Vikan


Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 38

Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 38
iu Daglegt líf Dóru Texti: Dóra Stefánsdóttir Teikning: Hólmfríður Benediktsdóttir Hópurinn sem vantar Þaö slokknaði á græna ljósinu og kviknaöi á því rauða. Eg hægði á mér og nam að lokum alveg staðar með annan fótinn uppi á gangstéttarkanti, hinn á pedalan- um á hjólinu. Sólin skein og ég var ekki ein á ferð. Allt í kringum mig var fólk á hjólum sem einnig beið eftir hinu græna ljósi. Eg haföi svo oft hjólað þessa leiö að ég hætti að virða fyrir mér húsin, trén og blómin og fór að virða samferðafólk mitt fyrir mér. Þegar ég hjóla lengi í sömu átt finnst mér nærri eins og ég sé búin að eignast hóp af nýjum vinum, fólkiö sem er á sömu leið á sínum hjólum. Allir hjóla á svipuöum hraða, það þýðir ekkert annað. Umferðarljós eru á hverjum ein- ustu gatnamótum og það eru örlög að lenda alltaf á rauðu hversu mikið sem maöur sperrist viö aö hjóla hratt. Þeir sem hjóla hrað- ast þurfa bara að bíða lengst. Þar sem ég beiö þarna eftir ljósaskiptunum fór ég að hugleiða hvaða fólk þaö væri sem hjólaöi um hér í Kaupmannahöfn. Það eru ekki allir. Börn á öllum aldri hjóla mikið. Eg hef séð börn sem ég get ekki ímyndað mér að séu mikiö eldri en fjögurra ára á agnarlitlum hjólum. Börnin byrja raunar miklu fyrr því mæður meö börn í sérstökum barnastólum á hjólun- um eru mjög algeng sjón. Börnin halda áfram aö hjóla upp eftir öllum unglingsárum. Eftir því sem þau eldast veröa hjólin fínni og dýrari. Unglingarnir eru á tíu eöa fimmtán gíra hjólum sem hægt er að hjóla á á óskaplegum hraöa, svo miklum að ég hef ein- staka sinnum séð ungling hverfa yfir á grænu ljósi þó aö löngu sé komið rautt þegar ég kem að gatnamótunum. Svo eru það konurnar, á öllum aldri, yfir áttrætt meira að segja. I fyrstu fannst mér skrýtið aö sjá gamlar konur þjóta um borgina á hjólum, jafnvel klyfjaöar þungum körfum sem þær hengdu á hjólin. Þær virtust hins vegar ekkert finna fyrir þyngslunum. Öllum öðrum þótti þetta greinilega sjálf- sagt og eölilegt líka. Þegar ég var búin að horfa nægju mína á konurnar fór ég að leita aö körlunum en komst að því að þá vantaði nærri því alveg í hóp okkar hjólafólksins. Einn og einn upp undir þrítugt sást á ferð og svo aftur nokkrir komnir á eftir- launaaldurinn. Hópurinn þarna á milli virtist alveg týndur. Það kemur reyndar stöku sinn- um fyrir að ég sé karlmann á miðjum aldri á hjóli. En þaö er svo sjaldgæft að ég rek upp stór augu. Það var ekki fyrr en ég tók eftir 38 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.