Vikan


Vikan - 22.09.1983, Side 23

Vikan - 22.09.1983, Side 23
Reiknar þú með að vera áfram í Hollandi? „Þegar maður er búinn að vera meira en helming ævinnar einhvers staðar annars staðar en á íslandi þá er maður sestur að, að svo miklu leyti sem maður sest að einhvers staðar. Þetta er voða stór spurning, hvert ræturnar liggja, þær liggja örugglega alltaf heim til fjallanna og lækjanna. Eru miklir starfsmögu- leikar heima? ,Ja, ég hef tröllatrú á því að íslenski dansflokkurinn fái að halda áfram að starfa og þá verð- ur nauðsynlegt að nýta þann kraft sem til er vegna þess að það er miklu skemmtilegra að byggja upp flokk sem hefur sitt eigið andlit heldur en að byggja upp flokk sem apar bara allt upp eftir útlandinu. Það er miklu meira gaman, það er miklu meira spennandi. Það hlýtur að koma að því einhvern tíma að maður fái, ja, annaðhvort að starfa meira heima eða kannski að stuðla að því að einhver önnur ís- lensk fái að starfa. Ég hef líka verið í kennslu, þannig að ég gæti kennt, en það er ekki það sem mig langar mest til. Mig langar mest til að semja dans og þá eru svo fá tækifæri heima. Það var ógurlega gaman að starfa með stelpunum í íslenska dansflokknum ’81. Ég er alltaf reiðubúin til þess að koma heim og vinna, ekki kannski að koma til dvalar en koma til þess að vinna að verkefnum. Fólk verður að átta sig á því að þegar maður er svona frílans skipuleggur mað- ur eitt ár eða tvö í einu og það er svo erfltt að heyra kannski með stuttum fyrirvara að maður fái eitthvað að gera heima. Þó að maður sé ekki heimsfrægur, og langt frá því, þá verður maður samt að vinna fyrir brauði. Það kostar lítið erfiði og skipulags- hæfni að skrifa nokkur bréf á ári í sambandi við listastarfsemi. Það er eins og það vanti bara skipu- lagningu, ritvél og manneskju sem getur vélritað, að það sé ekki bara hringt í mann og sagt: ,,er þetta ekki allt í lagi?” og þá er maður kannski síðasta manneskj- an sem veit af verkefninu. Þetta er stórt atriði sem þyrfti ekki að kosta svo mikla fyrirhöfn heldur bara skipulagningu og að fólk tali hvert við annað. Það er það sem ég held að sé ægilegur feill heima, að fólk talar ekki saman. Það vinnur á grundvelli kunn- ingsskapar og það er ekki hægt fyrir atvinnumanneskju. Þú get- ur beðið vini þína að vinna með þér en þá talar þú líka við þá eins og atvinnumenn, ekki sem kunningja. Þú þarft að standa þig og getur ekki leyft þér að fara fyrirvaralítið heim. ’ ’ Hvað tekur við nú, eftir að þú hefur lokið við ,,Duende”? „Framundan er að vinna út frá , ,objekti”, fara af stað í haust og frumsýna í janúar. Við emm þrjú sem semjum og dönsum saman. Ég starfaði með hreyfi- leikhúsi ’80—’82 í Bewth. Við gerðum fimm uppsetningar sam- an þar sem gengið var út frá „improvísasjón” sem var mikið stökk frá klassískum ballett. Þetta er allt annar heimur sem hefur haft mikið að segja fyrir dansahöfund og líka að þurfa að koma mínum hugmyndum á framfæri og skýra þær út. Ég kenni alltaf meðfram þessu í Scapino Akademi, unglinga- hópi, og sem dansa fyrir Conservatori í Haag sem er stærsti dans- og músíkskóli Hollands. Það er ekki hægt að bera saman að dansa og að semja dans, að semja dans gengur miklu nær manni og dansinn endurspeglar persónuleikann. ’ ’ 38. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.