Vikan


Vikan - 17.10.1985, Qupperneq 30

Vikan - 17.10.1985, Qupperneq 30
Draumar Á heimaslóð Kœri draumráðandi. Eg sendi þér hér stuttan draum með von um ráðningu efþetta merkir eitthvað. Ég er flutt frá heimabœ mínum og tek fram að ég hef ekki mikla heimþrá. Mig dreymdi að ég vœri komin heim í stutta heimsókn. Ég grét allan drauminn afgleði yfir að vera heima. Ég virti allt fyrir mér og fór svo inn í herbergið mitt. Þar var allt öðruvísi en er í raun en ég settist niður og sá að það var bréf á borðinu frá danskri pennavinkonu minni. Ég stóð upp og œtlaði að fara að athuga hvort það vœri eitthvað sem ég œtlaði að taka með mér til baka. Ég hugsaði að það vœri nóg að tala við vinkonu mína um kvöldið og vonaði að hún myndi ekki móðgast þó ég léti hana ekki vita. Ég vildi njótaþess að vera heima. Með fyrirfram þökk, 71552. Þessi draumur er fyrst og fremst ákaflega mikill hamingju- draumur, grátur í draumi boðar alltaf hamingju eins og draum- ráðandi hefur margtekið fram. Það kemur ekki fram í bréfinu hvort þú last bréfið sem pennavin- kona þín hafði sent þér. Ef þú last það í draumnum máttu búast við óvæntum fréttum. Ef þú á hinn bóginn last bréfið ekki máttu búast við að einhverjar fréttir, sem þú myndir gjarnan vilja fá, nái þér einhverra hluta vegna ekki. Hugleiðingar þínar um hvort þú eigir að taka eitthvað með þér eða ekki benda til þess að þú eigir einhver mál óuppgerð á heima- slóö. Kossar og kannski eitthvað fleira Kæri draumráðandi. Fyrir nokkrum dögum dreymdi mig mjög undar- legan draum. Mig dreymdi að ég og œðislega sœtur strákur, sem ég þekki ekki en hef séð mynd af nokkrum sinnum, vorum að kyssast. Það er allt og sumt sem ég man úr draumnum. Svo dreymdi mig nokkrum dögum seinna að ég vœri að leita að þessum strák (köllum hann bara X) og fann hann uppi í rúmi með öðrum strák. Og svo aftur nokkrum dögum seinna dreymdi mig að ég vœri í veislu og X sat við nœsta borð. Á móti honum sat strákurinn sem hafði verið uppi í rúmi með honum í hinum draumnum. Mig langaði œðislega til að fara og tala við X en þorði það ekki. Ég yrði œgilega ánægð ef þú vildir gera svo vel að segja mér hvaðþettaþýðir ef það þýðir þá eitthvað. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Á.B. P.S. Ég hef skrifað þér tvisvar áður en bréfin voru ekki birt og ég vona að þú bregðist mér ekki núna, annars dey ég úr forvitni. Ég biðþig. Sem betur fer hefur forvitni ekki drepið neinn enn svo draumráð- andi getur ekki kallað þessa tilraun til ráðninga lífsbjörg. Ástæðurnar fyrir þvi aö draumarnir þínir hafa ekki komist að í draumaþættinum enn eru tvær. I fyrsta lagi skrifar þú ekki nafn þitt undir þetta bréf og kannski ekki hin heldur. Ef öll nafnlaus bréf fengju inni í þættinum yrði ekki pláss fyrir þá sem þora að skrifa undir nafni (það fyrirbyggir að mestu leyti ruglbréf eða at) en að sjálfsögðu gætum við alltaf nafnleyndar. Hin ástæðan fyrir því að draumarnir fá ekki inni í þættinum er aö þeir geta ekki talist tákndraumar. Mörkin eru að vísu stundum óglögg en þessir draumar eru augljóslega fyrst og fremst afleiðing af fullkomlega eðlilegum vangaveltum þínum í vöku, draumum og ævintýrum, kannski kvíða, öllu þessu sem fylgir unglingsárunum. Þakkaðu bara fyrir að draumarnir eru ekki tákndraumar, ef svo væri myndi sá fyrsti til dæmis vera tákn um aö þú ættir ekki séns í þann sæta og hinir fyrir einhverjum leiðindum. Svo er bara að vona að fleiri sem dreymir svipað og þig lesi þessi orð því þinn draumur var bara tekinn sem dæmi um marga svipaða. Finun ára gamall draumur Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig um að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir fimm árum og ég er búin að hugsa mikið um. Hér kemur draumurinn: Mér fannst ég vera að koma gangandi ásamt fleira fólki frá bæ sem heitir M. að bæn- um B. En þegar við komum þangað hvarf allt fólkið en ég var ein eftir. En ég hélt áfram að bænum. Til að komast að bænum þurfti ég að fara niður þrjá jafna og mjög fallega kanta og þegar ég er komin niður sé égþann fallegasta garð sem ég hef séð um œvina. Grasið er mjög fallegt og svo fór ég að skoða mig um. Þá er á hægri hönd blómabeð með rósum í öllum litum. Svo lít ég til hœgri og sé runna og hann var klipptur eins og tölustaf- urinn 3. Á vinstri hönd var alveg eins runni en þar voru tölustafirnir 1 og 2 en beint fyrir framan mig var bœr- inn, nýbyggður og málaður hvítur og rauður. Svona var nú þessi draum- ur. Mér þætti mjög vœnt um ef þú myndir vilja ráða þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk, E.B.S. Þessi draumur er mikill gæfu- draumur. Hann bendir til mjög farsæls lífs hjá þér og skipta má því í þrjú tímaskeið sem öll eru já- kvæð hvert með sínum hætti. Sennilegast er að þú munir búa á þrem stöðum um ævina sem eru hver öðrum betri og vera má að fleiri breytingar fylgi þessu en bú- setubreytingar. Ytri aðstæður geta verið alla vega í lífi þínu en þessi farsæli þáttur tilveru þinnar virðist fyrst og fremst búa í sjálfri þér. Sokkar Kœri draumráðandi. Ég skrifa þér í von um að þú getir ráðið fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkrum vikum. Hann var á þá leið að tvœr vin- konur mínar færðu mér pakka að gjöf. Utan um hann var hvítur pappír með gylltu mynstri, auk þess var utan um hann gult kross- band. Ég tók utan afgjöfinni sem reyndist vera tvö pör af sokkum. Pörin voru alveg eins að öllu leyti nema annað parið var dökkblátt með tveimur dökkrauðum röndum á stroffinu, hitt parið var gagnstœtt að lit, dökkrautt með dökkbláum röndum á stroffinu. Fyrsta hugsun mín, þegar ég sá sokkana, var að þær hefðu örugglega tekið eftir því að ég gengi í götóttum sokkum en þá sá ég að þetta voru barnasokkar. Mér fannst sem vinkonur mínar gæfu mér sitt parið hvor, þó þau væru í sama pakkanum, því sokkapörunum tveimur fylgdi sitt hvort kortið. Ég sá ekki framan á annað kortið en inna í það var eitthvað skrifað sem ég las í flýti í draumnum en mundi ekkiþegar ég vaknaði. Ég sá hins vegar framan á hitt kortið. Á því var mynd af dökkhœrðum, litlum strák í bláum gallabuxum en innan íþað kort var ekkert skrifað. Svo vaknaði ég. Með bestu kveðju og þökk fyrir hjálpina. F.S. Breytingar eru í vændum á þínum högum. Hálft í hvoru gerir þú ráð fyrir að þessum breyt- ingum muni fylgja einhverjir erfiðleikar og þú þykist nokkuð viss um að einhver ævintýri séu í vændum. Sennilega munu þessar breytingar þó færa þér annað en þú hyggur. Þú getur hiklaust gert ráð fyrir að tvennt muni koma fyrir sem breyti lífi þínu öðru fremur. Þetta gæti verið fæðing tveggja barna en einnig eitthvað tvennt, annað sem myndi hafa svipaða fyrirhöfn og fanga huga þinn á jafnafdráttarlausan hátt og börn gætu gert. 30 Vikan 42. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.