Vikan


Vikan - 17.10.1985, Síða 35

Vikan - 17.10.1985, Síða 35
ist um áfornbókasölum í þann mund er blaðamaður ætlar að kveðja og þakka fyrir sig vindur kúnninn sér fram úr bóka- stöflunum, stillir sér upp rétt inn- an við búðarborðið þannig að við sjáum ekki bóksalann. Hann snýr baki við okkur, ræskir sig gervi- lega og spyr: Áttu einhver blöð? Bóksalinn verður allt aö því blíðlegur á svipinn, réttir úr sér og segir nokkuð borubrattur: Jamm. Síðan dregur hann hægt út skúffu í borðinu hjá sér og horfir kæru- leysislega út í loftið á meðan kúnn- inn fer höndum um innihald skúff- unnar. Blaðamaðurinn teygir sig og reigir og verður þess vísari að þarna liggur hundurinn grafinn: Skúffan er full með klámblöð af örgustu og verstu tegund. Það fer ekki frekar sögum af skiptum þeirra kumpána eftir að þau hófust á orðunum: Áttu ein- hver blöð? Alls ekki dæmigert Því fer fjarri að þetta sé dæmigerð lýsing á viðskiptum í fornbókaverslunum, hún er undantekning. í flestum þessara verslana er gott og vistlegt hús- rými, vingjarnlegir og fjölfróðir afgreiðslumenn — og maður hefur ró og næði til að glugga í prentletr- ið. Verslun með gamlar bækur krefst fjölbreyttrar kunnáttu og yfirleitt eru fombókasalamir vel að sér um margvíslegustu viðfangsefni bóka og blaða. Það er ekki hægt að læra þetta fag á nám- skeiðum eða í skólum, reynslan er eini skólinn. Að sjálfsögðu „bera þeir saman bækur” sem versla með þær, forn- bókasalar heimsækja hver annan til að bera saman verð og forvitn- ast um þaö sem hinir hafa á boð- stólum. Sama gildir raunar um safnarana, þeir fara hringferð um verslanirnar einu sinni í viku. Flestir safnarar eru rosknir, einn fornbókasalinn sagðist aðeins vita um fjóra unga menn sem teljast mega safnarar. Annars er það ólíkasta fólk sem sækir í fornbókaverslanir og þar er stööugur straumur alla daga. Þangað kemur ofvitinn sem les bækur eins og aðrir lesa bíl- númer. Oft kemur fólk sem á lítið af peningum, er fátækt, og leggur einn seðil á borðið — eldri hjón sem eru búin að ákveða að gera sér glaðan dag með því að kaupa ódýrar bækur á fornbókasölunni. Þarna versla rómantískar sálir, tungumálamenn, bátsverjar, ferðalangar — að ógleymdum klámhundunum. Breytingar á undanförnum árum Við forvitnumst nánar um viðskiptin. Það kemur í ljós að vídeóið veldur því að dregið hefur talsvert úr sölu spennubóka en á hinn bóginn hefur heildarveltan ekki dregist saman. Það hefur til dæmis aukist mikið áhugi á og eftirspurn eftir ættfræðibókum og héraðssögum. Þjóðlegur fróðleik- ur er með öðrum orðum í sókn. Fleiri en einn bóksali nefnir það að þókaflokkar eins og ísfólkið eft- ir Margit Sandemo seljist sérlega vel, talsvert um að menn séu á þiðlista eftir einstöku bókum úr þeim flokki. Hasarblöðin og Andrésblöðin eiga óbilandi vin- sældum að fagna hjá yngri bóka- ormum. Reyfararnir standa alltaf fyrir sínu. Þetta eru einkum enskar bókmenntir í vasabroti og kosta þetta frá 50 upp í 250 krónur stykk- ið. I einni verslun hittum viö mann sem var að festa kaup á nokkrum slíkum og kvaðst lesa í það minnsta einn reyfara á dag, eft- ir vinnu. Hann hefur komist mest í sex stykki á dag, og notar aldrei orðabók. Svonefndar djarfar bókmenntir og blöð liggja frammi í þessum verslunum, enda svo sem ekkert að fela. Auðvitað segja bóksalarn- ir persónulegt álit á þeim trakter- ingum eins og annað fólk. Eftir- spurnin er talsverð og þess vegna eru þessi blöð höfð uppi við. Það er helst að bóksalar láti eftir sér- viskulegum kenjum, við fréttum af einum sem var svo illa við Guð- mund Hagalín að bækur eftir hann voru alltaf hafðar undir borði. Kunnáttusemi Fornbókasalar leggja mismun- andi áherslu á verslunarvöruna. Sumir eru með mikið af gömlum, fágætum bókum, aðrir versla mest með hljómplötur og enn aðr- ir eru mest með afþreyingarbók- menntirnar. Það er eitthvað af öllu hjá flestum, svo það borgar sig að fara hringinn. Viðskiptavinir ræða gjarnan málin við afgreiðslufólkið og fá nytsamlegar upplýsingar — til dæmis að forlögin hækki verð á orðabókum 1. júlí ár hvert og þess vegna borgi sig að kaupa orðabók fyrir þann tíma og bíða ekki fram á haustiö þegar skólamir eru að byrja, þá er alltaf of lítið framboð. Þeir sem eiga bunka af tímarit- um eða reyfurum geta farið með hann í fornbókaverslun og fengið skipt fyrir helmingi minni stafla, skipt er á tveim fyrir eitt. Mennirnir eru margir og þarfir misjafnar. Sumum finnst forn- bókaverslanir standa utan við hinn eiginlega verslunarvettvang, þær séu hálft í hvoru utanveltu. Sannleikurinn er hins vegar sá að þær eru snar þáttur í bókaverslun í landinu og viðskiptavinir þeirra margir hverjir ágætustu bók- menntafræðingar og gagnrýn- endur. Og ekki ætlum við að tylla okkur í dómarasæti... A bak við i einni fornbókasölunni. Ekkert að fela. 42. tbl. Víkan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.