Vikan - 22.09.1983, Page 37
Mynd mánaðarins
Jón T. Guömundsson sendi'
okkur nokkrar svarthvítar
myndir sem hann hefur stækk-
aö sjálfur. Þessi mynd er tekin
á Minolta XD 7 með 100-200 mm
linsu, hraði 1000, Ijósop 8 og
filman er TRI-X. Mótífið er
skemmtilegt og myndin góð
að öðru leyti en því að hún hefði
mátt vera meira lýst (betri
teikning). Það fæst fram með
lengri lýsingu eöa annarri
gráðu af pappír (mýkri). Samt
veljum við myndina MYND
MÁNAÐARINS að þessu sinni.
Fanney Gunnarsdóttir, Borgarbraut 22, Grundarfirði, sendi okkur þrjár
ágætis myndir fyrir alllöngu. Við birtum hér mynd sem var tekin fyrir
rúmu ári uppi á Langhrygg í Grundarfirði. Á myndinni eru þau Aggi,
Raggi, Sjonni, Árni og Linda. Fanney segir um myndina: „Þau horfa hugs-
andi sitt í hvora áttina og Sjonni kemur vel út f gulum fötum í miðjum
hópnum. Uppstillingin var ekki svona viljandi. í rauninni horfa þeir Aggi,
Raggi og Sjonni í átt til Kirkjufeils en Árni og Linda í átt til Helgrinda. Svo
ekki er furða þótt myndin verði svolítið hugræn. Myndina má kalla Spáð i
framtíðina . . ." Myndin er tekin á Olympus OM 2.
Gfsli Tryggvason, Þórunnarstræti 81, Akureyri, er enn einn sem á
Olympus OM 2 vél. Við veljum úr myndum hans þessa mynd af full-
orðinni konu sem er Ifklega að lesa. Myndin er ekki gallalaus, hún er
tekin of nærri og bakgrunnur er órólegur og fullsterk birta frá glugga.
En þetta er dæmigert fyrir myndir sem maður stækkar ekki sjálfur.
Langflestar myndir sem við fáum koma beint úr stækkunarvélum
stóru verkstæðanna, þar sem enn eru alltof fáir sem stækka sjálfir lit-
myndir sínar. Gísli spyr þriggja spurninga:
1. Getur maður fengið ráðleggingar varðandi Ijósmyndun, linsukaup
og svo framvegis? Svar: Já, þær ættirðu að fá f Ijósmyndavöruverslun-
um á Akureyri og aðrar ráðleggingar ættirðu aðfá hjá áhugaljósmynd-
urum sem eru lengra á veg komnir. Bestu ráðleggingarnar eru per-
sónulegar og svo hefur maður mikið gagn af að skoða og ræða myndir
góðra Ijósmyndara.
2. Hvað kemur Ijósmyndablaðið oft út? Svar: Einu sinni f mánuði, að
minnsta kosti út þetta ár.
3. Skoðið þið ekki allar myndir sem koma? Svar: Jú.
38. tbl. Vlkan 37