Vikan - 22.09.1983, Blaðsíða 22
fimm mánuði þegar ákveðið var
að hætta við og áttu æfingar þá
að hefjast eftir tvær vikur.
„Ég hafði óskað eftir að fá að
vinna um vikutíma í kirkjunni
fyrir sýninguna því að þar er allt
annað rými og allt öðruvísi að
æfa þar en í æfingasal. Þá kom í
ljós að ekki var hægt að hita upp
kirkjuna svo að ég gat ekki æft
þarna. Fleira kom til en upphit-
unin var kannski stærsta ástæðan
fyrir að ákveðið var að hætta við
sýningarþar.”
Arnhem átti 750 ára afmæli í
vor. Haldin var stór listahátíð í
því tilefni og var Hlíf boðið að
semja annað verk til flutnings í
leikhúsinu.
, ,Ég samdi ballettinn
„Duende” við tónlist eftir
Gorge Crumb. Þessi tónlist er
„inspírasjónir” hans við ljóð
Garcia Lorca og tekur verkið
hálftíma í flutningi. Ég byrjaði
að semja þetta verk í apríl og
frumsýningin var 25. maí. Það er
mismunandi hvernig fólk vinn-
ur, út frá hverju, til dæmis ljós,
tónlist og svo framvegis, eitthvað
sem verður til hjá hverjum og
einum. Ég geng yfirleitt alltaf út
frá músík sem er mjög viðkvæm í
þessu síðasta verki og líka í
,,Eða”. Ég nota líka ljóðin til að
fá fram þá mynd sem ég hef
áhuga á. Það getur tekið klukku-
stundir áður en eitthvað kemur
út úr því. Ég fer þá ein með kass-
ettutækið inn í stúdíóið og dansa
af stað. Ég vinn núna miklu nán-
ara með dönsurunum. Hver ein-
staklingur er „inspírasjón” á
sinn hátt, ég reyni að ná því
besta út úr hverjum og einum.
Þó að ég hlusti mikið á músíkina
þá tel ég aldrei taktinn heldur
sem kannski í algerri þögn og set
svo músíkina á. Það er því ekki
rytminn í músíkinni sem ræður
dansinum heldur andi tónlistar-
innar sem dansinn byggir á meir
en „strúktúrinn”. Það er ekkert
leiðinlegra en ballettar sem
hoppa upp í loft á háu tónunum
og skríða í gólfinu á lágu tónun-
um. Það fer allt eftir því hvernig
tónlist unnið er með í hvert
skipti hvernig ballettinn er.
„Duende” verður tekið aftur
upp í haust og sýnt næsta starfsár
hjá Intródans og einnig er ætlun-
in að sýna „Psappa” aftur í vet-
ur. Þeir hafa svo beðið mig um
að starfa aftur með þeim að ári
og semja þá nýtt verk. Intródans
er eini flokkurinn sem fékk með-
mæli frá listaráðinu til þess að
stækka við sig. Það er verið að
skera niður alls staðar en þeir
eiga að fjölga dönsurum. ’ ’
22 Vikan 38. tbl.