Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 19

Vikan - 17.10.1985, Síða 19
Þeir eru ekki margir sem fara létt meö að vinna þann stóra. Sumir bíöa alla ævina; kaupa miða í öllum mögulegum happ- drættum, freista gæfunnar í bingóum, tippa í getraunum en allt kemur fyrir ekki. Svo eru það hinir. Það er ekki nóg meö aö þeir séu heppnir. Þeir eru lúsheppnir. Dýralæknir fyrir austan pantaöi sér tiltekna gerö af jeppa snemmsumars. Litlu seinna vann hann nákvæmlega eins bíl í happdrætti og undi væntanlega glaður viö sitt. En þeir eru líklega fleiri sem eru óheppnir. Það eru alla vega til fleiri sögur um þá en hina. Til dæmis er rakið aö ef maður segir sig veikan og mætir ekki í skólann aö morgni þá hittir maður einhvern kennara sinna í bíó um kvöldið. Til er sérstakt lögmál um þessa óheppni sem menn kalla lögmál Murphys. I stuttu máli kveður þaö á um aö ef eitthvað getur farið úrskeiöis þá fer það úrskeiðis. Dæmi: Ef þú missir brauðsneið á gólfið lendir hún á þeirri hliðinni sem smjörið er á. Annars á ekki að gera óheppna að umtalsefni hér heldur að kynnast ögn fólki sem hefur verið heppið. Upphaflega var ætlunin að finna einungis einhvern sem hefði hlotið stóran vinning í happdrætti en frá því var horfið og ákveðið að hafa uppi á þremur manneskjum; vinningshöfum úr bingói, getraunum og happdrætti. Þar sem fáum er um það gefið að ganga fram fyrir skjöldu og auglýsa heppni sína eru viðmælendurnirekki nafngreindir, að eigin ósk. ,,Það þýðir ekki að verða einhver greifi” Fyrsti viðmælandinn er kona á besta aldri en þau hjónin höfðu spilað í happdrætti Háskólans um nokkurra ára skeið. Einu sinni höfðu þau unnið lægsta vinninginn. Svo kom sá stóri. „Umboðsmaðurinn kom heim til okkar og vildi fá að sjá miðann fyrst, svo sagði hann okkur að við hefðum unnið 5 milljónir. Maður trúði þessu engan veginn,” segir hún en neitar að hafa stokkið í loft upp af kæti eða eitthvað því um líkt. „Við erum ósköp rólegt fólk.” Ekki var yfirvegunin minni þegar til tals kom hvernig ráðstafa ætti þessum fjármunum. „Það var ekki mikill vandi. Við vorum að byggja og áttum helling eftir. Það var langur skuldahali og við losuðum okkur við hann. Afganginn höfum við ávaxtað.” Hún þvertekur fyrir að þau hafi lifað hátt, slíkt hafi aldrei verið á dagskránni. „Við fórum reyndar í utanlandsferö með tvö barnanna. Þar rættist langtíma draumur um að geta farið í frí áhyggjulaus.” Þetta var eiginlega allt og sumt. „Það þýðir ekki að verða einhver greifi,” segir hún. Þau hjónin spila enn í happdrættinu, hafa tvo trompmiöa og þrjá einfalda, en þaö hefur ekki hlaupið á snærið hjá þeim aftur. „Það hefur alltaf gengið vel hjá okkur,” segir hún en er ekki á því að einhver happa- stjarna sveimi yfir þeim. Þegar hún er spurð hvort hún vonist enn eftir öðrum stórum svarar hún: „Það hvarflar ekki að mér. Það væri betur að hann kæmi einhvers staðar þar sem hans væri þörf. Það var þörf fyrir hann hjá okkur ásínum tíma.” ,,Datt kylliflatur í lukkupottinn" Næsti viðmælandi er maður á besta aldri. Hann hefur spilað í getraunum um 18 ára skeið. Þegar hann er spurður hvort hann sé einn af þessum heppnu þá segist hann ekki geta kvartað.” Það væri vanþakklæti að kvarta en ég hefði getað verið heppnari.” Hann kann sögur þessu til áréttingar. „Þegar ég var nýbyrjaður að spila í getraunum tippaði ég eitthvaö út í loftið og fékk þokka- legan vinning, en það var óheppni með í því. Ég breytti einu merki á seðlinum, ég breytti einu merki og það þýddi að ég var með 10 rétta ásamt tuttugu og fjórum öðrum. Ef ég hefði ekki breytt þessum leik hefði ég verið einn með 11 rétta og unnið stórt. Seinna fór ég aö nota kerfi og við vorum nokkrir saman um það. Þá fengum við eitt sinn 12 rétta. Við ætluðum að gera okkur glaðan dag en þegar búið var að fara yfir alla innsenda seðla kom í ljós að meiri- parturinn af Islendingum var með 12 rétta, 300 til 400 manns. Vinningurinn dugði ekki fyrir seðlunum. Það var tap á fyrir- tækinuhjáokkur.” Svo datt hann í lukkupottinn eitt árið. „Ég hrasaði á barminum og datt kylliflatur ofan í hann. Þetta var rosaleg spenna þá. Það byrjaði þannig að leik Coventry og Liverpool var frestað. Coventry var á botninum eins og alltaf en Liverpool vann hvern einasta heimaleik. Það höfðu allir spáð Liverpool sigri en ég spáði Liverpool sigri og jafntefli. Þar sem leiknum var frestað var kastað teningi til að fá úrslit og út- koman varð jafntefli. Mér fannst þaðmjög hagstætt.” ,,Hoppar ekki hæð sína" Og hann heldur áfram: „Á mánudegi var farið yfir seðlana og ég tilkynnti mína tólfu fyrir hádegi. Svo var maður að fylgjast með. Klukkan tvö var enginn kominn með tólf og sömu sögu var að segja klukkan þrjú og fjögur. Ég trítlaði niður í Getraunir klukkan að verða fimm og þá átti eftir að fara yfir 100 eða 200 seðla. Spennan var í hámarki. Ég fór og fékk mér kaffi og þegar ég kom til baka eftir hálftíma var annar kominn með 12 rétta. Það þýddi að vinningsupphæðin minnkaði um helming. Hún var samt há og tveimur vikum seinna var ég aftur með 12 rétta ásamt þremur öðrum. Samtals fékk ég sem svar- ar 600 þúsund krónum fyrir þessar tvær vikur og keypti bíl fyrir pen- ingana. Hann segist ekki hafa lifaö hátt. „Þetta er ekki svo stór upphæð. Maður hoppar ekki hæð sína.” Um það hvort heppni sé með í getraunum, þegar menn nota ákveðin kerfi, segir hann að þetta sé 90 til 95 prósent heppni. „Menn gefa sér ákveðnar forsendur og þær verða að standast, séu þeir með kerfi. Ef forsendurnar standast ekki þá er allt kerfið hruniö. Maöur sem fyllir út eina röð getur haft 12 rétta.” Hann leiðir getum að því aö sá sem hirti af honum helminginn af þeim stóra sé einn þeirra. „Það er mjög sérstakt að menn með tólf rétta tilkynni sig ekki. Maðurinn, sem var með tólf rétta um leið og ég, hefur ábyggilega ekki haft hugmynd um að hann hafi fengið vinning fyrr en hann fékk ávísunina senda heim. Hann hefur verið miklu heppnari en ég. ,,Ekki óalgengt að ég fái sex til sjö vinninga á kvöldi" Loks er rætt við unga konu. Hún er sú eina af þeim þremur sem segist hreint og beint vera heppin. Hún segir að nokkuð hafi gerst fyrir þremur árum og síðan hafi henni fundist sem einhver lukka fylgi sér. Hún hefur unnið oftast þeirra en minnst; 400 þúsund krónur í bingói á undanförnu ári. „Þetta eru ágætis aukatekjur,” segir hún. „Ég fer þetta einu sinni til fimm sinnum í viku og það heyrir til undantekninga ef ég vinn ekki neitt.” Rétt er að taka fram að vinningar í venjulegum bingóum hér á landi eru ekki ýkja háir. Þeir hæstu eru 25 til 30 þúsund krónur. Aðspurð segist hún hafa grun um að sumum sé ekkert allt of vel við sig þegar hún hirðir hvern vinninginn á fætur öðrum. Þegar hún er spurð hvort hægt sé að lifa á bingói svarar hún: „Ekki fyrir venjulegt fólk,” en viðurkennir að sjálf sé hún stundum óvenjuleg. „Það eru fyrst og fremst vinningarnir sem fá mann út í þetta en það má líka kalla þetta sjúkleika í mörgum tilvikum.” — I þínu tilviki? „Það er náttúrlega eins með þetta og alkana; maður viður- kennir ekkineitt.” Hún segir að peningarnir hafi komið sér ákaflega vel og að þeim hafi verið ráðstafað skynsamlega. Svo segist hún spila í happdrætti. „Þessi stóri er náttúrlega á leiðinni. Þegar hann kemur má búast við að einhver hluti fjölskyldunnar fari í lax í að minnsta kosti tvo mánuði.” Það er og. Fólk er iðið við að freista gæfunnar og verður vafalaust alltaf. Leigubílstjóri í Reykjavík vann glæsilegan bíl í happdrætti fyrr á þessari öld. Þegar hann var spurður hvort það hefði ekki komið honum á óvart að fá bílinn svaraði hann: „Nei, síður en svo. Ég keypti 20 miða.” 42. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.