Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 17

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 17
Mæðgurnar Soffía Guðnadóttir og Sunna Björg Símonardóttir. „Ég segi ekki að það hefði ekki verið gott að hafa haft einhvern til að hjólpa sór með barnið þegar það grét nótt eftir nótt vegna eyrnaverks. Aftur ó móti eru engir konfliktar yfir uppeldisaðferðunum." Það voru ýmsar húmanískar greinar í Háskólanum sem óg hefði viljað lœra en. . . Soffía vann nokkur ár á Land- spítalanum, langaöi þá að breyta tU en varð þó jafnframt að hugsa um framtíöina. Hún ákvað því að fara í Kennaraháskólann. „Eg fór nú ekki í þennan skóla af neinni köUun tU að byrja með. Mér fannst þetta helst koma tU greina þar sem maður gæti aUtaf fengið vinnu eftir námið. Það voru ýmsar húmanískar greinar við Háskólann sem ég hefði vUjað læra, annaðhvort íslenska eða saga, en sem ég hefði svo kannski ekki getað fengið starf við. Það þýðir ekkert að hugsa um sUkt þegar maður er eina fyrirvinnan. Kennaranámið er hagnýtara og það er Uka hægt að fá vinnu við kennslu úti á landi og það fannst mérgóðurkostur.” Eftir námið fór hún síðan að kenna við grunnskólann á Akra- nesi og leigði þar íbúð með ann- arri konu — eða réttara sagt tvær íbúðir — og er nú að flytjast í þá þriðju þar sem þær Sunna munu búa einar í vetur. Soffía segist spara umtalsverðan pening við að leigja íbúð með öðrum þannig að kostnaðurinn deUist á fleiri en ætl- ar að athuga hvemig henni gengur að kljúfa það að búa ein. Það er töluvert ódýrara að búa úti á landi heldur en í ReykjavOc, bæði er leiga lægri og enginn kostnaður er vegna strætisvagnafargjalda. Aftur á móti er það varla æskileg- ur kostur að þurfa aUtaf að búa í leiguhúsnæði. Við höfum búið á sex stöðum á þessum sex árum síðan Sunna fæddist „Auðvitað langar mig til að kaupa mér íbúð, sérstaklega núna þegar Sunna fer að byrja í skóla. En það eina sem ég mundi mögu- lega treysta mér í væru verka- mannabústaðir. Gallinn við að kaupa hjá þeim er sá að maður hefur takmarkað vald yfir því hvar maður fær að kaupa íbúð. Reyndar má koma með óskir um staðsetningu en ef síðan býðst íbúð á stað þar sem maður gæti ekki hugsað sér að eiga heima og maður neitaði henni, þá lenti maður aftast á listanum aftur. Þetta tæki því eflaust mörg ár. Enda finnst mér ekkert sérlega spenn- andi að leggja út í íbúðarkaup upp á það að vera svo plantað einhvers staðar þar sem maður vill ekki vera.” Eins og flesta langar Soffíu líka til að eignast bfl. Hún hefur verið bfllaus í nokkur ár eða síðan Hill- maninn eyðilagðist í árekstri, en hún yrði þá að taka lán og segir að það ráðist af fjárhagnum í vetur hvort hún treysti sér til að ráða við afborganir af bankaláni. En fyrir utan bágborinn fjárhag, er erfitt að vera einstæð móðir? „Mér fannst allt hræðilega erfitt fyrst. En mér finnst núna að ég hafi velt mér of mikið upp úr erfiðleikunum. Eg mundi slappa miklu betur af núna með þá reynslu sem ég hef að baki. En ég segi ekki að það hefði ekki verið gott að hafa haft einhvem til að hjálpa sér með bamið þegar það grét nótt eftir nótt vegna eyma- verks. Aftur á móti eru engir konfliktar yfir uppeldisað- ferðum,” segir Soffía glettnislega. Sunnu þætti hálfskrítið ef það væri „dagpabbi" sem passaði hana Hún er aftur á móti sammála því sem margir segja, að böm ein- stæðra mæðra kynnist oft karl- mönnum alltof lítið þar sem uppalendur em flestir konur: móðir, fóstrur og kennslukonur. En hvort þetta hafi haft einhver afgerandi áhrif á Sunnu segist hún ekki geta séð en telur aftur á móti að hún treysti konum betur ef hún þarf að leita til einhvers um hjálp. Ef hún hefur þurft að skilja Sunnu eftir á ókunnugum stað þá spyr hún hvort þaö sé ekki örugglega einhver kona þama. „Eg hef nú tekiö Sunnu mjög mikið með mér, eiginlega allt nema á böll og bíó, og hún hefur því kynnst mjög mörgum. Ég hef gætt þess að láta það ekki hindra mig í að hitta annað fólk þó ég sé með bam með mér. Hún hefur farið í öll ferðalög með mér en mamma og systur mínar hafa litið eftir henni fyrir mig ef ég hef þurft áþvíaðhalda.” Námslánin voru hærri en launin sem hún fókk að loknu námi Aðspurð segir Soffía aö það sem hún hafi helst þurft að láta á móti sér eftir að hún varð einstæð móð- ir séu utanlandsferðir og að hún hafi ekki getað farið út í neinar dýrar fjárfestingar, en í sumar ætlar hún meö Sunnu til Norður- landa í heimsókn til vinafólks. Hún var svo heppin að ná í sér- staklega ódýra farmiða því eins og alþjóð veit eru kennaralaunin ekki há og lítið aflögu hjá ein- stæðri móður þó sparsöm sé. „Þegar ég var á námslánum fékk ég 90% af áætluðum fram- færslukostnaði, en þegar ég fór síöan að vinna að námi loknu voru launin lægri en námslánin. Og að lokum: Telur Soffía að það gæti einhvers sérstaks við- horfs í garð einstæðra mæðra? „Ég hef nú ekki orðið fyrir neinu sjálf en hef heyrt hjá vinkonum mínum aö sumir líti á einstæðar mæður sem óæskilega leigutaka, telji þær jafnvel léttari á bárunni en aðrar konur og að þær stundi skemmtanalífið stíft. Þetta er al- veg furðulegt viðhorf þegar tekið er tillit til þess að flestar þessar konur hafa minni fjárráð og færri tækifæri en flestar aðrar til að skemmta sér. En það er eitt atriöi sem ég tel mikinn kost við það að vera ekki í sambúð,” segir Soffía hrekkjaleg á svip, „en það er að þurfa ekki að standa í meiri háttar matseld því hún er eiginlega neðst á vinsældalistanum hjá mér. ’ ’ Og við förum ekkert út í það að spyrja hvaða kostir séu við það að vera í sambúð en óskum þeim mæðgum góðrar ferðar í fyrsta fríið sitt saman til útlanda. 29. tbl. Vlkanl7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.