór kom kona sem var á framfæri bæjarins í braggann.” L3 38. tbl.Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.