Vikan


Vikan - 28.06.1984, Side 30

Vikan - 28.06.1984, Side 30
Æ fleiri hús með viti Víða um veröld byggja menn nú skrifstofu- hallir sem innihalda orkustýrikerfi og full- kominn tölvuaðgang. Engin manneskja sinnir upphitun nýja City Place skýjakljúfsins í Hartford í Bandaríkjunum, þar hanga skynjarar um alla veggi og gefa tölvu- miðstöðinni merki ef hitastigiö breytist að einhverju marki. Við svo búið sendir stjórntölvan boö til loftræstikerfisins að koma aftur á réttu hitastigi. Komi upp eldur í City Place veröa skynj- ararnir varir við það og kveða til slökkviliðið. Jafnframt lætur tölvan loftræstikerfið draga úr súrefnismagni í loftinu á hæðunum undir og yfir eldinum. Loftræstikerfiö sogar eitur- gufurnar burt. Þegar slökkviliðsstjóri mætir loksins gefur tölvan honum nýjustu upp- lýsingar á sérstöku stjórnborði sem gerir honum kleift að senda menn sína á rétta staði í risabyggingunni. Ljósrofar eru ekkert venjulegir þarna. Á sumum skrifstofum sjá innrauðir skynjarar um að slökkva ljósin 12 mínútum eftir að síðasti maður yfirgefur skrifstofuna. Viti borin hús af þessu tagi sjá nú óðum dagsins ljós. Þau geta — eins og mennirnir — skynjað umhverfiö og aðlagað sig breytingum í því. Heilinn er myndaður úr tölvum og taug- arnar úr glertrefjaþráðum — hárfínum gler- þráðum sem bera boð með ljóshraða. Þeir sem hafast við í þessum byggingum eru á hraðri leið í gegnum nýjustu tæknibyltinguna, tölvu- og fjarskiptabyltinguna. í mörgum þessara bygginga geta leigj- endur fengið aðgang að nýjasta og full- komnasta tölvubúnaöi, gagnavinnslukerfum og öðru slíku. Dýrar fjárfestingar í slíkum búnaöi nýtast fjöldanum öllum af fyrir- tækjum sem hvert og eitt hefði annars ekki efni á aðgangi að svo fullkomnum græjum og hugbúnaði. I City Place-skýjakljúfnum geta leigjendur leigt tölvur, símabúnað og annað frá eigand- anum, United Technologies Building Systems Company. Ef leigjandi atvinnuhúsnæðisins á tölvubúnað getur hann stungið honum í samband við glertrefja-kaplakerfi hússins og þannig komist í samband við risatölvu í bygg- ingunni og notfært sér forrit af ótal gerðum. Tvö stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa í Boston er Massachusetts Transporta- tion-byggingin hituð af fólki, ekki olíu. Hlýtt loft frá skrifstofunum (1) er leitt í stokkana þar sem það hitar vatn í pípum (2). Upphitað vatnið rennur niður í kjall- ara þar sem hitajafnari (3) flytur varmann yfir í annað vatnskerfi sem hitar upp húsið. Ákveðinn hluti af vatninu rennur í geymslutanka í kjallaranum og myndar varabirgðir. Hinn hluti vatnsins í hitunar- kerfinu fer í veggina á ytri herbergjunum (4) og hitar loftið sem kemur inn í bygg- inguna (5). tekið sig saman um að útvíkka þessa aðferð við að gera húsin viti borin. Olympia & York verktakafyrirtækið, sem á 23 skrifstofuskýja- kljúfa víðs vegar um Bandaríkin, og United Telecommunications hafa tekiö saman höndum um tölvunetkerfið OlympiaNet. Það á að tengja saman borgir og álfur með gervi- hnöttum, glertrefjakerfum og tölvubúnaði. Ætlunin er meðal annars að bjóða forstjórum og öðrum stjórum aðgang að fundahöldum með notkun sjónvarps. Menn þurfa þá ekki lengur að ferðast á milli, þeir hittast í OlympiaNet, augliti til auglitis. Þetta er nú ekkert. Merkilegasti áfanginn í tölvuvæöingu skýjakljúfanna, fyrir utan hita- stýringu, öryggiseftirlit og annað, er tölvu- miöstöðin. Sumir halda því fram að með því skrefi færist menn stórum nær þeim tíma- punkti þegar allt innandyra lýtur stjórn tölvu en ekki mannsheilans. Orkustýrikerfið í City Place hefur enn ekki haft tíma til að sanna ágæti sitt, en sambærilegar byggingar hafa náð orkunotkun niður um 20 prósent. Sumir byggingaraðilar hafa meira að segja sam- tengt orkustýringuna í einni allsherjar miö- stöð, eins og til dæmis Honeywell í Atlanta í Georgia-fylki. Tölvustjórnstöö í einni byggingunni í Boston heldur uppi hitastiginu í hrollköldu vetrarveðri — án þess að nýta kyndikerfi með gamla laginu. Byggingin er hituð með því að endurnýta hitann sem fólkiö og vélarnar í byggingunni skapa. Brátt kemur að því að vitru húsin taka veðurspár með í reikninginn. Þau munu að líkindum ráða yfir veðurathugunarbúnaði uppi á þaki, en líka fá tölvuspár frá Veður- stofunni. Síðan ákveður örtölva hvernig eigi að nýta tæknibúnaðinn í byggingunni til aö bregðast við veðurbreytingum. Miklir peningar eru í veöi hjá þeim sem byggja svona tæknibyggingar. En þeir sem reisa þær telja að framtíöin verði þeim vil- höll. Fyrirtækin verða að spara orku, þau vilja hafa aðgang að því nýjasta í fjarskipta- og tölvutækni. I framtíðinni fer eflaust fjölg- andi byggingum sem stíga í vitiö og gera ýmislegt annað en veita þak yfir höfuðið. Úr Science Digest. 30 Vikan 26. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.