Vikan


Vikan - 22.09.1983, Síða 51

Vikan - 22.09.1983, Síða 51
Rottur Góði draumráðandi. Ekki hef ég lagt í vana minn að senda drauma til ráðningar en sá sem ég mun nú lýsa var svo blóðugur og óhugnanlegur að ég ætla að sjá hvað kunnáttufólk fcer út úr honum. Mér þótti ég staddur á mínu eigin heimili sem þð var um margt frábrugðið því sem gerist í vöku. Veit ég þá ekki fyrri til en fram undan sófa kemur rotta, stór og þrifleg og snör í snúningum. Mjög gramdist mér þetta og man að ég hugsaði sem svo: þarf maður nú lika að glíma við rottuplágu ofan á allt annað! Hvernig á ég að fara að því að losna við rotturnar úr húsinu? En ein er hver ein hugsaði ég og stökk á fætur til að ná ófét- inu. Hún varð mér samt skjótari, skaust fram á gang og út. Þar var niður stein- tröppur að fara (sem ekki eru á mínu heimih) og grðf möl fyrir neðan. Sem rott- an hleypur inn með tröppunum næ ég í stein, þó ekki stóran, og læt fara á eftir henni. I vöku er ég ekki hittinn en í svefninum tókst mér að slæma grjót- inu á skepnuna aftanverða svo að hún lamaðist aftan til. Þð hélt hún áfram og komst inn í kjallara (sem heldur er ekki til á mínu heimili) og upp t hillu sem full var af margs konar drasli. Þar sá ég meðal annars kíttisspaða breiðan sem ég þreif og keyrði á háls skepnunni og eftir þriðja högg hafði ég náð haus frá bol. Einhvern veginn leystist svo þessi draumur upp án þess að ég gerði mér Ijóst hvernig en þegar ég endanlega vaknaði var í mér bölvaður óhugur og mér fannst ég óhreinn og þvottaþurfi. Eróðlegt væri nú að vita hvernig svona draumur verður ráðinn. Með fyrirfram þökk og kveðju. Prins Albert. Þessi draumur er afskap- lega skýr og afdráttarlaus. Þú þarft að standa í því leiðindaverki að glíma við undirferli og óhreinlyndi einhverrar mannpersónu sem þú kynnir að umgang- ast nú þegar. Það má jafn- vel ætla að þessi persóna hafi áhuga á að ná ein- hverju af þér, hvort sem það eru veraldleg gæði eða annars konar. Þú bregst hart við þegar þú gerir þér grein fyrir hvers kyns er (vera má að þú verðir andvaralaus rétt um sinn) og stekkur, rétt eins og í draumnum, og vinnur sigur á þessum óþurftar- gemlingi. Kannski má túlka drauminn á þann veg að það taki þig þrjár atlögur að ná sigri, en hann áttu að minnsta kosti að fá svikalaust. Ferðin niður steintröppurnar bendir til þess að þú þurfir í þessari viðureign að fara leiðir sem þér finnast heldur leiðin- legar og vilt helst ekki þurfa að fara. Því má svo hnýta við að það er góðs viti peningalega að finnast maður óhreinn og þvotta- þurfi, jafnvel þó sú tilfinn- ing greinist ekki fyrr en í vöku. Hringur — innsigli Kæri draumráðandi! Eyrir stuttu dreymdi mig draum sem ég hef miklar áhyggjur af. Mig dreymdi að ég væri að koma úr vinnunni og gengi inn á kaffihús sem var þar í grenndinni. Inn kemur þá strákur sem ég er hrifin af og sest hjá mér. Hann dregur upp hring og setur hann á fingurinn á mér. Eg tek hringinn af mér til að skoða hann almennilega. Þá stendur nafn stráksins inni í hringnum. Þetta var bara venjulegur trúlofunar- hringur. Síðan setti ég hann aftur á mig og lokaði lófanum. Þá brotnaði hringurinn og ég sá að hann var ekki annað en innsigli á flösku. Svo vaknaði ég og hef haft áhyggjur stðan. Nóttina áður en mig dreymdi þennan draum dreymdi mig að þessi sami strákur var kominn í bæinn og við vorum ofsa- lega hamingjusöm. Ein áhyggjufull. Þessi draumur er tiltölulega einfaldur og sjálfsagt á þann veg sem þú kvíðir. Trúlofunar- hringurinn bendir til ástar- sambands sem þegar til á að taka reynist harla brothætt og ristir grunnt. Hins vegar máttu búast við að það reynist þegar til á að taka leiða til nokkuð skemmtilegs framhalds en ekki með sama stráknum ef að líkum lætur. Draumurinn nóttina áður, um samvistir ykkar, bendir einnig til að ykkar leiðir liggi sundur í framtíðinni. Þó má gera ráð fyrir að eitthvað markvert (að þínu mati) gerist milli ykkar áður en fátt bendir til að það verði varanlegt. Ég er á móti skilnaði — mér finnst að leiðir ættu bara að skiljast á eðlilegan hátt. 38. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.