Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 19

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 19
búnar að hlaupa af sér hornin? Furstadæturnar í Mónakó, Karólína og Stefanía, eru sívinsælt umfjöllunarefni blaða um heim allan. Þær eru fallegar og ríkar stúlkur sem eru ekkert fyrir það að læð- ast með veggjum. Þær klæða sig áberandi og glæsi- lega, taka mikinn þátt í samkvæmislífinu á heimaslóð- um, í París og hvar sem þær koma. Þar fyrir utan hefur gengið á ýmsu í ástamálum þeirra systra. Stefanía er orðin tvítug og Karólína tuttugu og átta og segir nú í þeim erlendu blöðum sem hvað dyggilegast hafa fylgst með stúlkunum að þær séu báðar komnar í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu. Skilnaður Karólínu við Philipe Junot var erfiður og sárs- aukafullur, ekki síst vegna þess hve blöðin fylgdust náið með hverju fótmáli þeirra beggja og færðu Karólínu stundum fréttim- ar af uppátækjum eiginmannsins. Dauði móður þeirra systra, Grace Kelly, var afar sviplegur og þær systur tóku hann mjög nærri sér, einkum Stefanía. Stefanía, þá aðeins 17 ára, var með móöur sinni í bílnum þegar bilun varð í stýrisbúnaði og bíllinn rann út af veginum. Stefanía slapp að mestu ómeidd en var lengi að ná sér eftir áfallið. Stefanía er yngst systkinanna. Hún var alin upp sem litla bamið í fjölskyldunni, umvafin ástúð og öryggi foreldra sinna og eldri systkina. Þegar móðir hennar dó breyttist Stefanía mjög skyndi- lega úr hressum og kátum ungl- ingi, sem hafði alist upp við öryggi og vellystingar, í þunglynda, skapstygga stúlku sem hvæsti á ljósmyndara, var í fýlu á opinber- um mannamótum og fór ekki dult með það, klæddi sig nákvæmlega eins og henni sjálfri sýndist og átti í nokkrum býsna fjörlegum ástar- ævintýrum. Hún klæddi sig í leður- jakka, eiturgrænar buxur, litaði hárið rautt og grænt, reykti, drakk og dansaði og skemmti sér allar nætur fram undir morgun. Fréttamenn og ljósmyndarar frá slúðurblöðunum eltu hana á rönd- um og fullyrtu að hún væri að því komin að fá taugaáfall. Um tíma var hún mikið með Paul, syni leikarans Jean Paul Belmondo. Eftir að því sambandi lauk átti hún stutt en eldheitt ástarsam- band við son annars leikara, Anthony son Alain Delon. Sá þykir enginn fyrirmyndarpiltur og hefur meðal annars fengið dóm fyrir að stela bíl og hefur gert föður sínum lífið leitt með ýmsu móti gegnum tíðina. Furstafjölskyldan spilar stórt hlutverk í því að laða ferðamenn og auðkýfinga til Mónakó. Menn þar í landi höfðu áhyggjur af því að Stefanía væri á góðri leið með að eyðileggja þá virðingu sem al- menningur hafði alltaf borið fyrir furstafjölskyldunni og forvitnina um hagi hennar. Vinir Stefaníu og fjölskylda óttuðust um heilsu hennar. En smátt og smátt tók Stefanía að jafna sig og róast. Hún hefur verið að læra fatahönnun hjá Marc Bolan hjá Christian Dior tískuhúsinu og þykir mjög efnileg. Það sem ekki skiptir minna máli er að hún hefur mjög gaman af þessu námi og það hefur gefið henni vissa fótfestu í tilverunni. Hún getur nú talaö um móöur sína og samband þeirra og segist alltaf hafa dýrkað hana. Hún kemur nú æ oftar fram opinberlega í fylgd föður síns eða ein og er hætt að fela sig fyrir ljósmyndurum eða reka út úr sér tunguna framan í myndavélamar. Hún hefur líka starfað nokkuð sem ljósmynda- fyrirsæta. Stefanía stundar skemmtana- lífið ekki eins grimmt og áður. Hún hefur gaman af því að eiga róleg kvöld heima með hundunum sínum og horfa á sjónvarpið. Eitt af því sem Stefanía hefur gaman af að gera er að passa fyrir systur sína. Andrea, sonur Karólínu, er nú orðinn ársgamall og eftirlæti allra. Hann er sonur seinni eiginmanns Karólínu, Stephano Casiraghi. Karólína kemur nú fram sem æðsta kona furstadæmisins, afar virðuleg og glæsileg eins og stöðu hennar sæmir. Karólína hafði á yngri árum mjög gaman af því að haga sér og klæða sig samkvæmt eigin geðþótta þó það væri reyndar aldrei á sama hátt og Stefanía. Karólína hafði gaman af Sonur Karólínu, Andrea, er orðinn ársgamall og uppðhald allra. að klæða sig dálítið djarft og glannalega. Þá var oft sagt að Grace móðir hennar, sem var Karólina hafði líka gaman af að klœða sig dálitið glannalega á árum áður. Hollywood-stjama áður en hún gifti sig, hefði klæðst eins og prins- essa en Karólína dóttir hennar eins og Hollywood-stjama. Karólína valdi sér sömuleiðis fylgisveina eftir eigin höfði og oft var flennt upp myndum, teknum með lengstu aðdráttarlinsum, af henni og einhverjum glaumgosan- um. Um tíma var Karólína með Roberto Rosselini og töldu þá margir að þau myndu smella sér í hnapphelduna. Ur því varð ekki. Það slitnaði mjög snögglega upp úr því sambandi og varð það for- síðuefni blaða um víða veröld. Samband Karólínu og Stefano Casiraghi hafði hins vegar ekki staðið mjög lengi þegar þau gengu í það heilaga og brátt var tilkynnt að bam væri í vændum. Systumar eru nú sem fyrr eftir- lætisefnl slúðurblaða. Mónakóbú- ar varpa öndinni léttar og telja að systumar hafi hlaupið af sér hom- in og virðingu furstafjölskyld- unnar og þar með Mónakó sé borg- ið. 29. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.