Vikan


Vikan - 18.07.1985, Page 9

Vikan - 18.07.1985, Page 9
13 ÍNÆSTUVIKU: L5 Lífsreynsla — Hommar Á hvaö mundi maður giska ef það stæði Guðni Baldursson og Helgi Magnússon á dyraspjaldinu? Hálfbræður sem búa saman? Háskólastúdentar utan af landi sem hafa leigt sér íbúð þar sem þeir læra og leika sér? Eða: Hommar sem þora að koma fram undir nafni? Það er lóðið. Helgi og Guðni eru hommar sem hafa búið saman í sex ár. Frá þeim verður sagt í næstu VIKU undir fyrirsögninni: Látum köttinn nægja. Óttastu samkeppnina, Markús Örn? Markús örn Antonsson hefur verið útvarpsstjóri frá síðustu ára- mótum. Hvernig skyldu móttökurnar hafa verið? j júní síðast- liðnum samþykkti Alþingi ný útvarpslög sem afnema einkarétt Ríkisútvarpsins um næstu áramót. Skyldi þessi eign allra lands- manna veslast upp og deyja í samkeppninni? Þetta er meðal þess sem ber á góma í viðtali við útvarpsstjóra í næstu VIKU. Skemmtilegra — ódýrara — frumlegra Heimasaumur hefur færst í vöxt að undanförnu. Við fjöllum um hann á tískusíðum og þrjár konur, sem hafa saumað á sig sjálfar, sýna klæðnaðinn, segja frá reynslu sinni í heimasaumi, hvar þær fengu efnið og hvað það kostaði að sauma á sig. Auk þess má nefna: úttekt í léttum dúr á því hvað Kanar gera á degi hverjum (tíu fara til dæmis til læknis vegna ofneyslu víta- mína), bleikt hús í dálkinum Byggt og búið — bílaprófun Vikunnar á Citroén Axel — trúða úr trölladeigi í handavinnu — spurningaleik sem segir þér hvernig þinn innri maður kemur fram í handtöskunni — Go West á framabraut í poppi — Videó- Vikuna — Willy Breinholst — krossgátu og fleira. Trúlofunarhringar 14 og 18 karata * Skartgripir í úrvali * Fljót afgreiðsla * Við smíðum, þér veljið Myndbœklingar með trúlofunar- hringum. — Póstsendum JÓHANNES LEIFSSON GULLSMIÐUR LAUGAVEGI 30 SÍM119209 29. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.