Vikan


Vikan - 17.10.1985, Side 16

Vikan - 17.10.1985, Side 16
inni svo hún gat ekki brunað hindrunarlaust um með barna- vagninn. „Ég fékk rörið fært þegar ég settist í stjóm SVR. Svo þetta að ná öllu milli gjafa, því ég var að sjálfsögðu með Lilla á brjósti.” En hvað var Elli að vilja upp á dakk? „Viö vorum að taka kallana fyrir, gera grín að þeim sundur og saman án þess að nokkur gæti hankað okkur á neinu. Áróðurinn var ósýnilegur. Konur mega að sjálfsögðu ekki vera með áróður á karla í útvarpi.” SAuð þið allaskratta i öllum Attum? „Það var alla vega ekki erfitt að semja þetta. Stundum var örlitlu bætt við — eða dregið úr. Okkur þótti þetta sjálfum óskaplega skemmtilegt, drepfynd- ið. Okkur datt ekki í hug að þetta yröi svona vinsælt, viö urðum mest hissa. Upphaflega áttu þetta að vera þættir fyrir konur, sjálf- sagt að hafa 25 mínútur á viku í út- varpi eingöngu fyrir konur.” Ég heyrði einhvern time konu segja að það þreytti hana svo að það vnri alltaf einhver aumjngi að „allast" utan i sér, var mikið „ell- ast" utan í ykkur? „Já, þess vegna hættum við. Viö gátum ekkert farið, en það var frekar kvenfólk, karlarnir voru öryggislausari', vissu aldrei hvort þetta var alvara eða tómt grín.” Vorkennduð þið Ella aldrei? „Nei, konan átti alla okkar samúð.” Hvennr finnst þér Elli mest sjarmerandi? „Bestur í pontunni í læons- boðinu með borðdúkinn eins og slör á eftir sér.” Á blaðsíðu 66 í Ella segist konunni hans svo frá. .. — ég sé það að Elli hefur í flýtinum gleymt að renna upp buxnaklaufinni. — Guð minn góður. — En ég næ að skrifa skilaboð á miða til hans um að renna upp. — Mikið var það gott. — Jæja, nema hvað, þegar desertinn er búinn, voða gott frómas með rjómarönd, þá stend- ur Elli upp og ætlar að fara í pontu til að halda ræðuna. - Já. — Heldurðu að dúkurinn hafi ekki fest í rennilásnum þegar hann var að renna upp og hann dregur bara allan dúkinn með sér af borðinu, glösin og diskamir og allt frómasið í gólf ið — takk fyrir! Þær fóru með Ella í innkaupa- neti til London á kvennabókaþing. „Til stóð að bókin yrði gefin út er- lendis en því miður, húmor er ekki kominn inn í mynd kvennabar- áttunnarennþá.” Henríetta Helga, hvort ertu Henríetta eða Rósamunda? „Henríetta.” Með þessum kellingum voruð þið að draga dór að kvenfólki? „Nei, ég er ekki sammála því. Þetta eru alheimsselskapsdömur. Þær urðu þannig til að við vorum beðnar að skemmta um borð í MS Eddu. Þær spruttu upp á einu kvöldi, yfir kaffibolla á Torfunni. Hugmyndin á bak við þær er að þær eru selskapsdömur. Þær eru fengnar til þess að halda uppi ríf- andi stemmningu en þær eiga sér engan tíma, þær hafa aldrei verið í tísku, eru og verða alltaf á skjön, þær eru of miklar selskapsdömur. Henríetta er svo óskaplega fín og allt svo glæsUegt í sambandi við hana. En Rósamunda fær sér of mikið neðan í því og skemmir allt fyrir þeim, eyðUeggur þessa glæsilegu stemmningu sem Henrí- etta er að reyna að skapa með því að segja eitthvað ósmekklegt eða jafnvel dónalegt. Við sömdum sérstaklega fyrir hvern stað sem við skemmtum á. Þetta var sérprógramm í hvert einasta skipti og þá jafnframt frumsýning í hvert skipti.” Af hvarju hœttuð þið? „Það er bara vandamálið með íslenskt þjóðfélag, það er svo lítið og ekki hægt að segja sama brand- arann tvisvar. Skemmtikraftar ná ekki það háum launum hér. Þetta var aUtof mikU vinna miðað við laun til þess að þetta væri hægt, en við vildum vinna þetta svona.” Kvennaferðir til Parisar, hvenær urðu þærtil? „Já, ég skrifaði dagbók úr fyrstu kvennaferðinni sem birtist í Vikunni, það var ’83, þá fórum við nokkrar saman á eigin vegum.” Af hverju Paris, af hverju ein- göngu konur? Áttu konur eitthvað meira erindi þangað en til dæmis til Rómar eða Kaupmannahafnar? „Ég hafði komið til Parísar og varð yfir mig hrifin. Ég fór að segja Eddu frá borginni og við ákváðum að verðlauna okkur með því að fara tU Parísar saman. Okkur fannst að það hlyti að vera svo gaman að fara út í heim og hvíla sig frá vinnu og heimilis- störfum. Nú, ég er svo hrifnæm, ég varð svona gagntekin af borg- inni, það er þetta með að láta auðveldlega hrífast. Þegar við Edda fórum að ræða saman þau ferðalög sem við höfðum farið með maka þá, sko. . . var ég til dæmis búin að þræða með Sigmari (maka sínum) alla barina í París sem Hemingway haföi setið á. Ég er ekkert á móti Hemingway og hans bókum, en að eyða þrem tímum í að leita að ákveðnu kaffihúsi. .. svo voru það allar djassbúðirnar og djassplötudeildirnar, við lent- um nú til dæmis í því, þegar við vorum að leita að djassplötubúð- inni þar sem fást aUar djassplötur í heimi, að týna bílaleigubílnum. Ég hefði kannski viljað verja tím- anum í París betur. Edda verður að segja sína sögu sjálf. Þar snýst málið um að finna rétta pöbba sem selja réttan bjór í London. Það er líka staðreynd að ef kon- ur eru í sumarbústað eða á ferða- lagi með manni og börnum þá eru þær ekki í fríi. fslenskar konur eru vinnuþjarkar, þær eiga inni vikufrí og þá meina ég frí. Konan lætur aUtaf sjálfa sig sitja á hak- anum, aUir aðrir heimUis- meðlimir ganga fyrir. Stórborg eins og París, þú ferð ekki þangað alein en þú getur farið í hópi, mér finnst þessi borg svo falleg og sjarmerandi og skemmtileg að ég vil ekki að aðrar konur missi af að sjá hana.” Ég er fyrst og síðast. . . Ertu hörö kvenfrelsiskona? „Mjúk, ég er fyrst og síðast kona. Þessi nýja kvennahreyfing, þar sem frelsunin felst í því að fá að vera kona, höfðaði mjög sterkt til mín. Svo blandaðist pólitíkin inn í þetta þegar fór að koma framboð og kosningar. Það átti nú við mig, vinnustaðafundir, að tala, gaman, fjör, brandarar, sú stund var stórkostleg að standa í kjörklefanum og kjósa sjálfa sig í borgarstjórn með Berta, Geir og strákunum, við ÖU saman! Ég var á framboðslistunum báðum í 13da sæti. Ég, hetjan, þorði að vera þar ítvígang.” Hvað heföirðu gert ef þú hefðir náð kosningu? „Flutt af landi brott, ég sækist eftir slagnum, ekki sætinu. Ég skal segja þér að ég hef setið í borgarstjórn í 11/2 tíma sem ung- frú SVR. Eftir kortér var ég að sofna af leiðindum. Þetta var alveg nóg borgarstjórnarseta fyrirmig.” Er þá ekki hægt að taka þig alvar- lega? „Jú, með gríni, án gríns.” Er ekki löstur á konu að vera fyndin? „Mér persónulega hefur ekki þótt það. Það er náttúrlega löstur Elli: „Bestur i pontunni i læonsboðinu með borðdúkinn eins og slör á eftir sór." á konu aö tala og hlæja hátt, að svara vel fyrir sig og að vera meinfyndin á kostnað karlmanns er ekki vel séð. Karlmenn vilja ekki láta sigra sig. Samanber all- ar þessar leiðinlegu skrítlur á kostnað kvenna alveg endalaust og þykja fyndnar. Það viðgengst mikU kvenfyrirUtning í svona skrítlum og þær halda við kven- fyrirUtningu. Það er eins og meö Davíö í borgarstjórn. Þú manst eftir brandaranum hans á há- punkti kvöldsins í Broadway á fegurðarsamkeppninni. Þegar hann sagði að ef fegurðardrottn- ingarnar skipuðu 13 efstu sætin hjá Kvennaframboðinu þá þyrftu þeir ekki að bjóða fram meir! En hann hló ekki þegar við mættum í skrúðanum, fegurðardrottningar, á borgarstjórnarfundinn, svei mér þá, ég held hann hafi bara orðið reiður, þá missti hann húmorinn.” Hlutverkunum snúið við Konan að stýra fyrirtæki, kallinn vælandi heima i þvottunum, segðu mór um tilurð þessara framhalds- þátta. „Hugmyndin kom fyrir löngu. Á sínum tíma stóð valið á milli þess- ara þátta og Félagsheimilisins. 16 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.