Vikan


Vikan - 17.10.1985, Side 26

Vikan - 17.10.1985, Side 26
Dallas- m m Tjor í konungs- fjölskyldunni Hertogahjónin af Kant. Marie Christine hertogaynja af Kent, eiginkona Michaels hertoga, hefur lengi verið eitt af eftirlætis umfjöllunarefnum blaða í Bretlandi og víðar. Þar kemur margt til. Áður en Díana kom til sögunnar var hún sú af kónga- fólkinu sem ásjálegust þótti. Hún er mjög falleg kona og alltaf glæsilega búin, greind og skemmtileg í viðkynningu. En Marie Christine, sem ber titilinn prinsessa af Kent, hefur ekki farið varhluta af slúðri og illu umtali. Hún er útlendingur, austurrísk að uppruna, og það kom á daginn að faðir hennar var nasisti. Síðan var það að hún veitti erlendu blaði viðtal þar sem hún átti að hafa gefið í skyn að Mark, í refsingarskyni fókk hún akki að vera á svölunum þegar drottningin hólt upp á opinberan afmælisdag sinn, en eiginmaður hennar er i hvarfi bak við drottningarmóðurina og börnin á sinum stað. Prinsessan og ameriski vinurinn. eiginmaður önnu prinsessu, væri ekki faðir barna önnu. Loks þótti keyra um þverbak þegar upp komst að hún hafði átt vingott við bandarískan milljónamæring frá Texas, John Ward Hunt. Sambandið komst í heimsblöðin og það var í sjálfu sér verri synd en framhjáhaldið sjálft. Elísabet drottning þolir ekkert hneyksli í fjölskyldu sinni og hirð. Því hefur Marie Christine verið útilokuð frá opinberum athöfnum í höllinni og það vakti athygli að hún var ekki við hlið manns síns á svölum Buckinghamhallar þegar Elísabet hélt upp á opinberan afmælisdag sinn. Það er haft fyrir satt aö drottningin hafi sagt: „Ekkert Dallas í minni fjölskyldu, skilið?” 26 Víkan 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.