Vikan


Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 24

Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 24
Heimilið Hlauprétti má ekki frysta Hlaupréttir eru ákaflega fallegir á að líta. Þeir eru því litrík skreyting á veisluborð, auk þess sem yfirleitt er hægt að gera öllum til hæfis meö einum slíkum rétti. Misjafnt er hvað er látið í hlauprétti. Sumir láta ein- ungis grænmeti og bera með því sósu úr sýrðum rjóma, majonsósu, fínsöxuðum kryddjurtum og sítr- ónusafa. Einnig er hægt að gera fiskirönd með græn- meti og sjávarréttum og bera með henni franska sósu úr sýrðum rjóma, majonsósu, tómatsósu, sinnepi og ögn af karríi. Slíkur sjávarréttur á einnig mjög vel við sem forréttur. Best er að byrja á því að hella hluta af hlaupinu í formið og láta stífna í ísskáp. Formið má hafa hvaða lögun sem er, allt eftir smekk. Raðið síðan hluta af grænmetinu ofan á og hellið aðeins meira af hlaupi og látið stífna. Þannig er rétturinn byggður upp smám saman þar til hann er tilbúinn. Látið hann síðan bíða í ísskápnum í 3-4 tíma eða yfir nótt. Þegar hlaupið er losað úr forminu er best að renna hníf eftir kantinum og láta heitt vatn renna augnablik á botninn á forminu. Réttinum er síðan hvolft á fat og skreyttur eftir smekk. Athugið að hlauprétti sem þennan má ekki frysta. Frostiö eyðileggur hlaupeiginleikann og hlaupið lek- ur niður. Aftur á móti má frysta frómas sem búinn er til úr eggjum, rjóma og matarlímsblöðum. Ódýr lausn þar sem gluggakistur eru litlar Ekki eiga allir svalir eða garð til að svala blómaáhuga sínum. Fyrir þá birtum við þessa frábæru hugmynd að blómaglugga. Þarna er pláss fyrir plöntur á bekk fyrir framan gluggann sem er þægilegt ef gluggakistur eru litlar. Síðan er hægt að hengja blóm í grindina að ofan og eins láta vafningsjurtir liðast upp hliðarbit- ana. Þegar gestirnir streyma Handlagið fólk ætti ekki að vera í vand- ræðum með að nýta sér þessa hugmynd. Þetta getur verið gestarúm eða rúm handa táningnum þegar hann vill rýma til í herberginu. Litlu borðin sitt hvorum megin við upprúlluðu dýnurnar eru sett fram fyrir bekkinn, tveimur dýnum rúllað út (þaö er mýkra að hafa tvær dýnur en ekki nauðsynlegt) og rúmið er tilbúið. Til þess að skreyta dýnuna hafa verið bundnir í hana rauðir spottar hér og þar og fæturnir á bekknum málaðir rauðir í stíl. 24 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.