Vikan


Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 14

Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 14
A Is/andi færðu ekki að sjí sem skipar okkur í nokkurs konar sérstöðu í sambandi við húðina er sú staðreynd að upphitunin hjá okkur er mjög þurr, það er mjög þurrt loft inni hjá fólki og húðin verður þar af leiðandi þurr. Exem- og psoriasissjúklingar eru betri í sól og eins er fólk sem er gjarnt á að fá bólur betra í sólinni. Við hér á íslandi getum svo aftur á móti huggað okkur við það aö skemmdir í húðinni af völdum sólarljóssins eru ekki tíðar. Sjúk- dómar eins og flöguþekjukrabbi og basalfrumukrabbi eru ekki al- gengir hér. Eitt af því sem var sagt við mig, þegar ég var að ljúka námi og sagðist ætla til ís- lands, var: Þá færðu nú ekki aö sjá marga sjúklinga með húð- krabba. Þar sem ég var, í suður- ríkjum Bandaríkjanna og eins í Kaliforníu, má segja aö sé mikill „business” fyrir húðlækna. Bændurnir í Georgia, sem er land- búnaðarríki, vinna óvarðir fyrir sólinni á ökrunum og koma síðan á spítalana upp úr fimmtugu þaktir þessum forstigum húðkrabba.” Er þá hægt að fjarlægja þessi forstig húðkrabba? „Já, það er hægt að ná af fólki bæði flöguþekjukrabba og basal- frumukrabba og þegar það tekst er þaö búin saga. Hins vegar eru svæði í andlitinu, eins og við nefið og í augnkrókunum og í kringum eyrun, þar sem bæði basalfrumu- krabbinn og flöguþekjukrabbinn geta grafið sig djúpt inn. Þetta eru hin svokölluðu samrunasvæði og þarna virðist vera minni fyrir- staða fyrir þessar gerðir krabba að grafa sig inn í húðina. Þriðja tegundin af húðkrabba er svo melanóma eða sortuæxli. í sambandi við þessa tegund af húð- krabba virðist fólk sem vinnur mikið inni en fer síðan allt í einu í frí í sólina vera í mestri hættu. Ég fór á ráðstefnu í fyrra til New York þar sem meðal annars var fjallað um þetta og eru það helst Ástralir sem hafa gert slíkar rannsóknir.” Ljósabekkir og sólarlandaferðir Nú kunna íslendingar ráð til þess að fá á sig dágóða brúnku þrátt fyrir sólarleysið. Þeir bregða sér út fyrir landsteinana eða skella sér í samlokur. „Auðvitað vilja margir vera brúnir, flestum finnst þeir vera fallegri og hraustlegri með brúna litarháttinn. Með tilkomu samlok- anna á síðustu árum má líka sjá marga vel dökka Islendinga árið um kring. I samlokunum eru aðal- lega UVA-geislar sem hafa áhrif á leöurhúðina og valda hrukkunum. Geislar hafa einnig áhrif á ónæmiskerfið eða hinar svoköll- uðu Langerhansfrumur sem eru nokkurs konar útverðir ónæmis- kerfisins. í Bretlandi voru geröar rannsóknir ekki alls fyrir löngu á áhrifum ljósabekkja. Hópur fólks var látinn fara í um það bil tuttugu skipti í samlokur og síðan voru teknir bitar úr húðinni og blóð- prufur og athugað. Það sem kom í ljós eftir þessar athuganir var að ýmsar brenglanir komu þarna fram, ekki aðeins á Langerhans- frumunum heldur einnig á frumunum í blóöinu. I sumum þessara tilfella varaði brenglunin í um það bil tvær vikur.” Hefði þessi brenglun þá alveg eins komið í tuttugu tíma legu í Spánarsól? „Það hafa ekki ennþá verið gerðar samanburðartilraunir en það virðist sem UVA-geislarnir hafi orsakað þetta en það er hlut- fallslega meira af þeim í samlokunum en í sólinni. Hins vegar eru þaö þessar húð- skemmdir á yfirhúðinni sem sólin orsakar — og þá samlokurnar líka — sem geta leitt til forstigs húö- krabba. Ég hef séð, þrátt fyrir hrakspár sérfræðinganna í skólan- um mínum í Bandaríkjunum, manneskju hér á Islandi með for- stig húðkrabba og orsökin er notkun á háf jallasól þegar hún var yngri og eins hafði þessi kona f er ðast mikið til sólarlanda. ” Hverju svarar þú ef manneskja kemur til þín og spyr hvort henni sé óhætt að vera í samloku af og til? „Ég ráðlegg engum að vera í samloku. Ég svara því oftast til að tíu til tuttugu tímar á ári séu nóg og hef þá í huga þessar nýju rannsóknir í Bretlandi. En það leita margir til mín meö þessa spurningu. Það er svo margt óljóst í sambandi við ljósabekkina eða samlokurnar að þaö er aö mínu mati betra að fara varlega. Það er staðreynd að þaö er oft meira af þessum húðkrabba- myndandi (UVB) geislum í ljósun- um en framleiðendur láta uppi. I sumum rannsóknum hefur verið notaður ljósmælir og þá mælist mun meira af þessum geislum en gefið var í skyn, jafnvel allt upp í sjö sinnum meira. Það þarf að hafa meö þessu strangt eftirlit. Hér á íslandi hafa geislavarnir ríkisins gefið út bækling þar sem stendur hvað má og hvað ekki, en síðan er oft litlu fylgt eftir. ” Áblásturinn eða frunsan Áblástur, frunsa eða litlar blöðr- ur sem mann klæjar og svíður í er nokkuð sem oft kemur á varirnar. „Þetta er nokkuö sem kemur oft samfara kvefi eöa flensu og er vírus sem á latínu heitir herpex simplex. Þessi vírus lifir síðan í taugahnoðunum og kemur fram við ákveðnar aðstæður, til dæmis við kvef, en veiran getur líka búið í taugahnoðunum langtímum saman án þess að valda neinum óþægindum. Engin einföld lyf eða sérstök meðferð þekkist ennþá við þessum kvilla en það er hægt að nota þurrkandi bakstra til aö losna við blöðrurnar. Áblásturinn er smitandi, hann getur breiðst út á fleiri en einn stað í andlitinu svo það er mjög mikilvægt, ef fólk vill losna við þau óþægindi, að vera ekki að fikta í þessu og reyna að varast að breiða þetta út. Það er lítið vitað um hvers vegna fólk er misjafnlega móttækilegt fyrir frunsunum eða áblástrinum en þeir sem þjást af því að fá endur- teknar frunsur geta huggað sig við það að yfirleitt lengist tíminn á milli þess sem þær koma með árunum, þar til þær jafnvel hætta að koma. Sumir segjast alltaf frá frunsuna sína einmitt þegar sumarfríið er aö byrja eða þegar eitthvaö mikið er í húfi og er ástæðan þá að stress virðist oft hleypa áblástrinum af stað.” Fílapenslarnir og bólurnar — fangar á súkkulaðifæði Fílapenslar og bólur eru kvillar sem unga fólkiö þjáist einkum af. „Já, oftast valda nú fíla- penslarnir og bólurnar litlum óþægindum en það eru samt all- margir unglingar sem á gelgju- skeiðinu fá svo slæmar bólur að það kemur niður á andlegri líðan þeirra. Þetta eru bólgur viö fitu- kirtlana og hársekki og það er hægt að fá meðferð við þessu hjá húðsjúkdómalæknum og hefur hún verið fólgin í því að nota bakteríuhindrandi lyf og áburði sem hafa áhrif á fílapensla og eru þurrkandi. Nú nýlega komu á markaðinn töflur við mjög slæmum bólum og þá um leið við fílapenslum. Þessar bólur og fílapenslar, sem geta komið samfara kynþroskaárunum, virðast geta veriö arfgengar. Börn foreldra sem hafa verið bólu- grafnir í æsku fá oft aö finna fyrir kvillanum. Ástæðan fyrir því að sumir fá bólur og fílapensla er ekki alveg ljós, það er rifist um þetta eins og annað. Súkkulaðið og sælgætisátið, sem sumir vilja kenna um þetta, eru þó ekki eins miklir sökudólgar og þeim er ætlaö að vera. Það er frekar það að þegar fólk þyngist eöa léttist þá geta bólurnar gert vart við sig. Það hafa verið geröar tilraunir með þetta í Bandaríkjunum. Þær fóru fram í ríkisfangelsinu í Hershey þar sem Hershey-súkku- laði er framleitt. Blessaðir fangarnir voru settir á súkkulaði- fæði um tíma og í samanburðar- tilraununum, sem gerðar voru, virtist ekkert benda til þess að bólumyndun væri namminu að kenna.” Fæðingarblettir og hrukkur Margir velta fyrir sér hvort hætta sé á ferðinni ef fæðingar- blettur dökknar eða breytist eitt- hvað. „Fæöingarblettir eru samsafn af húðfrumum með litarkornum og þeir sem stunda sól- eöa ljósböð kvarta gjarnan yfir því aö þeir fái allt í einu fleiri fæðingarbletti eöa aö þeir dökkni. Þaö er eðlilegt að blettirnir dökkni í sól. I þeim eru litarkorn og eins getur fólk fengið fæðingarbletti á öllum aldri og flestir eru þeir hættulausir. Þeir geta þó breyst í krabbamein ef breyting verður í frumunum. Þeir breyta um lit, dökkna, fá á sig eins konar bláma og útlínurnar verða óreglulegar. Þeir stækka, það kemur í þá kláði, það blæðir ef til vill úr þeim. Þessi krabbameins- tegund nefnist melanóma eða sortuæxli og er illkynja og þarf að fjarlægja áður en þaö breiðist út. Það er því gott að hafa auga með því ef slíkar breytingar verða á blettunum.” 14 Vikan 26. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.