Vikan - 18.07.1985, Blaðsíða 39
Hess með í ráðum viö að semja lög
sem sviptu gyðinga öllum
borgaralegum réttindum. Jafn-
framt átti Hess að vinna aö því að
styrkja foringjaímyndina hjá
Þjóðverjum.
Ferðin til Skotlands
10. maí 1941, þegar nákvæmlega
ár var liðið frá því aö Bretar her-
námu Island, var heimsstyrjöldin
í algleymingi. Þjóðverjar höfðu
lagt undir sig Pólland, Danmörk,
Noreg, Holland, Belgíu og
Frakkland og Hitler var að búa sig
undir innrás í Rússland. Fyrr-
nefndan maídag flaug Hess öllum
að óvörum til Skotlands. Hann
stökk út úr flugvélinni nálægt
fyrr en í réttarhöldunum í
Niirnberg eftir stríö. Þar var hann
dæmdur í ævilangt fangelsi. Þeg-
ar hann heyrði dómsorðið sagði
hann: „Mér líður vel að vita það
að ég hef gert skyldu mína. Ég
fylgdi foringja mínum og sé ekki
eftir neinu. Ef ég stæði aftur í
sömu sporum mundi ég gera ná-
kvæmlega það sama.”
Hann hefur nú dvaliö í
Spandau-fangelsinu í tæp 40 ár og
er enn við sama heygarðshorniö.
Ekki er alit
fertugum fært
Hann hefur verið fangi í 40 ár og
svo sannarlega ekki fær um allt.
Eftirlitið meö fanganum er
Vel er fylgst með öllum
samskiptum Hess við umheiminn.
Hann fær að lesa dagblöðin með
þeim fyrirvara að í þeim sé ekkert
efni sem snertir nasista eða
gyðinga. Hann fær aö senda frá
sér eitt sendibréf í viku til
fjölskyldu sinnar. Lengdin er tak-
mörkuð við 2000 orö. Hins vegar
má hann aðeins taka á móti
gestum einu sinni í mánuði. Meöal
fastagesta hjá Hess eru kona
hans, sonur og einkalögfræðingur.
Hann má ekkert ræða um
hugsanlega náðun við lög-
fræðinginn sinn. Þó hefur hann
sótt tvisvar um náðun, 1980 og
1982. I bæði skiptin fékk hann
borga brúsann og kostnaðurinn
við rekstur Spandaufangelsisins
er geigvænlegur.
Lass Hess frei
Algengt veggjakrot í Vestur-
Þýskalandi á undanförnum árum
er slagoröið Lass Hess frei sem
þýöir „látið Hess lausan”
Mörgum finnst nefnilega engum
tilgangi þjóna aö halda þessu
örvasa gamalmenni í fangelsi.
Hann sé fyrir löngu búinn að taka
út sína refsingu og það eigi að
sleppa honum af mannúðará-
stæðum.
Aörir eru algjörlega á
öndverðri skoðuri. Þeir halda því
Frú llse Hess heimsækir manninn
sinn regiulega í fangelsið.
Loftmynd af Spandau-fangelsinu f Vestur-Berlín. Bretar, Frakkar, Sovétmenn og Bandarikjamenn ráða
þar húsum.
Glasgow. Hugmynd hans var að
semja frið við Englendinga á eigin
spýtur til að Hitler gæti snúið sér
alfarið að Rússum.
Hess var haldiö sem stríös-
fanga það sem eftir lifði stríðsins
og Foringinn lýsti því yfir að
staðgengill sinn væri ekki með öll-
ummjalla.
Segir nú ekki af ferðum Hess
geysistrangt sem sést best á
starf smannalistanum.
Það er fylgst með hverju fót-
máli hans og líflæknarnir fjórir
sitja heldur ekki aðgerðalausir.
Hess fer hvern morgun í stutta
læknisskoðun. Heilsufarið er ekki
eins og best verður á kosiö,
hjartað er farið að gefa sig
og hann gengur við staf.
synjun. Málið er ekki svo einfalt.
Yfirstjóm Spandau-fangelsisins
er hjá fjórum þjóðum: Rússum,
Bretum, Frökkum^g Bandaríkja-
mönnum. Þær hafá ekki getað
komiö sér saman um að náöa
þennan dýrasta fanga í heimi.
Þessar þjóðir skiptast á að gæta
Hess þrjá mánuði í senn. Það eru
hins vegar Vestur-Þjóðverjar sem
fram að Rudolf Hess geti aldrei
náð þeim aldri að hann ljúki við
að afplána sína refsingu.
Á meðan menn skiptast á
þessum ólíku skoðunum paufast
Hess um gólfin í Spandau-fang-
eisinu. Líkkistan stendur tilbúin í
kjallaranum og þegar sá gamli
snýr upp tánum missir fjöldi
manns atvinnu sína.
29. tbl. Vikan 39