Vikan


Vikan - 18.07.1985, Síða 15

Vikan - 18.07.1985, Síða 15
„Ég hef verið verulega hrifinn af tveimur stjórnmálastefnum um ævina. Önnur er ekki framkvæman- leg og hina má ekki nefna." — Það kom fram þegar óg bað þig um að koma f viðtalið að þú hefur verið að gara þétt um Marfu Markan. Hvars vegna gerirðu út- varpsþætti? „Ég hef gaman af því. Það er fræðandi og uppbyggilegt fyrir mann sjálfan.” — Þú hefur mikinn tónlistar- áhuga? „Já, svo lengi sem ég man eftir mér hef ég haft áhuga á tónlist.” — Spilarðu? „Nei.” — Hver er þín uppáhaldstónlist? „Það er ekkert hægt að segja um það. Mjög margt. Það er sjálf- sagt einhver forgangsröð á því. Ég veit ekki hvað ég ætti helst að nefna.” Les mikið af draugasögum — En bókaáhuginn. Á hvernig bókum hefurðu mestan áhuga? „Ég les ekki mikið af þessum venjulegu skáldsögum. Yfirleitt mæta þær afgangi. Það er ýmislegt annað sem ég hef meira gaman af, smásögur til dæmis. Ég les líka mikið af draugasögum.” — Hvað ertu að lesa núna? „Ég er að lesa draugasögu. Svo er ég líka að lesa bók eða grein um tónlistarsmekk Þjóðverja.” — Hvernig hlustarðu á tónlist? Notarðu hana i bakgrunn eða siturðu og hlustar? „Ég hlusta mjög lítið á tónlist í bakgrunni. Það þýðir að yfirleitt hlusta ég einn. Þaö kemur þó fyrir að ég hlusta með fróðum mönnum. Þeir geta jafnvel veitt manni einhverjar upplýsingar. Maður nýtur stundum góðs af því sem aðrir eru að pæla í.” — Leggurðu mikið upp úr textum? „Þaö er misjafnt. Oftast vekur tónlistin þó meiri athygli mína en textinn. Yfirleitt.” Við förum nánar út í tómstundir Trausta. „Ég hefði einhvern tímann haldið aö ég myndi skipta mér meira af félagslífi. En mér sýnist ástandið vera þannig að ég hafi ekki tíma til að skipta mér af því. Ég hef mjög mikinn áhuga á pólitík, jú, en hún mætir afgangi. Ég hef veriö verulega hrifinn af tveimur stjórnmálastefnum um ævina. Önnur er ekki fram- kvæmanleg og hina má ekki nefna. „Ég trúi á 90% regluna." Og það má bæta því við að þetta er ekki þaö sem menn halda,” segir Trausti og neitar að gefa frekari upplýsingar um þessar stefnur. — Átt þú þér einhverja heimspeki? „Nei, ég held ekki. Auðvitaö er maður hrifnari af sumum reglum en öðrum. Það er ágætt lögmál sem segir að öll lögmál, sem geti brugðist, bregöist. Það er að vísu ákveðin mótsögn í því. En það er gaman að mótsögnum. ’ ’ Hef aldrei haft gaman af dýrum — Hvað gerirðu þegar þú átt frí? „Ég eyði miklum tíma í Borgar- nesi. Ég er þar yfirleitt þegar ég á frí.” — Nú finnst manni þú ekki beinlínis „fila það i botn" að vera i sviðaljósinu. Samt fæstu við að flora útvarpsþætti og hefur komið fram i sjónvarpsþáttum? „Já, ég hef svona mátulegan snert af fjölmiðlabrjálæði. En ég hef alltaf haft meira gaman af að veraábakvið.” — Þú ert utan af landi. Hefurðu gaman af sveit? „Nei, ég hef aldrei haft gaman af dýrum.” — Hefurðu gaman af borgum? „Nei, mér leiðist mikill mannfjöldi.” — Hver eru viðhorf þín til gróðurs? „Mér finnst alltaf huggulegt þar sem er mikill gróður. En um garöa og gróður veit ég ekkert. Það eru til greinar innan veður- fræðinnar sem tengjast náttúru og umhverfi.” Það fer sem fer Talið beinist að því hvers vegna Trausti hafi valið sór þetta lifsstarf. „Tilviljanir eru svo ráðandi að ég hef ekki tekið margar ákvarðanir um ævina. Einhvem veginn fara hlutimir eins og þeir fara.” — Er þetta viðhorf kannski eðlilegt framhald af reynslu af að spá um veður? „Ja, ég get sagt ýmislegt um það hvers vegna rignir í dag. En þegar lengra er litið flækist málið. Alhæfingar geta veriö skemmti- legar enda stundar maður þær. ’ ’ — Svo ég spyrji nú Jónasarlega að lokum: Ertu trúaður maður? „Það er erfitt að svara þessari spurningu. Ég hef engan mæli- kvarða miðað við aðra og veit ekki hvar ég lendi í litrófinu. Ég er á- byggilega trúaðri en margir. Vægt orðað.” Og þessi leyndardómsfullu orð verða lokaorð Trausta Jónssonar í spjalli okkar. Z9. tbl. Vikan is

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.