Vikan


Vikan - 18.07.1985, Side 29

Vikan - 18.07.1985, Side 29
 bflar, Essex frá 1929 og Hupmobfle frá sama áci. Hreinsunardeildin greip í tómt Litlu munaði að þessi Hupmobfle endaði sitt skeið þama uppi við Reynisvatn. Af því varð þó ekki því Pétur Jónsson, starfs- maður Þjóðminjasafnsins, frétti af bflnum og flutti á óhultan stað. Ekki mátti tæpara standa því hreinsunardeildin hafði fengið veður af bflhræi þama, kom á staöinn en greip í tómt. Daginn áður hafði Pétur tekið bflinn. Árið 1979 komst bfllinn svo í eigu Hinriks Thorarensen bankastarfs- manns. RE—724, en það var númerið á bflnum í árdaga, er af gerðinni Hupmobfle „Century 8”, árgerð 1929 eins og fyrr segir. Kristinn Guðnason hafði á sínum tíma um- boð fyrir Hupmobile bifreiðar. Hann flutti þennan bfl inn og hann var síðan notaður sem leigubfll til 1935 en þá varð það óhapp að bensínleki orsakaði sprengingu í honum og brann hann illa. Þetta geröist á svipuðum slóöum og Garðabær er nú er bfllinn var á leið tfl Hafnarfjarðar. Kristinn Guðnason keypti bflinn og lét gera við hann, lagfæra vél og gangverk og endumýja yfirbyggingu. Því miður var yfirbyggingunni eða „boddíinu”, eins og það heitir á bflamannamáli, mikið breytt tfl þess að unnt væri að nota bflinn sem sendibfl. Yfirbygging bflsins var eftir þetta lítið lík því sem verið hafði í upphafi. Tvöboddítil í heiminum Eins og fyrr segir eignaðist Hinrik Thorarensen „Höppinn” 1979. Hann sá strax að ekki var unnt að notast við yfirbygginguna sem var á bflnum og nauðsynlegt að fá hana erlendis frá. En þar er vissulega ekki um auðugan garð aö gresja. Aldrei var framleitt mikið af bflum þessarar tegundar. Verksmiðjan var sett á stofn 1909 en fór endanlega á hausinn 1940 og 1 aðeins nokkrir tugir þúsunda bfla vom framleiddir á hverju ári frá 1928 en þá kom fyrsti bQlinn. Nú er talið að til muni vera um 40 bflar af dýrustu gerðinni af Hupmobile í heiminum sem er einmitt „Century8”. Við eftirgrennslan Hinriks kom í ljós að lfldega mundu vera til tvær heillegar yfirbyggingar í heiminum. önnur þeirra var í Hór sést ofan í vólarhúsið ó bfl Spónverjans Juan Torras, Hupmo- bile eins og þeir garast fallegastir. Astralíu en hin á Spáni. Sú í Ástralíu reyndist ónýt en til allrar guðs lukku var sú sem til var á Spáni hefl. Hinrik Thorarensen ritaði eigandanum, sem heitir reyndar því skemmtilega nafni Juan Torres, og falaði af honum gripinn. Eftir tilboð og gagntflboð gekk saman með þeim og Hinrik ákvað að leggja land undir fót og fara til Spánar að sækja þetta. Til farárinnar með sér fékk hann annan fombflaáhugamann, Helga Magnússon bókavörð. VIKAN frétti af þessum leiðangri og stóðst ekki mátið að fá ferða- söguna frá þeim félögum. — Hvernig kom þetta til, Hinrik? „Þegar ég var búinn að ná bfln- um sá ég fljótlega að boddíinu hafði verið breytt það mikið að ekkert var hægt að styðjast við það í endurbyggingunni. Það var því ekki annað að gera fyrir mig en fá það erlendis frá. Eg kom mér í samband við áhugamenn um Hupmobile bfla í Banda- ríkjunum og einn þeirra, Don Roetman, hélt sig muna að til væra yfirbyggingar í Ástralíu og á Spáni. Hann gat gefið mér nöfn og heimilisföng mannanna sem áttu þetta. . . . og svona var hann þegar Hinrik Thorarensen tók hann upp á sfna arma 18 árum sfflar. Svona var hann þegar mvndin birtist af honum f Vikunni 1963. 29. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.