Vikan


Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 8

Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 8
Kostir framhjóladrifs- Texti: Sigurður Hreiðar Myndir: Ragnar Th. ins og gallar Tercelsins Sumir halda að bíll með fjór- hjóladrifi sé þar meö orðinn að jeppa. Þetta er ekki rétt — litlu fjórhjóladrifsbílamir, sem byggð- ir eru sem fólksbílar, eru byggðir sem fólksbílar með auka- getu og þar er Toyota Tercel 4WD ekki sístur. Hann er fjölhæfur fólksbíll, framhjóladrifinn fjöl- skyldubíll með möguleika til að bæta við drifi á afturhjólin þegar færð og aðstæður gera það æski- legt. En jafnframt er mjög hátt undir Tercelinn miðað við fólksbíl þannig að hann býður upp á að farið sé á honum nokkurt torleiði, en rétt er að gera það af fullri sanngirni og ekki ætlast til meira af honum en hann er gerður til að þola. Og burtséð frá algerum jeppaleik þolir hann talsvert. Hægt er að skipta úr og í fjór- hjóladrif, hvort heldur bíllinn er kyrrstæður eða á ferð. Þó er ekki taliö ráðlegt aö skella honum í fjórhjóladrifiö á mikilli ferð eða þegar verið er aö taka krappa beygju — snörp beygja í fjórhjóla- drifi á góðri ferð virkar á fjór- hjóladrifið eins og stigið sé snöggt á bremsuna. Sömuleiðis má aldrei skipta í fjórhjóladrifið meöan bíllinn er látinn spóla á fram- drifinu. Þá ber aö stöðva hjólin, setja í fjórhjóladrifið og þá er líkast aö kappinn rífi sig út úr ófærunni. En þetta eru hlutir sem eigandinn lærir mjög fljótt og valda honum engum höfuðverk. Meginmálið er að geta notað kosti fjórhjóladrifsins í viðlögum á venjulegum heimilisbíl, spar- neytnum og þægilegum. Við höfum nú í nokkrum blöðum reynt aö segja frá vinningsbílnum í Afmælisgetraun Vikunnar, Toyota Tercel 4WD, svo rækilega að þátttakendum í getrauninni sé ljóst hvað bíður hins heppna 19. júlí. Við höfum verið spuröir: Funduð þiö ekkert að bílnum? Svariö er: Jú — en næsta lítið. FM bylgjan á útvarpinu fer að verða með truflunum þegar komið er upp í Mosfellssveit. Bíllinn er þungur í stýri á litlum hraða. Fjórði og fimmti gír eru það ná- stæðir að maöur getur glappast til að setja í fimmta þegar maður ætlar að setja í fjórða. Miðstöðin er hávær á mesta hraða. Fram- hurðirnar mættu opnast ögn betur. Gott væri að geta stillt let- ingjann á rúðuþurrkunum á mis- munandi hraða eftir því hvert úr- komumagniö er (eins og er er letingi með einum hraða en tveir hraöar á stöðugri þurrkun). Það væri betra að aðalljósin slokknuðu um leið og maður svissar af. Bíllinn eys mikið upp á sig að aftan þegar ekiö er á blautum og óhreinum vegum. Hugsanlega væri betra að hann væri á stærri hjólum. Fleira gátum við ekki fundið að — ekki á þessum fáu dögum sem við höfðum bílinn meö höndum. En þar með er líka upptalið. Og þessir fáu ágallar, sem við fundum, eru ýmist svo lítil- fjörlegir að það tekur því ekki að tala um þá eða þess eðlis að hver eigandi fyrir sig getur auðveld- lega bætt úr þeim. Þaö er sem sagt mjög skemmti- legur og ágætur bíll sem heppinn Viku-áskrifandi hlýtur þegar dregið verður í afmælisgetraun- inni þann 19. júlí. Við höfum það fyrir satt að bíllinn bíði nú þegar eiganda síns: Árgerð 1984, litur ljósgrænn og dökkgrænn, áklæði grænt. Að vísu höfum við enn ekki séð sjálfan gripinn svo að þessar litayfirlýsingar eru án ábyrgðar. Enda skiptir liturinn kannski ekki miklu máli, þótt allt sé vænt sem vel er grænt. Og grænt er líka litur vonarinnar — og hver vonast ekki eftir því að verða sá heppni? 8 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.