Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 7

Vikan - 17.10.1985, Síða 7
árum, 26 ára. Hvernig hefur þár gengið eftir að þú varðst forstöðumaður, til dæmis í samskiptum þinum við aðra starfsmenn? „Það er mjög mikilvægt að starfslið á svona stað sé samhent. Forveri minn hér hefur verið mér góð fyrirmynd að þessu leyti því hann var blessunarlega laus við yfirmannskomplexa og bar flest mál undir starfsmenn og ég reyni að gera slíkt hiö sama. Það er að vísu lítil reynsla komin á vinsældir mínar en tímhin veröur bara að leiða þetta í ljós. Ég held aö þaö breyti litlu að ég er kvenmaöur nema þá helst hjá sjálfri mér. Þá meina ég að mér finnst að ég þurfi ef til vill að sanna betur ágæti mitt en karlmaður í sömu stööu þyrfti aðgera.” — Hvernig tóku krakkarnir þár? „Krökkunum fannst þetta ekkert skrýtið, held ég, af því að ég var búin aö vinna hérna svo lengi. Þeirra viðmót hefur ekkert breyst enda hef ég ekki breyst gagnvart þeim. Eftir að hafa unnið lengi með unglingum öðlast maður ákveðið sjálfstraust sem felst í því að vera maður sjálfur í návist þeirra.” — Nú er ár æskunnar. Hefur það breytt einhverju? „Hugmyndin að ári æskunnar er ágæt og minnir ef til vill á æskuna. Sett hafa verið mörg háleit markmið en minna veriö um efndir. Þess vegna höfum viö ákveðið að vera stórhuga og völdum okkar árlegu rokktónleikum yfirskriftina Unglingar utan úr geimn- um. Því ekki?” — Hvað eruð þið að gera núna? „Eg hef mikinn áhuga á svokölluðu opnu starfi með krökkunum. Markmiðið með því er að efla þeirra frumkvæði og gera þeim kleift aö vinna úr sínum hugmyndum. Sem dæmi má nefna framkvæmd Rykkrokk tónleikanna þar sem starfsmenn gegna hlutverki aðstoðarmanna við sköpun myndverka og allan undir- búning. Það er mitt hjartans mál að hlúa að t, „Völdum yfirskriftina Unglingar utan úr geimnum." Margrót Sverrisdóttir, forstöðumaður Fellahellis. unglingamenningu eins og hægt er, til dæmis með því að gefa „bílskúrs- grúppum” tækifæri til að spila á „alvöru” rokktónleikum. Með svona starfi nær maður góðum tengslum við krakkana. Þessi tengsl auðvelda okkur að hafa jákvæð áhrif í fyrirbyggjandi starfi meö krökkun- um.” — Vetrarstarfið. Hvaö er á döfinni? „Eg vil halda áfram aö efla þetta opna starf sem er enn á tilraunastigi og reyna meö því að auka ábyrgð og áhrif unglinganna hér á staðnum.” — Samskipti við foreldra, eru þeu einhver? „Ég vil að foreldrar viti hvað er á seyöi hérna og séu óhræddir við að afla sér upplýsinga um það hjá okkur. En ég hef hins vegar ekki áhuga á að byggja upp starfsemi þar sem unglingar og foreldrar ynnu saman því unglingarnir hafa þörf fyrir stað þar sem þeir geta hist og verið með jafn- ingjahópnum. Eg lít alla vega ekki á þaö sem hlutverk þessa staöar að efla tengsl foreldra við börn sín.” — Unglingar dagsins i dag, hvernig list þór á þá? „Vel, ég hef engar áhyggjur af þeim.” — Og svona í lokin, er þetta skemmti- legt starf ? „Þetta er mjög skemmtilegt starf (sagt af mikilli sannfæringu). Þetta starf byggir mikið á mannlegum samskiptum og af því hef ég mjög gaman. Yfirleitt nær maður góðu sambandi við krakkana og gefur sá kunningsskapur manni mjög mikiö. Við erum að vinna með þeim í þeirra frístundum sem auðveldar okkur að ná góðum tengslum. Við reynum líka af fremsta megni að umgangast þá sem félaga og jafningja.” Einu sinni ofsalega villilegar Sóley Dögg, Sigríður Lára og Lára Samíra „Við eigum að vera einhverjar gó-gó stelpur," sögðu Lára Samira, til vinstri, Sóley Dögg, i miðið, og Sigriður Lára, til hægri. Sóley Dögg Grétarsdóttir, 13 ára, Sigríður Lára Heiöarsdóttir, 14 ára, og Lára Samíra Benjnouh, 13 ára, voru teknar tali. — Komið þið hárna á hverju kvöldi? „Já, alltaf nema á föstudögum.” (Einum rómi og feimnislegur hlátur fylgdi.) — Hvaða kvöld er skemmtilegast? „Einu sinni voru fimmtudagskvöld best en núna eru það þriðjudagskvöld- in.” „Já, mér finnst þriðjudagskvöldin best og fimmtudagskvöldin.” „Mér finnst líka mánudagskvöldin.” Ur þessu varö dálítið karp en líklega eru öll kvöld jafnskemmtileg. — Eru einhverjar klíkur hérna á staðn- um? „Neei,” einum rómi. — Ég frétti að þið ættuð að koma fram á Rykkrokkinu. Hvað ætlið þið að gera? Feimnislegur hlátur: „Við eigum að vera einhverjar gó-gó stelpur.” — Hvernig kom það til? „Magga og Sjón báöu okkur um það. Við eigum að dansa og vera eitthvaö hallærislegar, í strápilsum og eitthvaö. (Hlátur.) Við dönsum bara meðhljóm- sveitinni No Time. Það er eina hljóm- sveitin sem hægt er að dansa eftir.” — Hvernig músík spila hinar hljóm- sveitirnar sem koma fram? „Æi, það er bara eitthvað svona þungarokk eöa eitthvaö.” — Er það ekki skemmtileg músik? „Nei! ” Allar sammála. — Hvernig tónlist hlustið þið helst á? „Diskólög eiginlega eða svoleiðis.” — En hvað gerið þið hórna á kvöldin? „Bara dansa og svona.” „Já, og kjafta saman og hitta krakk- ana.” — Horfið þið á sjónvarpið hárna? „Neei,” og hlátur. Greinilega enginn tími til þess. — Hvað segja mamma og pabbi um fálagsmiðstöðina? „Bara alltílagi.” — En haldið þið að þið verðið eins mikið hárna i vetur þegar skólinn er byrjaður? „Égveitekki.” „Neei, kannski ekki alveg eins mik- ið.” „Sennilega, kannski ekki alveg eins.” (Ekki mjög sannfærandi.) — Nú er ekki opiö hérna um helgar. Finnst ykkur þaö allt í lagi? „Nei, það mætti vera opið hérna að minnsta kosti annan daginn.” — Hvað gerið þið um helgar? „Passa og svona á kvöldin eða bara hangi heima.” „Églíka.” „Ég bara svona yfirleitt hangi heima.” — Fenguð þið vinnu i sumar? „Já, bara við að passa börn.” Allar. — Eruð þið i einhverjum danshópi? „Já, baraviö sjálfar.” „Við æfum okkur bara sjálfar.” „Við fáum aö æfa okkur hérna í Fellahelli.” — Hvernig dans er það sem þið dans- ið? „Bara svona jassballett og diskó.” „Bara svona blandað.” — Hafið þið sýnt þessa dansa? „Já, hérna í Fellahelli og líka í Ar- seli.” — Hvernig finnst ykkur að koma fram og sýna dans? „Bara,” sögðu þær einum rómi. „Líka eftir því hvernig okkur er tek- iö og svona.” — Hvernig hefur ykkur verið tekið? „Bara vel, sérstaklega í Árseli.” „Já, það var æðislega góður mórall, það voru samt bara svona 20 manns.” — En hvernig eru búningarnir? „Það fer svona eftir dansinum.” „Já, einu sinni vorum við ofsalega villilegar.” „Já, og svo erum viö bara í glans- buxumog sundbolum.” — Eru strákarnir ekkert meira á eftir ykkur eftir að þið fóruð að sýna þessa dansa? „Neei, ég held ekki.” (Feimnislegur hlátur.) „Nei, ég held ekki, ekki beint. Eöa ég veit það ekki.” (Vandræðalegt bros enda óþarflega nærgöngult.) — Hvað finnst ykkur um hugmyndina að ári æskunnar? „Eg veitekki.” „Ég hef ekki, þú veist, fundiö neitt fyrirþví.” „Ég hugsa að þetta hjálpi ungling- unum ekkert meira. ’ ’ — Finnst ykkur nóg gart fyrir ungling- ana í dag? „Jaajá, nema í sjónvarpinu.” „Já, þaö er allt of lítiö, bara svona klukkutími á mánuði.” — Hvernig fyndist ykkur ef enginn Fellahellir væri til? „ömurlegt,” einum rómi. — Nú finnst ykkur skemmtilegast að dansa. Dansið þið við stráka? „Það eru ferlega fáir strákar sem dansa hérna, bara svona tveir, þrír.” „Við dönsum bara svona í hring, saman.” „Strákarnir dönsuðu bara þegar breikið var en það er orðið svo úrelt.” „Það eru bara nokkrir sem eru ófeimnir viöþetta.” — Eruð þið á föstu, stelpur? „Neei!” (Hlátur.) 42. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.