Vikan


Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 44

Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 44
Fimm mínútur með Willy Breinholst Gjora svo vel að skola Ég hafði lengi verið með seyöing í einni augntönn- inni en reyndi eins lengi og rnér var mögulegt aö hugsa um eitthvað annað. Að því kom samt að tannpínan varö óbærileg eitt síðdegið þegar ég var frammi í eld- húsi að lauma mér í fransk- brauösneið með hunangi. — Fljót, hrópaði ég í ör- væntingu til Maríönnu, út- vegaðu mér heita bakstra í snarheitum — og nokkra kamfórudropa! — Bakstra! fnæsti hún. Svo hringdi hún í tannlækn- inn og pantaði tíma handa mér. Tíu mínútum síðar sat ég á biðstofu tannlæknis- ins. Það voru fimm eða sex manns á undan mér svo ég reyndi að fá mér smá- blund. —Gjörsovel, næsti! Enginn hreyfði sig. — Hver er næstur? Allir bentu á mig. — Hann, lugu þau. Áður en ég náði að malda í mó- inn var aðstoðarstúlkan búin að ýta mér inn í skoðunarherbergið. — Já, gjörsovel að fá þér sæti í stólnum þarna, sagði tannlæknirinn. Ég fékk mér sæti og hann kom nær með spaða og spegil. — Opna munninn! Aha, ekki lítur það vel út! Það þarf rótfyllingu hér. . . alla röðina. Þú getur 44 Vikan 29. tbl. bölvað þér upp á að við verðum að gera eitthvað í þessu! Ég iðaði órólegur í sæt- inu. — Er ekki til eitthvað sem heitir sársaukalaus meðhöndlun? tuldraöi ég. Tannlæknirinn rak upp skellihlátursroku! — Sársaukalaus tann- viðgerð! Jú, í auglýsingun- um, herra minn! I reynd get ég hengt mig upp á að þú verður var við þetta. Hann tók spegilinn út. Svo tróð hann bómullar- hnoðrum vandlega í bæði eyrun. — Skilurðu, sagði hann og setti vatnsbor og stóra töng á borðið. Hljóðhimn- urnar eru orðnar dálítið illa farnar og hætt við að springa þegar ég er með sjúklinga með svona von- lausa jaxla og augntennur og þú. Viltu láta mig fá sprautuna, fröken Möller? Aðstoöarstúlkan rétti honum sprautuna. Hann bað hana að bretta aðra ermina upp og sprautaði hana síðan í upphandlegg- inn. — Ég gef henni alltaf ró- andi sprautu þegar ég er að fara af stað með svona jaxlagren eins og þú ert með, sagði hann, hún er svo ung ennþá. Það er alveg óverjanlegt að hún þurfi að verða fyrir þungum áföll- um á þessum aldri. Opna munninn! Já, opna, segi ég, maður! Auðvitað er ástæða til að vera hræddur en þetta verður maður nú samt að gera, er það ekki? Hann reyndi að þvinga tennurnar á mér í sundur með einhvers konar þvingu en það ætlaði ekki að ganga svo léttilega. Ég greip um báða handleggina á honum og hélt þeim eins og í skrúf- stykki. Ég var ákveðinn í að sleppa honum ekki fyrr en hann hefði lofað mér að kasta öllum borum og öðrum tryllingstólum frá sér, helst út um gluggann. — Nú, svo þú ert þá af þessum flokknum! sagði hann með krampakennt bros á vör, en við eigum ráð við því! Fröken Möller, kitlaðu hann. Fröken Möller kom nær og kitlaði mig hressilega undir höndunum. Ég sleppti takinu og spriklaði í stólnum. — Hættu þessari vit- leysu, hættu, hló ég, ha! ha! ha! Fröken Möller hætti og ég lagði hendurnar á armana á stólnum með leðuráklæðinu. Spilið var tapað. — Þá leggjum við í hann! sagði tannlæknirinn sigri hrósandi, opnaðu nú munninn reglulega vel! Nú kem ég með stóra borinn, aðalpíningartækið á staðn- um. „Tannstöngull and- skotans” er hann kallaður. — Er ekki hægt að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.