Vikan


Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 30

Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 30
Æ fleiri hús með viti Víða um veröld byggja menn nú skrifstofu- hallir sem innihalda orkustýrikerfi og full- kominn tölvuaðgang. Engin manneskja sinnir upphitun nýja City Place skýjakljúfsins í Hartford í Bandaríkjunum, þar hanga skynjarar um alla veggi og gefa tölvu- miðstöðinni merki ef hitastigiö breytist að einhverju marki. Við svo búið sendir stjórntölvan boö til loftræstikerfisins að koma aftur á réttu hitastigi. Komi upp eldur í City Place veröa skynj- ararnir varir við það og kveða til slökkviliðið. Jafnframt lætur tölvan loftræstikerfið draga úr súrefnismagni í loftinu á hæðunum undir og yfir eldinum. Loftræstikerfiö sogar eitur- gufurnar burt. Þegar slökkviliðsstjóri mætir loksins gefur tölvan honum nýjustu upp- lýsingar á sérstöku stjórnborði sem gerir honum kleift að senda menn sína á rétta staði í risabyggingunni. Ljósrofar eru ekkert venjulegir þarna. Á sumum skrifstofum sjá innrauðir skynjarar um að slökkva ljósin 12 mínútum eftir að síðasti maður yfirgefur skrifstofuna. Viti borin hús af þessu tagi sjá nú óðum dagsins ljós. Þau geta — eins og mennirnir — skynjað umhverfiö og aðlagað sig breytingum í því. Heilinn er myndaður úr tölvum og taug- arnar úr glertrefjaþráðum — hárfínum gler- þráðum sem bera boð með ljóshraða. Þeir sem hafast við í þessum byggingum eru á hraðri leið í gegnum nýjustu tæknibyltinguna, tölvu- og fjarskiptabyltinguna. í mörgum þessara bygginga geta leigj- endur fengið aðgang að nýjasta og full- komnasta tölvubúnaöi, gagnavinnslukerfum og öðru slíku. Dýrar fjárfestingar í slíkum búnaöi nýtast fjöldanum öllum af fyrir- tækjum sem hvert og eitt hefði annars ekki efni á aðgangi að svo fullkomnum græjum og hugbúnaði. I City Place-skýjakljúfnum geta leigjendur leigt tölvur, símabúnað og annað frá eigand- anum, United Technologies Building Systems Company. Ef leigjandi atvinnuhúsnæðisins á tölvubúnað getur hann stungið honum í samband við glertrefja-kaplakerfi hússins og þannig komist í samband við risatölvu í bygg- ingunni og notfært sér forrit af ótal gerðum. Tvö stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa í Boston er Massachusetts Transporta- tion-byggingin hituð af fólki, ekki olíu. Hlýtt loft frá skrifstofunum (1) er leitt í stokkana þar sem það hitar vatn í pípum (2). Upphitað vatnið rennur niður í kjall- ara þar sem hitajafnari (3) flytur varmann yfir í annað vatnskerfi sem hitar upp húsið. Ákveðinn hluti af vatninu rennur í geymslutanka í kjallaranum og myndar varabirgðir. Hinn hluti vatnsins í hitunar- kerfinu fer í veggina á ytri herbergjunum (4) og hitar loftið sem kemur inn í bygg- inguna (5). tekið sig saman um að útvíkka þessa aðferð við að gera húsin viti borin. Olympia & York verktakafyrirtækið, sem á 23 skrifstofuskýja- kljúfa víðs vegar um Bandaríkin, og United Telecommunications hafa tekiö saman höndum um tölvunetkerfið OlympiaNet. Það á að tengja saman borgir og álfur með gervi- hnöttum, glertrefjakerfum og tölvubúnaði. Ætlunin er meðal annars að bjóða forstjórum og öðrum stjórum aðgang að fundahöldum með notkun sjónvarps. Menn þurfa þá ekki lengur að ferðast á milli, þeir hittast í OlympiaNet, augliti til auglitis. Þetta er nú ekkert. Merkilegasti áfanginn í tölvuvæöingu skýjakljúfanna, fyrir utan hita- stýringu, öryggiseftirlit og annað, er tölvu- miöstöðin. Sumir halda því fram að með því skrefi færist menn stórum nær þeim tíma- punkti þegar allt innandyra lýtur stjórn tölvu en ekki mannsheilans. Orkustýrikerfið í City Place hefur enn ekki haft tíma til að sanna ágæti sitt, en sambærilegar byggingar hafa náð orkunotkun niður um 20 prósent. Sumir byggingaraðilar hafa meira að segja sam- tengt orkustýringuna í einni allsherjar miö- stöð, eins og til dæmis Honeywell í Atlanta í Georgia-fylki. Tölvustjórnstöö í einni byggingunni í Boston heldur uppi hitastiginu í hrollköldu vetrarveðri — án þess að nýta kyndikerfi með gamla laginu. Byggingin er hituð með því að endurnýta hitann sem fólkiö og vélarnar í byggingunni skapa. Brátt kemur að því að vitru húsin taka veðurspár með í reikninginn. Þau munu að líkindum ráða yfir veðurathugunarbúnaði uppi á þaki, en líka fá tölvuspár frá Veður- stofunni. Síðan ákveður örtölva hvernig eigi að nýta tæknibúnaðinn í byggingunni til aö bregðast við veðurbreytingum. Miklir peningar eru í veöi hjá þeim sem byggja svona tæknibyggingar. En þeir sem reisa þær telja að framtíöin verði þeim vil- höll. Fyrirtækin verða að spara orku, þau vilja hafa aðgang að því nýjasta í fjarskipta- og tölvutækni. I framtíðinni fer eflaust fjölg- andi byggingum sem stíga í vitiö og gera ýmislegt annað en veita þak yfir höfuðið. Úr Science Digest. 30 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.