Vikan


Vikan - 17.10.1985, Side 33

Vikan - 17.10.1985, Side 33
m Samtanulunkl* | kta»hhl | / r^cttr*rtaBkni«f.l UUIMUIIC TilVUWOIUSÍ# 1 -"UuoL \ VAGIyOFOA 23 , 'P PATRICK! væri frá 7 á morgnana til 10 á kvöldin. Hægt er aö fá mánaðar- kort og kostaði það á þeim staö 1.150 krónur. Tennis Þetta er íþrótt sem nýlega er farið að stunda hér á landi aftur eftir að hún hafði legið í dvala um langan tíma. Skemmtileg íþrótt, segja þeir sem til þekkja. Tennis- íþróttinni hafa verið gerð góð skil í Vikunni nú nýlega og vísum við til þeirrar greinar. slá boltann í vegg til skiptis. Leiðsögn er veitt í upphafi og kostar ekkert. Þetta er virkilega skemmtileg íþrótt sem fær svitann til að spretta hressilega út áþér. Við hringdum í Þrekmiðstöðina í Hafnarfirði en þar er boðiö upp á veggjatennis. Þar fengum við þær upplýsingar að tíminn kostaði 280 krónur en þá er innifalið í því frjáls aðgangur að þrektækjum. Hægt er að fá leigða spaða og kostar það 15 krónur en boltann verður að kaupa. Veggjatennis Þetta er íþrótt sem nýlega er orðið mögulegt að stunda, á höfuð- borgarsvæðinu að minnsta kosti. Skemmtilegast er að vera tveir saman. Spilað er í frekar litlum, gluggalausum sal. Notaðir eru ákveðnir veggjatennisspaðar og bolti og gengur leikurinn út á að Badminton Þá þarftu að fá með þér fleiri. Tveir eða fjórir eru um völlinn og er hæfilegt að vera tvisvar eða þrisvar í viku. Þetta er íþrótt sem skemmtilegt er að stunda því í henni felst leikur og spenna. Reglumar eru einfaldar og fljótlærðar. Gott er þó í upphafi að reyna að verða sér úti um tilsögn. Við hringdum í Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur til að fá upplýsingar um hvað þaö kostaði að stunda þessa íþrótt. Völlurinn kostar 8000 krónur fyrir allan veturinn og síðan er félags- gjald fyrir manninn 550 krónur. Þeir tjáðu okkur hins vegar að mjög erfitt væri fyrir nýja að komast að, allir vellir væru þétt- setnir og vantaði tilfinnanlega húsnæði en það stæði þó líklega til bóta. Þeir Reykvíkingar, sem ekki hafa þegar tryggt sér tíma, verða því ef til vill að bíða enn um sinn með badmintoníþróttina. Leikfimi Þá er það gamlagóöa leikfimin í nýrri útfærslu. Á flestum stöðum er boðið upp á músíkleikfimi. Mörg og mismunandi nöfn eru notuð yfir þau námskeið sem í boði eru og hafa þessi nöfn kannski vafist fyrir þér. Að mati blaðamanns er þó frekar um stigs- mun en eðlismun aö ræða. Sem dæmi um það sem í boði er má nefna: — Músíkleikfimi: Upphitunar- og teygjuæfingar. Síðan æfingar til að þjálfa hina ýmsu vöðva líkamans. Músík er notuð til að halda takti. — Jassleikfimi: Svipað pró- gramm og í músíkleikfiminni. — Jassdans: Sama útfærsla og í jassleikfimi að viðbættum dans- sporum. — Aerobic: Svipaðar æfingar en meiri áhersla lögð á hraða og þrekþjálfun. Staðirnir eru ekki allir með námskeið fyrir karla. Við fengum þær upplýsingar á einum staö að karlmenn sæktu mest í jassdans og að slík námskeið stæðu þeim til boða. Lengd námskeiöa er mjög mis- munandi og má nefna sem dæmi 7 vikna og 14 vikna námskeið með tímum tvisvar í viku. Verð á nám- skeiði fer því eftir lengd en oft eru lengri námskeiðin ódýrari. Okkur sýndist að verð á tíma væri um 200 krónur á flestum stöðum. Svona í lokin Við höfum nú bent þér á nokkra þá möguleika sem í boöi eru en þvi fer fjarri að þessi upptalning sé tæmandi. Má til viðbótar benda á ýmsar hópíþróttir eins og körfu- bolta, fótbolta, handbolta og keilu- spil sem Reykvíkingar geta nú stundaö. Ekki má gleyma skíða- íþróttinni þar sem fer saman útivera og góð hreyfing. Þetta er skemmtileg íþrótt þar sem öll fjölskyldan getur veriö saman. Stofnkostnaður er dálítið mikill en er fljótur að borga sig í ánægjunni. Við höfum heyrt fólk kvarta yfir því að það þurfi að byrja á að fjár- festa í rándýrum sportgöllum því ekki sé hægt aö láta sjá sig nema með „outfittið” í lagi, eins og einn viðmælenda okkar orðaði það. Við vonum að þetta sé ekki útbreidd skoöun því þá hefur markmiðiö með líkamsræktinni tapast í um- búðunum. Þaö er aldrei of seint að byrja. Við mælum ekki með öfgum af neinu tagi, hinn gullni meðalvegur er í þessu eins og öðru affarasæl- astur. Mundu að góð heilsa er gulli betri. Gangi þérvel. 42. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.