Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 24

Vikan - 17.10.1985, Síða 24
 Vísindi fyrir almenning Kínverjar uppgötvuðu tólftónastigann Óhætt er að fullyrða að I gröfum kínverskra höfðingja, sem fundist hafa á seinni tímum, er að finna hvert undrið öðru meira. Eitt af þeim er eiginlega heyr- anleg sönnun þess að Kínverjar höfðu þegar um fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar náð þvílíkri fullkomnun í tónlist og hljómfræði að því verður vart trúað. Fundurinn, sem staðfestir þetta, er 65 klukkur eða bjöllur úr bronsi sem settar hafa verið í gröf Yis sem var lénshöfðingi í ríkinu Zeng þar sem nú er Hubeifylki. Yi dó árið 433 fyrir Krist eða nokkrum öldum áður en Quin Shihuang kom á fót keisaradæmi sínu og lét búa til hinn ótrúlega leirher sinn. Geysihagir smiðir Bronsklukkurnar eru í fyrsta lagi vitnisburður um afar góða verkkunnáttu við málmsteypu. Sú stærsta þeirra er hálfur annar metri á hæð. Ernest McClain, sem er prófessor í tónlist í New York, segir í grein, sem hann ritaði í tímaritið „Scientific American”, að stærstu klukkur sem á þessum tíma voru steyptar á Vestur- löndum hafi ekki verið nema um 20 sentímetrar á hæð! Kinversku klukkurnar eru ekki sívalar heldur egglaga í þversniði. Þar af leiðir að þær gefa frá sér mismunandi tón eftir því hvar er slegið. I þeim er enginn kólfur. Lagið gerir líka að verkum að sveifla málmsins deyr skjótt út en það er einmitt skilyrði þess að hægt sé að nota þær sem hljóðfæri. Nú er vitað hvernig þær hljóm- uðu. I fyrra var haldið upp á 35 ára afmæli Kínverska alþýðulýðveld- isins meðal annars með því að halda tónleika þar sem leikið var á bjöllur Yis lénsherra — raunar ekki þær upprunalegu heldur nákvæmar afsteypur þeirra. Krómatískur tólftónastigi Tónsvið klukknanna var fimm oktövur eða áttundir. Það sem kannski einna áhugaverðast er að tónstiginn er ákaflega líkur hinum krómatíska tólftónastiga nútím- ans. Áður héldu menn að Kínverjar hefðu orðið að láta sér nægja fimmundastigann (án hálf- tóna) í margar aldir. McClain er líka afar hrifinn af hljómstillingu klukknanna. Hljómurinn er greinilega fast- settur í samræmi við reglur þeirra tveggja fomu tónstiga sem höfðu hreinan hljóm, það er hins ptólemeiíska og pýþagóríska stig- ans. Og nákvæmnin er þvílík að um er að ræða áttundir, fimmundir og ferundir ná- kvæmlega jafnhreinar og þessir hljómar gerast tærastir á okkar dögum. Tónlistin á sér langa sögu í Kína, minnst 4500 ár. Elstu hljóðfæri sem þar hafa fundist eru frá því um 2000 fyrir Krist. Smátt og smátt varð þar til aragrúi hljóðfærategunda — minnsta kosti tvö hundruð. Og löngu eftir að klukkuspilið í Zheng var hljóðnaö var tónlistin eftirlætislistgrein í Kínversk bronsklukka úr keisarahofi Zengs. Kína. Hún staðnaði hvorki að því er varðaði ytra form né innihald. En svo við höldum okkur enn við tónstigann þá var hátindi kínverskrar tónlistarsögu ef til vill náð árið 1585. Það ár gaf Tsai- Yu prins út tónlistarhandbók sína í nítján bindum, en þar er meðal annars fundin formúla til þess að skipta áttundinni í tólf bil, eins konar „svífandi tónstiga” eða hálftónatemperament. Vissulega varð þetta til þess að fórna varð nokkrum klukknahljómanna, en á móti kemur að þessi gerð tónstiga hæfði ásláttarhljóðfærum betur. Bach lærði kínversku aðferðina I Evrópu var svona kerfi fyrst lýst um 1610. Sá sem það gerði var Simon Stevin, einn af mestu vísindamönnum og tæknimönnum síns tíma en nær óþekktur á seinni tímum. (Andreas Werckmeister, sem gaf út rit um sama efni árið 1690, getur sem sagt ekki lengur talist frumkvöðullinn í Evrópu.) Vitað er að Stevin þekkti til ann- arra kínverskra uppgötvana og því telur Colin Ronan sagn- fræðingur óhætt að gera ráð fyrir að hann hafi líka fengið hugmynd- ina um tólftónastigann frá Kín- verjum. En það liðu hundrað ár frá því Stevin ritaði um tólftóna- stigann þar til hann „sló í gegn” á Vesturlöndum. Það var þegar Jóhann Sebastian Bach gaf út fyrsta hluta verks sem síðan hefur verið biblía píanóunnenda, „Das Wohltemperierte Klavier”, með tuttugu og fjórum fagurlega hljómandi prelúdíum og fúgum í öllum dúrum og mollum. Þetta meistaraverk er því ef til vill óbeint Kínverjum að þakka. 24 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.