Vikan


Vikan - 17.10.1985, Side 12

Vikan - 17.10.1985, Side 12
V'v" Lífshættuleg fæðing íslensk kona segirfráfæðingu í Kaliforníu Texti: Bryndís Kristjánsdóttir örlítill kvíði læðist yfirleitt að konum sem eru komnar að því að fæða: Ætli allt sé í lagi með barnið? Ætli þetta verði ekki hræðilega erfitt og sárt? Ef ég þarf nú að fara í keisaraskurð? Ótal slíkar spurningar vakna ósjálfrátt og sérstaklega hjá konum sem eru að fara að fæða í fyrsta sinn. En flestar hugga sig við að tæknin sé orðin svo fullkomin og starfsfólk spítalanna mjög vel menntað þannig að ekkert ætti að geta komið fyrir. Einmitt þannig hugsaði ung, íslensk stúlka á leiðinni á fæðingardeildina við háskólasjúkra- hús í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta var sjúkrahús sem hafði orð á sér fyrir að ráða yfir fullkomnustu tækjum og vel menntuðu starfs- fólki, en það segir því miður ekki allt eins og þessi stúlka átti eftir að reyna. „Viö völdum þann kostinn að ég fæddi barnið í Bandaríkjunum frekar en að fara heim því þá hefði ég þurft að fara áður en ég var komin sjö mánuði á leið því ann- ars leyfðu flugfélögin ekki að ég flygi með þeim. Það er mjög dýrt að liggja á spítala þar og maður- inn var við nám þannig að einu tekjumar voru námslánin. Það þarf yfirleitt að greiða sjúkrahús- kostnaðinn áður en lagst er inn, en við fréttum að á háskólaspítala væri hægt að greiða með af- borgunum og eftir á. Því völdum við þann kostinn.” Áætlaður fæðingartími dróst um tvær og hálfa viku en að lokum byrjuðu hríðirnar sunnudagskvöld eitt í nóvember þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í hálftólf. Tveim tímum seinna var brunað af stað á fæðingardeildina, um 40 mínútna ferð. „Ég man að ég var dauðhrædd um að barnið fæddist þarna á leið- inni því það voru bara þrjár og hálf mínúta á milli hríðanna, en það gerðist auðvitað ekki.” Þegar á spítalann kom þurfti að byrja á því að fylla út alls kyns skýrslur og eyðublöð og sjúkling- urinn að skrifa undir yfirlýsingu um það að hann legðist inn af frjálsum vilja. Eftir pappírs- farganiö var loks komið að skoðuninni og þá kom í Ijós að út- víkkunvar ekkinema tveirsentí- metrar og spítalinn vildi ekki fá sjúklinginn inn fyrr en útvíkkun væri 4 sentímetrar: „Gjörið svo vel og farið út að ganga í svona tvo klukkutíma.” „Við höfðum auðvitað ekki átt von á þessu og ég var bara á ermalausum kjól og það er kalt úti um miðja nótt, jafnvel í Kali- forníu. En það var teppi í bílnum sem ég notaði til hlífðar. Þótt merkilegt megi virðast eru hríðirnar ekki eins sárar ef maður gengur um á meðan.” Eftir heila eilífð, aö því þeim fannst, gátu þau farið inn á spítal- ann aftur. En feður máttu ekki vera viðstaddir fæðingar á þess- um spítala; þeir áttu að bíða fregna á biðstofunni. Sængurkon- an var aftur á móti lögð inn á stofu þar sem fyrir voru fimm aðrar konur, allar með hríðaverki. Sumar báru sársaukann í hljóði en aðrar hljóðuðu hástöfum. Hjúkrunarfólk kom af og til og leit á sjúklingana en það var aldrei neinn stöðugt inni, ekki voru heldur nein tæki sem fylgdust með hríðunum og hjartslætti barnsins eins og er hérna á Landspítalan- um. „Ég vissi auðvitað ekkert á hverju ég átti von því ég hafði aldrei fætt áður, en var samt viss um að heima væru ekki svona margar konur í einu inni á fæð- ingarstofunum. Þetta var frekar óþægilegt því sumar konurnar öskruðu bókstaflega. Ég ákvað því að bætast alls ekki í þann hóp og reyndi að láta ekkert í mér heyra en það var erfitt því sárs- aukinn var mjög mikill og ekkert bil á milli hríðanna. Ég gat því ekkert sofnað eða hvílt mig og að lokum þoldi ég ekki meir og bað um eitthvað verkjastillandi. Því var nú ekkert sérlega vel tekið en að lokum fékk ég mænudeyfingu um hádegisbilið. Nál var stungið á milli vissra hryggjarliða og var hún tengd með slöngu við hylki á öxlinni á mér sem í var deyf- ingarvökvi. Það leið svo um hálf- tími þar til deyfingin fór að virka og hún dugði vel í annan hálftíma en þá fóru verkirnir aftur að segja til sín. Ég var þá búin að vera með hríðir stanslaust í 13 tíma og var komin á síðasta stig fæðingarinn- ar eöa rembinginn. Eftir tvo tíma þótti ástæða til að athuga mig og kom þá í ljós að barnið sneri með ennið fram og það þurfti að taka þaðmeð töngum.” Leitað var að passlegri fæðingartöng en engin nógu lítil fannst þannig að notast varð við þá sem til var. Læknakandídat tók á móti og hjúkrunarkona var til aðstoðar. Mænudeyfingin var endurtekin, fæðingin tókst vonum framar og klukkan kortér í fjögur fæddist strákur. „Reyndar heyrðist ekkert í hon- um en ég var allt of þreytt til að hafa áhyggjur af því enda lét hann í sér heyra þegar hjúkrunarkonan var búin að þrífa hann. Hann var tuttugu merkur og ég man að hjúkrunarkonan var mjög hrifin af því hvað hann var stór og sagði: „He justmademy day.” ” Þá var aðeins síðasti hlutinn eftir — sá hættulegasti í þessu til- felli — að fylgjan kæmi. Læknir- inn og hjúkrunarkonan athuguðu hvort hún væri ekki örugglega öll og læknirinn kallaði á kollega sinn í næsta herbergi og þeir skoðuðu fylgjuna báðir. Þá var bróderað og móðirin fékk barniö í fangið í fyrsta sinn og síðan var keyrt yfir í hvíldarherbergi. Af föðurnum er það að segja að hann beið og 12 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.