Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 24

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 24
| Heimilið Hættu í megrun! Geröu áætlun um að hreyfa þig rösklega í 30 —40 mínútur á dag, fjóra daga vikunnar, og líkami þinn mun brenna fitu allan meðan þú sefur. Hvers vegna ekki aö hætta í megrun og ákveöa að reyna aldrei aftur? Áreiöanlega hafa margir ákveðið fyrir sumarið að fara í megrun til þess að geta spókað sig grannir og spengilegir á strönd- inni og notað síðan eitthvað virki- lega áhrifaríkt eins og til dæmis harðsoðin egg og banana í hálfan mánuð. Það er hræðilegt á meðan á því stendur en árangurinn verður góður. Þú veist það því þú hefur svo oft gert þetta áður. . . En hvers vegna hefurðu farið svona oft í megrun? Hvers vegna þyngdistu eftir síðustu megrun? Vantar viljastyrk eða er það eitt- hvað við megrunarkúra sem gerir jafnvel ennþá liklegra að þú þyng- ist meira eftir á? Sterkar Úkur benda til þess að sú sé raunin. Hvers vegna virka megrunarkúrar ekki? Hugmyndin á bak við sveltikúr er aö losna við mikið á stuttum tíma, allt upp í 10 kíló, og gert er ráð fyrir því að það sem tapast sé fita. Það er ekki rétt. Fyrst og fremst tapast glykogen sem er kolvetni geymt í lifur og vöðvum. Glykogenið er bundið miklu vatni og saman standa glykogen og vatn undir nokkrum kílóum. Eitthvað losnum við við af fitu og vöðvum og einnig vefjum úr líffærum. Það á sérstaklega við um kyrrsetufólk. Til dæmis má nefna konu sem tapar 10 kílóum í sveltikúr. Fimm kíló eru sennilegast vatn og glykogen, tvö og hálft kfló vöðvar og vef ur og aðeins þau tvö og hálft kfló sem þá eru eftir eru fita. Hvað gerist þegar megruninni lýkur? Glykogenskorturinn sér fyrir sterkri hungurtilfinningu þannig að hugsunin snýst um mat. tímann, jafnvel á Það er ekki vfljastyrkinn sem vantar heldur er líkaminn að reyna að bæta upp glykogentapið. Konan nær aftur upp fyrri þyngd sinni og sú þyngd, sem hún tapaði áður í formi vöðva, kemur aftur sem fita. Þrátt fyrir sömu þyngd er meiri fita á líkamanum og minna af vöðvum. Afleiðingin verður skvapfeit kona í slæmu formi. Þegar þú ákveður að fara í megrun og ferö í megrun bregst líkaminn við hættuástandi og reynir að varðveita orkuforðann. Hann hægir á efnaskiptunum og þau haldast hægari, jafnvel eftir að þú ert farin að borða eðlilega aftur. Konan sem tapaði 10 kflóum í megrun hefur lfldega þurft um 2000 kaloríur á dag. Eftir megrunina getur verið að hún þurfi ekki nema 1500 kalolríur. Eina leiðin til þess að bæta ekki á sig aftur er að vera sísvöng og borða minna en smábam. Allt hljómar þetta sem vonlaust en það er það ells ekki. Tfl eru leiðir til þess að stjóma vaxt- arlagi og þyngd án þess að vandamálin, sem eru talin hér að ofan, fylgi með. Jafnvel getum við lagfært allan þann skaða sem við án efa höfum valdið á okkur meö eilífum megrunum og þyngingum. Mikilvœgi hreyfingar Áður var hreyfingin mjög van- metin af megrunarkúrasérfræð- ingum. Til þess að hjóla af sér einn kökubita þurfti að hjóla í hálf- tíma og góð máltíð þýddi rösklega gönguferð frá Hafnarfirði tfl Reykjavíkur. Hreyfingin var því ekki tekin með í reikninginn. Ráð- ið var að draga úr matnum niður í 1500 kaloríur, jafnvel 1000 á dag, minna en líkamanum er nauðsyn- legt í innri starfsemi svo sem meltingu, öndun og þess háttar. Ef matarskorturinn leiddi tfl svima og þreytu var matarkúristanum ráðlagt að hvfla sig meira eða liggja fyrir og ekki vinna neina líkamlega vinnu. Þessi rök ganga ekki upp. Grannt fólk gengur ekki frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og til baka eftir hverja máltíð. Árangur hreyfingar heldur áfram aö koma fram eftir að henni er hætt. Þegar þú hreyfir þig byrjar líkaminn á að brenna glúkósa úr blóöinu til þess að fá orku. Eftir um það bil 10 mínútur er glúkósinn búinn og byrjað er á glykogeninu. Það er líka til í takmörkuðu magni þannig að ef þú ert ennþá trimm- andi eftir hálftíma byrjar líkam- inn að breyta fituforðanum í orku. Þetta mikilvæga ferli heldur áfram, jafnvel eftir að þú ert hætt/ur hreyfingunni. Ráöið er því þetta: Geröu áætlun um að hreyfa þig rösklega í 30—40 mínútur á dag, fjóra daga vikunnar, og líkami þinn mun brenna fitu allan tímann, jafnvel á meðan þú sefur. Þú getur innbyrt fleiri kaloríur og lést. Eina skflyrðið er að hreyfingin verður að vera súrefniskrefjandi. Þú verður að mæðast. Þú átt að anda dýpra og hjartað að slá hraðar og pumpa súrefninu tfl allra frumna líkamans. Þú getur valið að fara í leikfimi, hlaupa úti eða ganga rösklega. Það sem skiptir mestu er hvemig þú gerir það. Þú getur meira að segja þvegið bflinn þinn þannig að það teljist með. Þú átt að veröa þægflega móð/ur. Reyndu að tala á meðan, þú ættir að geta það en rykkjótt. Getirðu talað viðstöðu- laust hefur hreyfingin ekkert að segja. Ef þú getur ekki talað getur þú ekki andaö djúpt svo það virkar ekki heldur. Veldu þér rétta hreyfingu sem fellur inn í lifsmunstur þitt. Það sem er mikilvægt er að hreyfa sig reglulega, hlaupa, ganga rösk- lega, synda og hjóla, allt er þetta tilvalið. Að borða meira Venjulega er talið að kyrrsetu- manneskja þurfi um 2000 kaloríur á dag. 1 þessum 2000 kaloríum verða að felast öll nauðsynleg næringarefni og við verðum að gera ráð fyrir að í þeim felist líka þær 550 kaloríur sem flestir Vesturlandabúar innbyröa af sykri sem hefur ekkert næringar- gildi. Einhver hluti af kaloríunum 1450, sem ekki eru sykur, er ef til vill dósamatur, pakkamatur eða unnin matvara sem hefur minna næringargildi en hráefnið. Með þetta í huga er líklegt að ekki náist nema 60—70% af nauðsynlegum næringarefnum og við þjáumst af vægum næringarkorti eða borðum meira en 2000 kaloríur á dag og fitnum. Áð meðaltali fara um 50 kfló af sykri ofan í sérhvert okkar á ári, mest falið í kökum, drykkjum og pakkamat. Sykurátið hækkar sykurinn í blóðinu og lætur hann síðan falla sem veldur löngun í sykur. Til þess að tryggja að þú fáir næga næringu og finnir ekki til svengdar átt þú að einangra sykur úr fæöinu og draga úr fitu eins og þú getur. Borðaðu heilhveiti- brauð, hýðishrísgrjón, bakaðar kartöflur með hýði, léttsoðið eða hrátt grænmeti og ávexti. Veldu undanrennu, skyr, léttjógúrt og kotasælu, fisk og kjúkling í staðinn 24 Vikan Z9> tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.