Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 4

Vikan - 17.10.1985, Síða 4
LAURA ASHLEY ómantíkin í hávegum höfð Fyrir 30 árum byrjaði Laura Ashley ásamt eiginmanni sinum að búa til úr bómullarvefnaði smáhluti eins og borðdúka og slæður sem þau siðan seldu i verslanir. Þau voru að þessu i eldhúsinu heima í ibúð sinni i London. Þessi heimilisiðnaður var upphafið að fyrirtæki sem i dag er heimsþekkt fyrir framleiðslu sina á sárstæðum fatnaði, húsbúnaði, veggfóðri og efn- um. Fyrirtækið er enn fjölskyldufyrirtæki og er með á þriðja hundrað sór- verslanir út um allan heim. Stíll Lauru Ashley er mjög sérstakur og á þaö við um alla framleiðsluna. Hugmyndir að hönnun eru sóttar til 19. aldarinnar og þá sérstaklega i Viktoriutimann. Laura Ashley framleiðir einungis fatnað á kvenfólk frá þriggja ára aldri og upp úr. Sniöin breytast ekki mikið frá ári til árs. Grunnurinn er klassisk lina i rómantiskum stil. Straumar og stefnur i tiskuheiminum hverju sinni setja þó sinn svip á framleiðsluna. Fötin eru gamaldags á sinn einstæða hátt, rómantisk og kvenleg. Efnin eru, eins og í byrjun, fyrst og fremst bómullarefni. Laura Ashley stjórnaði sjálf hönnuninni þar til nýlega að sonur hennar tók við því hlutverki. Hann hefur bætt við framieiðsluna fatnaði sem er meira í anda 20. aldarinnar en þó mun heildarsvipinn einkenna áfram hinn þekkti, sérstæði Lauru Ashley stíll. Fatnaður sérstaklega hannaður fyrir unglinga er nú i fyrsta skipti i boði. Verstunin Kistan við Snorrabraut selur vörur frá Lauru Ashley á islandi. Þegar þessi þáttur var gerður voru vetrarvörurnar að berast i verslunina og af þeim sökum höfum við ekki verð á þeim sýnishornum úr vetrartiskunni '85—'86 sem við birtum myndir af hér á opnunni. Við höfum þó fregnað að verði sé mjög i hóf stillt og það hafi alltaf verið eitt af markmiðum Lauru Ashley að framleiða vandaða vöru fyrir litið verð. ■4 KiP* ” "““■'í’srtlM «' og kveniegt-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.