Vikan - 22.09.1983, Side 42
Stöku sinnum leit ég inn í
menntaskólana í grenndinni til að
vita hvort þar vantaði kennara, en
það var aldrei. Árið var 1975. Það
varð æ erfiðara að finna vinnu. Ég
fór mér hægt, las og hvíldi mig og
annaðist litla drenginn minn. Ég
kom húsinu í lag og ræktaði nýtt
barn innra með mér.
Ég var ósköp ánægð. Mér fannst
ég vera á nokkurs konar hvíldar-
stað, í varanlegu mynstri. Ég vissi
að eftir fáein ár færi ég aftur að
vinna og kenna, en ég hafði fengið
nóg af slíku um hríð. Ég var tilbú-
in fyrir börn og býli. Og Charlie
elskaði Adam sinn og ég elskaði
Charlie enn meira fyrir þaö að
hann elskaði son sinn og þarna
vorum við, elskuöum öll hvert.
annað.
Caroline og Cathy komu ekki að
skoða Adam meðan hann var ung-
barn. Við hringdum í þær af
sjúkrahúsinu daginn eftir að Ad-
am fæddist til að segja þeim frá
honum og þær sögðu báðar það
sama: „0.” Engin áberandi tón-
tegund, engin önnur orð. Við hugs-
uðum: Eru þær ánægöar? Dapr-
ar? Leiðist þeim? Charlie skrifaði
báðum stúlkunum langt bréf þar
sem hann sagði hvorri um sig hve
heitt hann elskaði hana, af hverju
hún væri sérstök fyrir honum, að
hann myndi ávallt elska hana. Og
við hringdum nokkrum sinnum,
báðum stúlkurnar að koma að
heimsækja okkur um vorið, núna
bjuggum við svo nærri. En þær
höfðu alltaf afsakanir. Ég sakn-
aði stúlknanna, saknaði brandara
þeirra og slúðurs og bara þess að
sjá þær. Þær voru orðnar hluti af
lífi mínu og fjarvera þeirra var
áberandi. En ég vildi ekki neyöa
þær til að koma og sama var að
segja um Charlie. Þegar sumarið
kom fékk hann kuldaleg bréf frá
stúlkunum þar sem þær sögðust
heldur vilja sleppa því að koma í
heimsókn.
Það var í lok desember og Adam
var ellefu mánaða gamall þegar
Caroline og Cathy sáu hann loks.
Þær höfðu á endanum látið svo lít-
ið að koma í heimsókn til okkar í
lok jólafrísins. Eflaust stafaði sú
ákvörðun þeirra af því að Charlie
sagðist ætla að gefa þeim bíl.
Þetta hafði verið mín hugmynd,
með bílinn. Ég hélt að svo stór og
dýr gjöf myndi færa þeim sönnur
á að Charlie elskaöi þær enn, þrátt
fyrir það að hann ætti nýtt barn.
Ég hélt líka að þá yröi auðveldara
fyrir þær að koma í heimsókn til
okkar.
Charlie ók til Hadley til að sækja
stúlkurnar. Hann ók tilkomumikl-
um, nýjum, rauðum Volkswagen
og festi stóra slaufu á vélarhlífina
að tillögu minni. Seinna sagði
hann mér að stúlkurnar hefðu ver-
ið viðeigandi hrifnar, á sinn
hljóða, þumbaralega hátt. Þær
virtust í meira uppnámi yfir því
að bíllinn var ekki nema einn og
að þær yröu að skiptast á um hann
42 Víkan 38. tbl.