Vikan - 22.09.1983, Side 21
að dansa og að semja dans
SVAVARSDÖTTUR Texti: Sigrún Harðardóttir Myndir: Sergio Zaiis
una. Það er svo áríðandi alveg frá
byrjun að hafa fallega músík,
hafa góða músík. Ég lærði að
meta músík í gegnum kennsluna
en svo veit maður ekki af hverju
maður lendir út í hitt og þetta.
Hvers vegna valdir þú
Holíand?
„Ég bara fékk þessa flugu í
kollinn þegar ég var að stúdera í
London. Þá hafði Nationalball-
« ettinn í Amsterdam langstærsta
úrvalið á efnisskrá af kompaní-
um í Vestur-Evrópu. Það eru
klassísk verk, dramatísk og svo
módern, frá öllum txmabilum,
þannig að það var það sem mig
langaði í. Svo ég bara stefndi á
Amsterdam. Ég er ógurlega mik-
ill Evrópusinni, mér finnst að í
Evrópu hafi hlutirnir ennþá sinn
kjarna og góðir hlutir eru að ger-
ast. í Amsterdam eru góðir hlutir
að gerast, í það minnsta í dansin-
um, og ekki síður í Haag, þar er
Tékki, Jiri Kylian að nafni, hann
er kannski að gera það stærsta
sem er að gerast í dag, í það
minnsta sem ég hef séð árum
saman. Þannig að það er alltaf
nóg að sjá, og svo líka í Þýska-
landi. Það er svo stutt að fara frá
Amsterdam, að fara í allar áttir,
þetta er svo miðsvæðis, svo þægi-
legt.”
Síðustu tvö árin sem Hlíf
starfaði með Nationalballettin-
um stofnaði hún „workshop”
ásamt einum af samdönsurum
sínum. Tilgangurinn hjá þeim
með þessu var að hvetja alla
dansarana sem störfuðu við ball-
ettinn til þess að semja dansa
sjálfir en vera ekki alltaf að dansa
verk eftir þrjár—fjórar mann-
eskjur. Það voru átta eða níu
dansarar sem tóku þátt í því að
semja dansa fyrir fyrstu sýning-
una.
„Við skipulögðum sýninguna
og hjálpuðum til í sambandi við
lýsingu og hvenær hægt væri að
æfa og hvernig hægt væri að
koma dönsurunum saman og allt
þetta. Það er ógurleg vinna og
vesen. Maður vinnur allan dag-
inn, til klukkan fimm, og gerir
þetta bara í frítímum, skilurðu,
og aðallega að tala kjark í fólk.
Það er heilmikil vinna í því, fólk
er alltaf svo hrætt við að fara af
stað og þá lendir maður í því að
örva það.”
Eftir tveggja ára starf með
„workshop” fór Hlíf jafnframt
að semja balletta fyrir aðra og var
henni þá boðið að semja ballett
fyrir dansflokkinn Intródans og
var þetta fyrsta launaða verkið
hennar. Þessi ballett heitir
„Psappha” og var gerð „doku-
mentasjón” af þessum ballett á
vegum menntamálaráðs Hol-
lands vegna 10 ára afmælis Intró-
dans. Menntamálaráð vildi fá
yfirlit yfxr hvernig ballett verður
til, frá fyrstu sporunum til frum-
sýningarinnar. Það voru teknar
yfir 400 ljósmyndir vegna þessa
og hafa þær verið sýndar víðsveg-
ar um Holland og stendur til að
prenta þær í bók og gefa út. Hlíf
hélt síðan heim til íslands og
færði upp með íslenska dans-
flokknum verk sem hún hafði
samið fyrir ,,workshop ”, , ,Fimm
söngvar og sjö dansarar”, og
einnig samdi hún verkið „Eða”
sem flutt var í Þjóðleikhúsinu í
desember 1981. Þetta haust
starfaði hún með íslenska dans-
flokknum um þriggja mánaða
skeið. Það var í fyrsta sinn í 16 ár
sem hún starfaði heima og
stoppaði lengur en í sumarfríi.
Hún kom síðan aftur hingað í
janúar og aðstoðaði við upp-
færslu á ballettinum „Giselle”.
Á síðastliðnu ári fékk Hlxf svo
stórt verkefni fyrir listahátíð í
Arnhem í Hollandi og stóð til að
flytja það í dómkirkjunni í Arn-
hem. Hlxf fékk Lárus Grímsson
tónskáld, sem einnig er búsettur
í Hollandi, til þess að vinna að
þessu verkefni með sér og höfðu
þau unnið að þessu verkefni í
38. tbl. Vikan 21