Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 61
Texti: Hörður
Fmnið Michael og takið eftir nefinu
og augunum. Annars eru þetta The
Jacksons.
fleiri en allar í næstu sex, sjö
sætum fyrir neðan hann á list-
anum yfir best seldu plötur áriö
1983 - SAMANLAGT - athugið
það. Næstum hvert einasta lag á
plötunni hefur náð inn á topp tíu
og samanlögð sala srnáskífanna
hefur nú náð eitthvaö í kringum
14 milljón stykkjum.
Þetta er ekki allt. I síðustu
Grammy-verðlaunaveitingu var
Michael tilnefndur til tólf verð-
launa og vann þar af átta.
Grammy-verðlaunin eru eins
konar óskarsverðlaunaveiting i
tónlistarbransanum og þykja all-
nokkuð, allavega mestu verðlaun
sem hægt er að fá fyrir tónlist í
„Commercial’’flokki.
Sama kvöld var pepsiauglýs-
ingin fræga frumsýnd en vitað er
að við gerð hennar brenndi
Michael sig á höfðinu. Hins vegar
vita ekki allir að þetta atvik átti
sér aðdraganda.
Þannig er það aö Michael
gengur alltaf með steinum prýdd-
an hanska á annarri hendinni.
Það gerir hann, að eigin sögn, til
aö auðvelda sér samskipti við
annað fólk en hanskinn á að
minna hann á að hann er alltaf á
eins konar sviði þegar hann um-
gengst aðra því að þar er
Michael miklu öruggari. Morgun-
inn fyrir umrætt slys skeði það
svo: Michael hafði brugðið sér á
salerniö eins og fólk þarf oft aö
gera en þaö sem var óvenjulegt i
þetta skipti var aö Michael rak
upp ramakvein og allir þustu á
staðinn til að aðgæta hvort dúkk-
an þeirra heföi nokkuð brotnað.
Ekkert var aö henni en hins
vegar hafði þaö gerst að hansk-
inn haföi dottið ofan í klósettskál-
ina sem Michael var aö nota í
það skiptið. Varð nú uppi fótur og
fit, hanskinn var veiddur úr skál-
inni, þveginn og hreinsaður með
hárþurrku. Þann dag skeði svo
slysiö. Michael var fljótur aö
jafna sig á þessu í umsjá læknis
síns sem hafði breytt á honum
nefinu og fært augun á honum
aðeins utar. Já, já, það er ekki
bara nefiö. . . .
í framtíðinni
Það er ljóst að enginn á eins
góða framtíö fyrir höndum og
svona: „011 börn, nema eitt,
vaxa og verða fullorðin.” Kr ekki
auðvelt að heimfæra þetta upp a
eitt mesta átrúnaöargoð í heimi?
Þessi grein heföi getað veriö
sirka hundrað sinnum lengri. Hér
er aðeins tæpt á aöalatriöunum i
hfi og sögu Michaels Jackson en
Vikan vonar að þetta geti satt
sárasta hungriö i Michael hja
aðdáendum hans.
Michael Jackson. Hann getur
gert það sem honum sýnist, jafn-
vel hætt að syngja eða vinna
fyrir sér yfirleitt, álitleg banka-
bók sér um það sem hann vantar
í þeim efnum næstu aldirnar.
Um þessar mundir er hann að
leggja í hljómleikaferð um
gervöll Bandaríkin ásamt bræör-
um sínum. Mun þessi ferö verða
ein sú alstærsta sem farin hefur
verið. Uppselt mun vera á hvern
einasta konsert og kemur þessi
för til með að auka hróður þeirra
bræðra enn meira, svo ekki se nú
talað um bankainnistæðuna.
En að þessari ferö lokinni
kemur sennilega enn ein sóloplat-
an út meö Michaei en ekki er
vitað fyrir vist hvenær það
verður. Ennfremur hefur
Michael mikinn áhuga a þvi að
leika Fétur Pan. Það mun allt
vera í bígerð og þa verður það
Steven Spielberg sem leikstýrir.
Enn liggur ekkert ákveðiö fyrir
um það.
Ástæðan fyrir því að Michael
hefur svo mikinn áhuga á því aö
leika Pétur Pan er sú aö hann
telur sig vera hann, i mannshki.
Fyrsta setningin i sögunni er
Michael í öðrum heimi með hanska og fullt af hári.
Michael í þessum heimi, nýbrunninn, með hanskann
sem vonandi hefur verið vel þveginn og aðeins
minna hár.
26. tbl. Vikan 61